Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 85
Eftir Gísla Jónsson
Frá alda öðli—líklega frá fyrstu
dagrenningu mannsandans og niður
til vorra tíma, hefir mannkynið leit-
ast við að festa og geyma í sýnileg-
Um táknum hugsanir sínar og orð til
varanlegra erfða og áframhalds. Sum-
ir forngrúskarar hafa jafnvel haldið
því fram, að þegjandi tákn hafi hald-
ist í hendur við
þróun tungnanna;
meðan orðin hafi
verið fá og hug-
royndirnar þoku-
kendar, hafi menn
leitast við að skýra
þau með hreyfing-
um og sýnilegum
táknum og jafnvel
uryndum dregnum
1 sandinn. Þannig
urðu að líkindum
fyrstu drefjar
stafrófsins. Þróun
stafrófsins er mjög
hugnæmt efni, en
því miður er ekki
rúm til að fara út í
Þá sálma hér. Hver frumþjóð hafði
sín sérkennilegu tákn eða merki, og
vitanlega hefir það tekið aldaraðir,
að koma þeim í það form, að hægt
Væri að sýna með þeim samhangandi
kugsun eða frásögn.
Fyrstu tilraunir í þessa átt, sem
Ver nu vitum um, eru að líkindum
rispur og myndir innan á hellis-
VeSgjum frá ómunatíð víðsvegar um
flm- Elstu varanleg merki eru auð-
Vltað þaUj sem finnast höggvin í
stein, og hefir verið reiknað út með
nokkurnveginn fullri vissu, að stein-
flögur tvær, sem fundist hafa í
Mesopotamíu, sem nú nefnist Iraq,
hafi verið höggnar um 6000 árum
fyrir Kr. burð. Nokkru yngri eru
leirflögur Babýlóníu og Assýríu
manna, sem grafnar hafa verið upp
bókstaflega í tonna
tali. Voru þær mót-
aðar úr mjúkum
leir og letrið dreg-
ið á þær með hörð-
um broddi. Síðan
voru þær bakaðar
og hertar eins og
ö n n u r leiráhöld.
Eru þær um alla
skapaða hluti, sem
þá þektust, frá
helgi og sagnarit-
um og niður í ein-
földustu kvittun
fyrir seldan varn-
ing. Forn-Egyptar
hjuggu snemma í
stein, eins og
reyndar allar frumþjóðir, þar sem
steinn var fyrir hendi. En snemma
á tíð, eða um 3500 árum fyrir Kr.
taka þeir upp á því að rita á papyrus.
Hafa vafningar af því efni fundist
í konungagröfum þeirra frá löngu
tímabili, og fela í sér margskonar
fróðleik, sem safnað hefir verið
saman og til hægðarauka kallað “Bók
hinna dauðu”, eins og að sínu leyti
mörg hin fornu helgirit Gyðinga
hafa verið sett í eina bók, undir eitt