Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Qupperneq 109
UJm ósamræmi og| óseEiiiiifiEeiRa
í Msginisa^IÞóriggög^ffl
Eftir Pierre Naert
Höíundur þessarar greinar, sem hér fer á eftir, er franskur að
sett og uppruna. Hann hefir útskrifast með hæsta mentastigi í föður-
iandi sínu, og auk þess stundað hærra nám í öðrum löndum. Hann
er enn ungur maður, en hefir þó annað því, að nema bæði tungumál
og bókmentir annara mentaþjóða, þar á meðal íslensku og íslensk
fræði, svo vel, að hann kvað tala þau og rita svo sem innfæddir,
eins og þessi grein ber best vitni. Hann er nú sem stendur prófessor
í frönsku og frönskum bókmentum við hinn forna háskóla Svíanna
i Lundi, og leggur um leið stund á sænskar bókmentir. Svo sem sjá
má, hefir hann sökt sér ofan í fornbókmentir vorar, og hefir meðal
annars þýtt Hrafnkelssögu Freysgoða á frönsku. En auk þess hefir
hann og þýtt nútíðarljóð austur- og vestur-íslensk, og hefi eg það
eftir þektum tungumálamanni, að orðbragð þeirra sé leiftrandi. —
Um fræðigildi greinarinnar ætla eg að láta þá prófessorana, Naert
og Nordal, eina og óáreitta. En það fyrirdæmi, er hún og höfundur
hennar gefur, á sérstakt og brýnt erindi til yngri kynslóðanna meöal
vor Vestur-íslendinga. Hér er ungur mentamaður frá einni hinni
glæsilegustu bókmenta og fagurlista þjóð heimsins, sem ekki aðeins
álítur það ómaksins vert, að læra íslensku lauslega til þess að geta
fengið yfirlit yfir bókmentir vorar, heldur sökkvir sér ofan í hvort-
tveggja með nákvæmni og innsýn vísindamannsins. Hvað ættu ekki
vorir ungu og upprennandi vestur-íslensku mentamenn og konur
að geta gjört?—Ritstj.
1 þessari grein er rætt um ýms ó-
samræmi, sem koma fram í Hænsa-
•^órissögu. Flestum af þeim hefir
þegar verið tekið eftir, en skýringar
Pær, sem þeim hafa verið gefnar, eru
ekki alt af fullnægjandi. Hér mun
^erða reynt að gefa nýjar skýringar
°g bent á nýja kafla, þar sem,
a minni hyggju, er um ósamræmi að
ræða, sem ekki ennþá hefir verið
tekið eftir.
Sem undirstöðu til þessarar rann-
®°knar, notaði eg mest þann ágæta
°rmála sem Sigurður Nordal samdi
yrir söguna í útgáfu hans af Borg-
firðingasögum, sem kom út í Reykja-
vík 1938 hjá Hinu íslenska fornrita-
félagi.D Það sem Sigurður Nordal
skrifar þar um söguna virðist mér
vera það allra nýjasta um þetta efni
og ætla eg ekki að segja neitt gegn
því.
En þó maður þurfi ekki að segja
neitt á móti niðurstöðum Sigurðar,
þá er ef til vill hægt að segja meira
og komast að nýjum niðurstöðum,
og er það meiningin með því, sem
hér fylgir.
1) Hér á eftir verður bent á þessa
bók með styttingunni B. S.