Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Síða 89
FIMM ALDA AFMÆLI PRENTLISTARINNAR
67
er það, að Gutenberg hafi prentað
báðar þessar biblíur. En þó er sá
hængur á því, að hann hafði tapað í
skuldamálum við ríkan gullsmið og
bankamann, er Johann Fust hét, og
orðið að afsala sér til hans einka-
réttinum í prentáhöldunum, áður en
42 línu biblían var full-prentuð. Urðu
Fust og tengdasonur hans, Peter
Schöffer, síðan aðalprentarar í Mainz
um langa tíð. Örfáum árum eftir
þennan atburð gáfu þeir út Sálma
með sömu leturgjörð, prentaða í
þremur litum, hið mesta listaverk.
Er það áreiðanlega fyrsta litprentuð
bók, því eldri skrautútgáfur bóka,
og þar á meðal 42 línu biblían, eru
skreyttar með hendinni, eins og tíðk-
aðist með handrit áður. Nöfn þeirra
og ártal er á þessum “psaltara”, og
hélst sá siður að mestu eftir það.
Meiri líkur eru fyrir því, að Guten-
berg hafi prentað 36 línu biblíuna,
því letrið á henni er samskonar og á
kvæðisbroti, er fundist hefir, og
sterkar líkur eru til, að hann hafi
prentað í Strazbourg, eða strax eftir
að hann flutti heim aftur. Eftir að
Gutenberg varð að slíta sambandi
við Fust, átti hann við þröngan hag
að búa, en þó fékst hann við prent-
verk til dauðadags. Er sagt, að
Adolph erkibiskup í Mainz hafi
styrkt hann að einhverju leyti síð-
ustu æfiárin. Hann andaðist að
Hkindum snemma á árinu 1468, þá
um eða yfir sjötugt, því í febrúar
það ár gerir vinur hans, sem lánað
hafði honum peninga fyrir prentá-
höld, tilkall til allra verkfæranna,
°g fær þau samkvæmt dómi.
í fljótu bragði mætti virðast und-
arlegt, hvílíkur ljómi stafar af nafni
Gutenbergs, þegar litið er yfir allan
aðdragandann. En því verður ávalt
að svara á sama hátt. Hugvitsmaður-
inn kemur auga á möguleika og nyt-
semi hlutanna, og baetir svo jafnan
við sjálfur, því sem mestan ríður
bagga muninn. Enginn stafur er til
frá þeim tíma er sanni að Evrópu-
menn hafi kynst list Kínverja, enda
voru litlar eða engar samgöngur við
Austurlönd á því tímabili. Tréskurð-
ar prentunina hefir hann vafalaust
þekt. En hún var í algjörðri gagn-
setningu við sundurlaust letur.
Meiri líkur eru til, að hann hafi
víkkað og fært út verksvið sitt á
grundvelli gullsmiðanna, sem margir
voru lista leturgrafarar og bjuggu
óefað til gyllingaráhöld bókbindar-
anna. En samt má alsendis ekki
gjöra minna úr hugkvæmni hans fyr-
ir það. Áður en til mála kom að
prenta, varð að höggva á stálstöppur
alla stafina, hamra þá þar næst í kop-
arblending; er þá kominn fyrsti
hluti mótsins, og að síðustu var svo
letrið sjálft steypt. Var þetta vitan-
lega alt gjört með hendinni lengi vel.
Stafirnir voru steyptir, einn í senn,
og fágaðir á eftir. Er sagt að um
400 stafir hafi verið fullgjörðir á
dag með þessari aðferð. Nú er þetta
gert í vélum, með þvílíkri nákvæmni,
að sandsmátt letur þekkist ekki frá
því stærsta af sömu gerð, ef það er
skoðað undir stækkunargleri, og
hraðinn vitánlega margþúsundfald-
aður.
Marga örðugleika varð að sjálf-
sögðu af yfirstíga í fyrstu, svo sem
að finna hentugan málmblending,
sem auðvelt væri að steypa, og ekki
væri of linur eða of brotgjarn, sömu-
leiðis að búa til nothæfa prentsvertu,
(sem reyndar er ekki ávalt svört).