Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 88

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 88
66 TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA hverjum um sig til stuðnings. Sterk- ustu líkurnar berast þó að Hollend- ingnum Lourens Janszoon Coster og Þjóðverjanum Johanni Gensfleisch. En með því að engar prentaðar bæk- ur eða bókabrot eru til frá tíma Cost- ers í Hollandi, hefir fræðimönnum, sem mest hafa lagt sig eftir sögu prentverksins, komið saman um að sleppa honum, enda þótt margar greinilegar sagnir styrki tilkall hans. Er rúmsins vegna því miður ekki hægt að tilfæra neitt af þeim hér. Berast þá flest rökin að hinum mann- inum, Johanni Gensfleisch, sem síð- ar tók sér ættar eða óðalsnafn móður- fólks síns, og nefndist Johann Gut- enberg. Enda er hann í almennu tali jafnan nefndur faðir prentlist- arinnar. Um æfi Gutenbergs eru tiltölulega fáar upplýsingar. Vitanlega eru til mestu kynstur af sögnum um hann, en flestar þeirra urðu til löngu eftir hans dag, og sumar hafa reynst helber uppspuni. Hann var fæddur í borginni Mainz á Þýskalandi skömmu fyrir aldamótin 1400, af efnuðu aðalsfólki, og ef hann hefði haldið sig að störfum og siðum feðra sinna, hefði að líkindum aldrei neitt á honum borið. Engin vissa er fyrir, hvenær hann fór fyrst að hugsa um þetta mál. En á þrítugs- árunum gerðu iðnaðar og verslunar- menn í fæðingarborg hans uppreisn á hendur hinni ráðandi aðalsmanna stétt og hröklaðist hann þá og fjöl- skylda hans þaðan. Um tíma mun hann hafa lifað við þægileg lífskjör í Strazbourg, og þar er hann áreiðan- lega byrjaður á æfistarfi sínu, því þar lendir hann í málaferlum við tvo félaga sína, er hann hafði lofast til að kenna vissar listir og einkahand- verk. Er þar undir huldu í fyrsta sinn minst á tilbúning bóka með áður óþektri aðferð. Annars er það eftirtektarvert, að flest þau slitur úr æfisögu Gutenbergs, sem geymst hafa til vorra tíma, eru eitthvað í sambandi við málaferli. Er hægt að lesa í gegnum þau, að hann hafi verið kominn í þröngar kringumstæður, og er sífelt að taka lán, til að koma einhverju í framkvæmd, sem þó er aldrei sagt frá greinilega. Þó mun, að minsta kosti á einum stað, vera brúkað orð sem samsvarar orðinu “þrykking”. En eins og kunnugt er var það orð jöfnum höndum brúkað á íslandi langt fram á síðustu öld, og er af þýskum uppruna. Orðið “prentun” fengum við frá Englend- ingum snemma á sextándu öld, og hafa bæði orðin nokkurn vegin sömu merkingu. Eins og þegar hefir verið bent á, hefir fræðimönnum því komið sam- an um, að Johann Gutenberg hafi fyrstur steypt hreyfanlegt letur, sem nothæft væri, og hrint með því prent- listinni í framkvæmd. Samt er ekki ein einasta bók eða blað til, sem ber nafn hans. Um eða eftir 1440 er Gutenberg aftur fluttur til Mainz, og á þar óef- að þátt í stofnun hinnar fyrstu prent- smiðju, svo áreiðanleg vissa sé fyrir. Þar er prentuð fyrsta bókin, sem geymst hefir í heilu lagi fram til vorra daga — hin latneska biblia> sem kend er við Gutenberg, eða 42 línu biblían, til aðgreiningar frá 36 línu prentuninni, sem um langt skeið var talin fyrsta útgáfan, en nákvæm rannsókn síðari tíma hefir leitt í ljós, að prentuð var síðar. Algeng sögn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.