Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 88
66
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hverjum um sig til stuðnings. Sterk-
ustu líkurnar berast þó að Hollend-
ingnum Lourens Janszoon Coster og
Þjóðverjanum Johanni Gensfleisch.
En með því að engar prentaðar bæk-
ur eða bókabrot eru til frá tíma Cost-
ers í Hollandi, hefir fræðimönnum,
sem mest hafa lagt sig eftir sögu
prentverksins, komið saman um að
sleppa honum, enda þótt margar
greinilegar sagnir styrki tilkall hans.
Er rúmsins vegna því miður ekki
hægt að tilfæra neitt af þeim hér.
Berast þá flest rökin að hinum mann-
inum, Johanni Gensfleisch, sem síð-
ar tók sér ættar eða óðalsnafn móður-
fólks síns, og nefndist Johann Gut-
enberg. Enda er hann í almennu
tali jafnan nefndur faðir prentlist-
arinnar.
Um æfi Gutenbergs eru tiltölulega
fáar upplýsingar. Vitanlega eru til
mestu kynstur af sögnum um hann,
en flestar þeirra urðu til löngu eftir
hans dag, og sumar hafa reynst
helber uppspuni. Hann var fæddur
í borginni Mainz á Þýskalandi
skömmu fyrir aldamótin 1400, af
efnuðu aðalsfólki, og ef hann hefði
haldið sig að störfum og siðum
feðra sinna, hefði að líkindum aldrei
neitt á honum borið. Engin vissa
er fyrir, hvenær hann fór fyrst að
hugsa um þetta mál. En á þrítugs-
árunum gerðu iðnaðar og verslunar-
menn í fæðingarborg hans uppreisn
á hendur hinni ráðandi aðalsmanna
stétt og hröklaðist hann þá og fjöl-
skylda hans þaðan. Um tíma mun
hann hafa lifað við þægileg lífskjör í
Strazbourg, og þar er hann áreiðan-
lega byrjaður á æfistarfi sínu, því
þar lendir hann í málaferlum við tvo
félaga sína, er hann hafði lofast til
að kenna vissar listir og einkahand-
verk. Er þar undir huldu í fyrsta
sinn minst á tilbúning bóka með
áður óþektri aðferð. Annars er það
eftirtektarvert, að flest þau slitur úr
æfisögu Gutenbergs, sem geymst
hafa til vorra tíma, eru eitthvað í
sambandi við málaferli. Er hægt að
lesa í gegnum þau, að hann hafi verið
kominn í þröngar kringumstæður,
og er sífelt að taka lán, til að koma
einhverju í framkvæmd, sem þó er
aldrei sagt frá greinilega. Þó mun,
að minsta kosti á einum stað, vera
brúkað orð sem samsvarar orðinu
“þrykking”. En eins og kunnugt er
var það orð jöfnum höndum brúkað
á íslandi langt fram á síðustu öld,
og er af þýskum uppruna. Orðið
“prentun” fengum við frá Englend-
ingum snemma á sextándu öld, og
hafa bæði orðin nokkurn vegin
sömu merkingu.
Eins og þegar hefir verið bent á,
hefir fræðimönnum því komið sam-
an um, að Johann Gutenberg hafi
fyrstur steypt hreyfanlegt letur, sem
nothæft væri, og hrint með því prent-
listinni í framkvæmd. Samt er ekki
ein einasta bók eða blað til, sem
ber nafn hans.
Um eða eftir 1440 er Gutenberg
aftur fluttur til Mainz, og á þar óef-
að þátt í stofnun hinnar fyrstu prent-
smiðju, svo áreiðanleg vissa sé fyrir.
Þar er prentuð fyrsta bókin, sem
geymst hefir í heilu lagi fram til
vorra daga — hin latneska biblia>
sem kend er við Gutenberg, eða 42
línu biblían, til aðgreiningar frá 36
línu prentuninni, sem um langt skeið
var talin fyrsta útgáfan, en nákvæm
rannsókn síðari tíma hefir leitt í ljós,
að prentuð var síðar. Algeng sögn