Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Síða 100
78
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
þeim undrandi töfrum sem nóttin á
yfir að ráða þegar hún er stjörnum
krýnd og logagull norðurljósanna
leikur um skikkjufald hennar? Svo
er með mannshugann, þar eru margs-
konar tilfinningar og undarleg lit-
brigði. — Það var nótt í huga henn-
ar, en það voru líka Ijósblik og loga
gull, sem flögruðu á þeim nætur
himni. Sonur hennar var ekki hug-
leysingi. Hann hafði verið morgun-
birtan og sólarljósið í lífi hennar.
Það byrjaði snemma að hún hafði
hann til að styðjast við. Nokkrum
dögum áður en hann fæddist frétti
hún um fall bróður síns. Hún hafði
grátið heitum tárum ofan í litla
kollinn á nýfæddu barninu og þannig
skírt hann í huga sér Sæmund.
Skömmu síðar hafði hún kvatt mann
sinn með brosi á vörum, en blæð-
andi hjarta og látið litlu hendina
veifa til hans. Og í tvö ár var Sæ-
mundur litli sólargeislinn. Hún
hafði grátið fegins tárum þegar faðir
hans kom til baka og líka felt tár
yfir því að sjá hve mörg þroskaár
hans höfðu horfið á þessum tveimur
síðustu árum. Ferðalag þeirra ára
hafði legið “yfir frera harða, furðu-
gljúfur og margar urðir.”
Þær myrku myndir geymdi hún
nú inni í djúpum hugans. Það brá
fyrir í huga hennar einni mynd frá
þeim árum, sem hún hafði aldrei
getað gleymt. Gömul kona, sem kom
á járnbrautarstöðina af og til, þegar
hermenn komu heim, smávaxin, slit-
leg með þrútnar vinnuhendur, snjáð-
ar spjarir héngu utan á henni og
hún mændi löngum, vonlausum aug-
um á hvern einasta hermann, sem
framhjá gekk. Þorgerður hafði
spurst fyrir um hver þessi kona
væri. Hún var móðir, sem hafði að
einhverju leyti tapað sönsunum, var
altaf að leita að syni sínum, sem
hafði fallið á Frakklandi. Menn litu
hana vorkunar augum, lífið hafði
orðið henni ofraun. Og svo mundi
Þorgerður líka hetjuhátt og úthald
manna og kvenna sem höfðu tínt
saman brotasilfrið. —
Einmanaleg og ráðþrota braut hún
heilann um hvort hún ætti að láta
reynslu sína og óhug gagnvart styrj-
öldum ráða því svari, er hún gæfi
syni sínum. Var hún að hugsa um
að verða svo aumkvunarverð smásál
að senda Sæmund burtu frá sér í
álögum, álögum ófrelsis og van-
þóknunar. Var hún að hugsa um
að reyna til að binda sál hans þess-
um hlekkjum, sem kúgun og eignar-
réttur hafa á reiðum höndum. Jafn-
vel sjálfur kærleikurinn visnar upp
í þeim böndum. Hvað, sem henni
leið, þá átti hann rétt til þess að fara
frjáls og óháður. Hugur hennar,
ástarhugur hennar mundi fylgja
honum, hvert sem hann færi, jafn-
vel út yfir gröf og dauða.
Og svo hafði hann farið og var nú
þar, sem hvorugt þeirra hefði
dreymt um, í canadiska setuliðinu
heima á fslandi. Hún hafði aldrei
ísland augum litið, en var nú farin
að sjá töluvert skýrt ýmsar myndir>
sem sonur hennar brá upp í bréfum
sínum bæði af fólkinu og landinu-
Hún kunni bréfin utanað og bar
saman í huga sér hversu ólíkt fyrsta
bréfið var því, sem hún fékk nú fyrir
fám dögum. f fyrsta bréfinu
sér óyndi og heimþrá. — “Eg var
fyrir vonbrigðum þegar eg sá þetta
hrjóstruga, hrikalega land. Sjórinn
skolgrænn, úfinn með öldukömbunu