Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 116
94
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
hlíðar mun vita, er Örnólfsdalur full-
ur af smáhólum og þúfum, sem mjög
vel geta dulið lágar og rýmindalitlar
rústir, eða hvað segir Matthías Þórð-
arson um það?
Það væri víst ekki alveg árangurs-
laust að ráðast í nákvæmar rannsókn-
ir á þessum slóðum. Ef farið væri
í grafgötur um þetta efni, þá mundi
gegna furðu að ekkert fyndist.
PIERRE NAERT,
í Lundi, 1940■
Eftir Kristian Johnson
Þessi dagur þrýtur eins og hinir
Því að allir dagar eiga kvöld.
Skömm er stund að skilnað, kæru vinir,
Skuggar þrengja inn um hugar-tjöld.
Oss var tíðum Ijúft og létt að gleðjast,
Lífsins sólarbirtu nutum vér.
Hitt mun verða þyngri þraut að kveðjast,
Það er húmið, sem á eftir fer.
Víst er og að ýmsar stærri þrautir
Yfirstíga verði hver, sem má.
Æskan velur einatt hálar brautir,
Á í vonum settu marki að ná.
Keppum eftir því, sem nú vér þráum
Þorum enn að taka nýja leið.—
Þótt í kvöld vér sýnir fáar sjáum
Sólin skín að morgni glæst og heið.
Hvar sem helst vér hreyfumst meðal þjóða
Hyllum aldrei það, sem miður fer;
Stundum æ hið fagra, göfga, góða,
Göngum fram sem prúðum drengjum ber.
Hvernig sem að atvik háttum haga
Höldum trútt um mannorð okkar vörð.
Munum, elskum alla lífs um daga
Óð og sögu, guð og fósturjörð.