Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 106
84
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Engin æðra, ekkert undanhald var í
svip eða göngulagi þessara drengja.
Þeir voru á hergöngu. Hún óskaði
þeim sigurs um leið og hún horfði á
eftir þeim þar, sem þeir gengu eftir
miðju strætinu, undir laufhvelfing-
um trjánna. Henni fanst alt í einu,
að hún horfa inn í voldugar musteris
hvelfingar, þar sem meistara hendur
hefðu málað haustliti laufanna og að
þessir menn, væru á leið inn í
musteri hins mikla höfundar lífsins,
með mátt sinn og vanmátt, vonir og
bænir. — Hún fylgdist með þeim í
huganum, og bað þeim sigurs, — þess
mikla sigurs, að mannréttindum og
friði yrði lífvænt á jörðunni. — Það
var ekki regnúði, sem vætti kinnar
hennar, — nú hafði hún fundið svar-
ið við bréfi sonar síns. — —
Eftir P. S. Pálsson
“Sumum hvíla þau álög á
aldrei fögrum tóni að ná,
þó að þeir eigi enga þrá
aðra en þá að syngja.”
Nú er þessi næðings-stormur liðinn,
Nóttin komin.—Þreyttur hlaustu friðinn.
Þér varð köld og bitur langa biðin.
Barningssamt er oft um hinstu miðin.
Klæðlítill við kulda og hríð að berjast
Kunnir þú,—og glettum þeirra verjast.
Þín var ósk með sól í lið að sverjast.
Seglin hækka—ef fleytan var að skerjast.
Þér var gefin þrá til ljóða og sagna,
Þrá, sem flestum virðist lítið gagna.
Mörgum verður hálfum hleif að fagna,
Hraknings-för að gröf—með tóma vagna.