Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Qupperneq 99
ÚR ÞOKUNNI
77
þátt í heimastörfum þessarar ungl-
ings þjóðar. Um það stríð og margt,
sem rann í kjölfar þess, mátti hún
ekki hugsa.
Og aftur var Canada komið í stríð,
himininn yfir þessu sólbjarta landi
þrunginn ófriðar skýjum. Ungu
niennirnir farnir í þúsunda tali, íullir
skipsfarmar, fluttir í aðrar álfur, af
nngum, hraustum, djörfum drengj-
Urn. Aftur voru synir þessa lands
komnir á vígvöllinn. Daginn, sem
^anada gekk í stríðið voru menn
þungbúnir, loftið eins og þrungið af
rafurmagni og alvara í allra svip,
því
nú vissi fólkið meira um hvað
stríð í raun og veru þýddi. Það var
uggur og ótti í huga Þorgerðar þann
^ag og hún hafði farið út í garðinn
sinn til að hlúa að blómum, það var
hetra að hafa eitthvað fyrir stafni.
^kömmu fyrir kvöldverðartíma kom
s°nur hennar heim og sagði henni,
hann væri ákveðinn í því að inn-
ritast í herinn nú þegar, það væri
á mönnum og hann ætlaði sér
j-kki að bíða eftir herskyldu, svo
ætti hann við stillilega og alvar-
■lega: “Eg vejt mamma) ag þú ert á
aarna máli, skilur að mig langar að
eta í fótspor föður míns, þú hefir
ent mér að heiðra minningu hans.”
rómnum lá bæn og efi, í svipnum
°st ákvörðun. Hún kendi til eins
ug hnífur hefði verið rekinn í hjarta
ennar. en reyndi samt að dylja hve
^kið henni varð um, henni fanst
utúa leggja um sig og ólgandi
storrnöldur æða á milli þeirra. Þarna
ar það skeð sem hún hafði óttast.
4*-1 a^ar hennar brýr að hrynja?
in^'1^ Þessa drengs líka að sogast
u i hvirfilbyl stríðs og styrjalda?
Un studdi höndunum fast ofan í
moldina andartak og reis svo snögg-
lega á fætur, hreyfingin hjálpaði
henni til að ná jafnvægi og án þess
að nokkur breyting eða geðbrigði
lægju í rödd hennar, spurði hún
fremur þurlega: Hvað varðar okkur
um urgið og landaþræturnar í Ev-
rópu?
Án þess að segja meira gekk hún
þvert yfir grasflötinn og flýtti sér
inn í húsið, þar hamaðist hún svo í
eldhúsverkunum og háði þar eitt
þetta innra stríð, sem mannshugur-
inn á svo oft í. Ákvörðun hennar
varð sú, að lofa syni sínum að hafa
algerlega frjálsar hendur. Hann var
full aldra maður, sem átti ráð á sjálf-
um sér og sínum gjörðum. Hitt var
annað mál, hvað tilfinningar hennar
töluðu, þegar sonur hennar sagði í
raun og veru skoðunum hennar og
áhugamálum stríð á hendur, því hún
hafði varast að ala hann upp við
hernaðardýrkun. Hún hafði líka
varast, að kasta skugga á æskuár
Sæmundar litla, með því að segja
honum frá sínum þyngstu stundum,
þær tilheyrðu henni einni. Hún
hafði ekki heldur sagt honum frá
sínum björtustu vonum, sem flestar
voru í sambandi við hann. Gleði og
sorg eru einkamál hugans, sem aldrei
verða sögð til hlítar með orðum.
Aðrir finna stundum bjarmann eða
húmið, sem manneskjurnar eiga í sál
sinni, en þó ekki nema lítinn hluta
þess, sem inni fyrir býr.
Hver getur lýst hamingju sinni
með orðum? Hver getur lýst dýrð
morgunsólarinnar eða fegurð sólar-
lagsins? Mannsaugun sjá og hug-
urinn dáir dýrð ljóssins, en menn ná
henni aldrei til fulls í orð, línur eða
liti. Hver getur dregið rétta mynd af