Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 103

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 103
ÚR ÞOKUNNI 81 auga fyrir fegurð landsins. Hann rissaði upp mynd af mér, sem hann kallar: “Hugsjóna hrifning”. Þú settir að sjá hana !! Mér þykir gam- an að þessari mynd, en eg er hálf sár við hann út af annari mynd, sem hann hefir nýlega dregið. Myndin er af ungri stúlku, er okkur kemur saman um að sé ein sú fegursta stúlka, sem við höfum nokkurntíma séð. Og myndin er fögur, ekki vant- ar það, en þó er hún rangfærð, því í svipnum liggur harka og kuldi og augun loga af andúð, sem er í al- gjörðri mótsetning við sviplag og augu stúlkunnar sjálfrar. Neðan undir myndina skrifaði hann svo með stórum stöfum: “Beauty lives with kindness!” Eg varð fokreiður við hann út af þessari mynd og gaf honum rauðann dauðann. En hann hló og sagði mér að þetta væru hugsanir hennar gagn- vart okkur, sem hún hyldi undir sléttu andliti, tömdum svip og lát- bragði, svo bætti hann við: “Farðu þér hægt drengur minn!” — Jim þurfti ekki að gefa mér neinar ráð- leggingar, því mér er full kunnugt Urn, að eg er ekki sjálfs míns herra á meðan stríðið stendur yfir og að framtíðin er að öllu leyti óráðin. ^essi stúlka er sonardóttir gamalla bjóna, sem enn eru lifandi og voru vinafólk og nágrannar afa og ömmu áður en þau fluttu vestur til Canada. öll fjölskyldan tók mér strax opn- um örmum, þegar þau vissu að eg Var sonar sonur Jóns og Vilborgar frá Hólmi. Heimilið er stórmyndar- ^egt og eg hefi oft komið þangað. En eg reyni að hafa þann hemil á tilfinningum mínum að láta ekki á því bera hve hrifinn eg er af yngstu dóttur hjónanna. Kannske er það aðeins stundarhrifning — kannske hefi eg fundið þarna æfintýri lífs míns. — En á meðan alt mitt ráð er í lausu lofti, hefi eg bundnar hendur. Eg eyði samt ekki öllum frístundum mínum í óákveðna ástadrauma. Mér til gamans hefi eg safnað öllum þeim blómum og jurtum, sem eg hefi náð höndunum til, þetta safn mitt er skrásett með teikningum og eg hefi þurkað margar jurtirnar. Svo grasa- fræðin hefir borið svolítinn árangur. Gróðurinn hér er einkennilega fjöl- breyttur og ilmandi. Það er hér meiri grænka en mig grunaði í fyrstu. Mér hefir farið fram í íslensku töluvert, hefi bæði lesið hana og talað í sumar. Eg hefi meira að segja lært að skilja vísu Gríms: Aldnar róma raddir þar, reika svipir fornaldar hljótt um láð og svalan sæ, sefur hetja á hverjum bæ,----- Æfinlega þegar eldra fólkið vestra söng þessa vísu á samkomum, fanst mér alveg sérstakur kraftur koma í sönginn, einhverskonar sigurhTjómur yfir því, að öldnu raddirnar í því sjálfu bæru langt af söng unga fólks- ins, svona á flestum sviðum. Nú skil eg vísuna! Það hefir oft stytt mér stundir og gefið mér umhugsunarefni að hlusta á “Bretland tala” í útvarpið. Út úr myrkri Lundúna-borgar hafa hljóm- að raddir hugprúðra manna. Hend- ingar úr fegurstu ljóðum Breta hafa lýst upp nóttina, hetjum Shake- speares oft brugðið fyrir á sviðinu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.