Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 117
Eftir Gísla Jónsson
A árinu sem leið varð félag vort
tuttugu og eins árs gamalt, eða full-
myndugt, eins og komist var að
°rði heima á föðurlandinu. Þessa
hefði því átt að minnast í Tímariti
síðasta árs. En með því að það varð
föðurlaust skömmu fyrir fæðinguna,
við fráfall Dr. Rögnvaldar Péturs-
sonar, þá féll þetta niður. Hann
hafði líka skrifað ítarlega og ágæta
Srein í næsta árgang á undan, á tví-
tugs afmæli þess. Er þar greinilega
sagt frá ástandinu á meðal vor fyrir
tuttugu árum og áður, tildrögunum
sð stofnun félagsins og frá stofnun-
!uni sjálfri, lögum þess og tilgangi.
síðustu er og yfirlit yfir starf-
semi þess fram að þessu. Einu var
þú slept — líklega af ásettu ráði —
því, hverjir hefðu mest stutt félagið
°g veitt því forstöðu síðan það hóf
göngu sína.
Þetta yfirlit yfir verkamenn fé-
iagsins á því að verða nokkurskonar
eftirmáli við nefnda ritgerð.
^ið lauslegt yfirlit yfir þing-
^undargerðir félagsins kemur fyrst í
^jús, að yfir 50 manns hafa skipað
sæti í aðal-stjórnarnefnd þess frá
byrjun. Sýnist þetta í fljótu kasti
aiihá tala. En þegar þess er gætt,
að 1^9 menn hefðu getað átt þar
Sa£ti, verður fyrsta talan naumast
talin há. Af þessum 51 nefndar-
^nna hafa 18 verið aðeins eitt ár í
•^fndinni og 7 í tvö ár —: margt
agætra manna, sem ýmist dóu, fluttu
a brott eða sökum anna ekki gátu
siunt félagsstörfum. Eru þá eftir
26, er setið hafa í þrjú eða fleiri ár,
og aðeins 15 af þeim í fimm ár og
yfir.
Aldursforseti nefndarinnar er Árni
Eggertsson með 16 ár, þá Dr. Rögn-
valdur Pétursson og Ásmundur P.
Jóhannsson með 11 ár hvor, og Jón
J. Bíldfell með 10 ár. f þessu sam-
bandi er eitt mjög eftirtektarvert
atriði, sem sé, að ekki ein einasta
kona hefir nokkru sinni verið kosin
í stjórnarnefnd, og er það oss lítt til
hróss. Þó munu konur hafa við og
við átt sæti í nefndum sumra deiid-
anna.
Forsetar félagsins hafa verið
fimm. Lifa nú aðeins tveir þeirra,
þeir: séra Albert Kristjánsson og
Jón J. Bíldfell. Hinir þrír eru látn-
ir: Séra Jónas A. Sigurðsson, séra
Ragnar E. Kvaran og nú síðast Dr.
Rögnvaldur Pétursson. Voru allir
þessir menn stórgáfaðir, vel mentað-
ir og áhrifaríkir, hver í sínum
verkahring, og létu sér ant um hag
og virðingu félagsins.
Séra Jónas var, svo sem kunnugt
er, atkvæðamaður, vel að sér í ís-
lenskum fræðum, mælskumaður hinn
mesti og skáld gott. Hann var for-
seti á sjöunda ár.
Séra Ragnar var rithagur, mál-
snjall og listrænn, söngmaður ágæt-
ur, leikari með afbrigðum og glæsi-
menni hið mesta. Hann var forseti
í tvö ár, en als 8 ár í stjórnarnefnd.
Dr. Rögnvaldur var fyrsti og síð-
asti forseti félagsins á þessu tíma-
bili, eða samtals í 6 ár. Auk þess