Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 111
UM ÓSAMRÆMI í HÆNSA-ÞÓRISSÖGU
89
“eftirmálin”. Er hér átt við hin
sögulegu eftirmál eða við þau, sem í
sögunni er sagt frá? Því hvað gerir
það til, að Egill hafi í raun og veru
ekki tekið þátt í eftirmálunum? —
Söguritarinn hlýtur samt að hafa
orðið að láta hann gera það, eftir
að hann var búinn að gera hann að
skyldmenni þess manns, sem inni var
brendur. Að hann gerir það ekki
gegnir þá furðu, þrátt fyrir ofanget-
in orð Sigurðar, og ástæða, eða á-
stæður þessarar þagnar hans hafa,
að minni hyggju, ekki verið nógu
oákvæmlega athugaðar. Heldur ekki
fullnægjandi sýnist mér önnur skýr-
ingartilraun, sem Sigurður gerir og
við skulum nú víkja að.
Eftir því, sem álykta má af neðan-
málsgrein einni í B. S. (XVII, nmgr.
f) sýnist nefnilega Sigurður Nordal
álíta, að höfundurinn “ef til vill”
leiði það hjá sér viljandi að minnast
á Egil, af því að honum þótti tor-
skilið, hve Mýramenn, eftir þögn
íslb. og Egilss. um þetta efni, komu
okki við eftirmálin, og að hann þess-
vegna vildi ekki snerta með neinu
svo leyndardómsfult mál.
En þetta finst mér mjög ótrúlegt.
hverju skyldi maður, sem í margs-
konar tilfellum ekki vílar vitund
fyrir sér að breyta alveg frásögn
gamalla og fróðlegra heimilda — og
enginn efast minna um, að hann geri
Það, en Sigurður sjálfur, af hverju
Segi eg, skyldi þessi maður óttast að
brófla einu sinni enn við texta Ara,
því frekar að hér hefði ekki verið
^m djarfa umbreytingu heimildar-
mnar að ræða en að eins um eðlilega
viðbót?
Ef höfundur sögunnar hefði virki-
^ega trúað, að maður sá, sem inni var
brendur hafi raunverulega verið
systursonur Egils, þá hefði hann
vafalaust ekki slept því tækifæri, að
gera sögu sína áhrifameiri með því
að láta svo frægan mann, sem Egill
var, taka á einhvern hátt þátt í henni.
En eg hef aldrei ímyndað mér, að
höfundurinn hafi nokkurn tíma haft
nokkra trú á því, sem hann sagði
frá. Fjarri fer því, eins og Sigurður
Nordal sjálfur bendir á, af því að
höfundurinn, alveg eins og höfund-
ur Hrafnskelssögu t. d. er “ekki ein-
ungis skrásetjari fróðleiks og munn-
mæla, heldur líka skáld”. Og svo er
það vel skiljanlegt, þegar hann hefir
einu sinni ruglað Blund-Kötlunum
saman og gert úr þeim og Þorkatli
eina einustu manneskju, eins og hann
gjörði, að hann hafi gleymt smá-
saman, hvaða maður það átti að vera,
sem hann talaði um og hvaða álykt-
anir hann átti að draga af því, ef sá
maður, sem hann lét brenna inni,
hafi í raun og veru verið Blund-
Ketill Geirsson. Þetta væri ekki
eina dæmið af kæruleysi, hyggju-
leysi, umhugsunarleysi og óstaðgæði
höfundar í meðferð efnis hans.
Til þess að styðja þessa skoðun
mína þarf eg, hvað þekt dæmi snertir
eins og þær kynlegu hugmyndir, sem
koma fram hjá honum um vega-
lengdir og lesandinn hlýtur að taka
eftir, bara að benda á formála B. S.
(XXV og XXXII—XXXIII), þar
sem Sigurður Nordal skrásetur heila
röð þvílíkra ósamræma.
En það er enn fremur einn staður
í henni, sem enginn, svo að eg viti,
hefir sérstaklega gefið gaum að og
það eru þessi orð Gunnars til Þórðar
gellis í byrjun XI kapítulans: “faðir
hans (þ. e. Hersteins) hefir þat