Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 113
UM ÓSAMRÆMI í HÆNSA-ÞÓRISSÖGU
91
það ekki nokkuð snemt að fara að
láta af hendi búið? Sérstaklega þeg-
ar um svo stóran búskap er að ræða,
sem búskapur Blund-Ketils var. Það
gegndi furðu, að Gunnar hefði þor-
að að ráða þvílíkri fullyrðingu, eins
og hann gerir hér, ef það hefði raun-
verulega verið Blund-Ketill Geirs-
son, sem hann átti við. Hann hefði
vafalaust verið alt of hræddur um að
verða fyrir spurningum frá Þórði,
sem hefði ekki verið svo létt að
svara. Þessvegna er það mín skoðun,
að Gunnar eigi hér við annan mann
en þann, sem inni var brendur.
Hvaða maður er það þá sem hann,
eða réttara sagt, sem höfundurinn á
hér við? Til þess að geta svarað
þessari spurningu verðum við að
hafa ættartölurnar greinilega fyrir
augum. Eftir því, sem af ýmsum
áhyggilegum heimildum er hægt að
álykta, kemst maður að þeirri niður-
stöðu, sem verður sýnd hér að neðan.
Sögulegar ættartölur
Örnólfur, f. ?; nam land ?
Blund-Ketill, f. 880—890.
Þorkell, f.e. 910—915 (brendur).
Hersteinn, f.e. 935—940.
Geir, f. ?; kv. 920.
Blund-Ketill, f. 920—21,
í hæsta lagi, (ekki brendur).
Nú er það auðsætt, að hinn raun-
verulegi faðir Hersteins, Þorkell
Blund-Ketilsson Örnólfssonar, var
eldri en sá, sem höfundurinn lætur
hrenna í hans stað, og aldursmunur
a þeim mun hafa verið eitthvað um
10 ár, því að þessi munur hefir verið
30 4o ár á Blund-Kötlunum (sjá
• S. XVIII). Þá gat söguritarinn
miög vel hugsað sér að láta hann
hafa í ráði að hætta búskap, því að
hann tók þá að eldast nokkuð. Enda
var það ekki svo mikið, sem hann gaf
upp, eins og við sögðum áður.
Já, en þessi maður er einmitt sá,
sem inni var brendur! Án efa, hann
er það í raun og veru, hann hefir
verið það einhverntíma í sögunni, en
hann er það ekki lengur í hug höf-
undarins, sem eftir svo margskonar
ruglanir var ekki lengur alveg viss
á því, hver hinn sögulegi sannleikur
var. Enda er það eðlilegt, að hann
hafi ekki lengur hugsað um, að Her-
steinn var sonur þess manns, sem
inni var brendur (Þorkels), af því
að hann hefir frá upphafi slept hon-
um.
En nú eigum við eftir að athuga
ástæður þær, sem hafa getað leitt
höfundinn til þvílíkrar ruglunar.
Ætli að þessi ruglun hafi einungis
stafað frá eintómu umhugsunarleysi
höfundar? Því sýnist mér fjarri fara.
Eg held miklu frekar, að höfundur-
inn hafi orðið hér fyrir einhverskon-
ar ytri áhrifum.
Hví ekki að halda til dæmis, að
hann hafi haft skrifaðar heimildir
undir höndum, sem nú eru glataðar,
þar sem þetta samtal Gunnars og
Þórðar hafi staðið, í allt öðru sam-
bandi ef til vill, og þar sem hinn
brendi maður hafi ekki verið Blund-
Ketill Geirsson? Þetta finst mér
alls ekki ósennilegt. Miklu ósenni-
legra finst mér að halda, eins og
allir sérfræðingar hafa hingað til
gert, að milli 962, árs brennunnar og
1250—70, ritunartíma sögunnar, hafi
ekki verið skrifað neitt um jafn
merkilegt og eftirtektarvert efni, og
þessi brenna var. Þetta sýnist manni
ennþá ótrúlegra, þegar munað verð-