Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 113

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 113
UM ÓSAMRÆMI í HÆNSA-ÞÓRISSÖGU 91 það ekki nokkuð snemt að fara að láta af hendi búið? Sérstaklega þeg- ar um svo stóran búskap er að ræða, sem búskapur Blund-Ketils var. Það gegndi furðu, að Gunnar hefði þor- að að ráða þvílíkri fullyrðingu, eins og hann gerir hér, ef það hefði raun- verulega verið Blund-Ketill Geirs- son, sem hann átti við. Hann hefði vafalaust verið alt of hræddur um að verða fyrir spurningum frá Þórði, sem hefði ekki verið svo létt að svara. Þessvegna er það mín skoðun, að Gunnar eigi hér við annan mann en þann, sem inni var brendur. Hvaða maður er það þá sem hann, eða réttara sagt, sem höfundurinn á hér við? Til þess að geta svarað þessari spurningu verðum við að hafa ættartölurnar greinilega fyrir augum. Eftir því, sem af ýmsum áhyggilegum heimildum er hægt að álykta, kemst maður að þeirri niður- stöðu, sem verður sýnd hér að neðan. Sögulegar ættartölur Örnólfur, f. ?; nam land ? Blund-Ketill, f. 880—890. Þorkell, f.e. 910—915 (brendur). Hersteinn, f.e. 935—940. Geir, f. ?; kv. 920. Blund-Ketill, f. 920—21, í hæsta lagi, (ekki brendur). Nú er það auðsætt, að hinn raun- verulegi faðir Hersteins, Þorkell Blund-Ketilsson Örnólfssonar, var eldri en sá, sem höfundurinn lætur hrenna í hans stað, og aldursmunur a þeim mun hafa verið eitthvað um 10 ár, því að þessi munur hefir verið 30 4o ár á Blund-Kötlunum (sjá • S. XVIII). Þá gat söguritarinn miög vel hugsað sér að láta hann hafa í ráði að hætta búskap, því að hann tók þá að eldast nokkuð. Enda var það ekki svo mikið, sem hann gaf upp, eins og við sögðum áður. Já, en þessi maður er einmitt sá, sem inni var brendur! Án efa, hann er það í raun og veru, hann hefir verið það einhverntíma í sögunni, en hann er það ekki lengur í hug höf- undarins, sem eftir svo margskonar ruglanir var ekki lengur alveg viss á því, hver hinn sögulegi sannleikur var. Enda er það eðlilegt, að hann hafi ekki lengur hugsað um, að Her- steinn var sonur þess manns, sem inni var brendur (Þorkels), af því að hann hefir frá upphafi slept hon- um. En nú eigum við eftir að athuga ástæður þær, sem hafa getað leitt höfundinn til þvílíkrar ruglunar. Ætli að þessi ruglun hafi einungis stafað frá eintómu umhugsunarleysi höfundar? Því sýnist mér fjarri fara. Eg held miklu frekar, að höfundur- inn hafi orðið hér fyrir einhverskon- ar ytri áhrifum. Hví ekki að halda til dæmis, að hann hafi haft skrifaðar heimildir undir höndum, sem nú eru glataðar, þar sem þetta samtal Gunnars og Þórðar hafi staðið, í allt öðru sam- bandi ef til vill, og þar sem hinn brendi maður hafi ekki verið Blund- Ketill Geirsson? Þetta finst mér alls ekki ósennilegt. Miklu ósenni- legra finst mér að halda, eins og allir sérfræðingar hafa hingað til gert, að milli 962, árs brennunnar og 1250—70, ritunartíma sögunnar, hafi ekki verið skrifað neitt um jafn merkilegt og eftirtektarvert efni, og þessi brenna var. Þetta sýnist manni ennþá ótrúlegra, þegar munað verð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.