Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 118
96
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
var hann skrifari í 5 ár. Voru gáfur
hans alhliða og mentun víðtæk.
Blandast víst fáum hugur um, að
áhrif hans hafi verið heillaríkust og
atkvæðamest í þarfir félagsins. Og
með því að hann var ritstjóri tíma-
ritsins frá upphafi — þó nafn hans
standi ekki á tveimur fyrstu árgöng-
unum — þá var hann óslitið hinn
mest andlega starfandi verkamaður
félagsins. Stóð hann og í stöðugu
sambandi við marga bestu rithöfunda
og mentamenn heimaþjóðarinnar, og
aflaði með því félaginu álits og rit-
inu jafnframt margvíslegs efniviðar.
Hann skrifaði og í það sjálfur marg-
ar ágætar ritgerðir af miklum fróð-
leik og sanngirni. Var stíll hans
alt í senn — kjarnyrtur, skáldlegur
og þó auðskilinn, og laus við flest
þessi nýtísku tildurorð og slangur-
mæli, sem svo margir virðast nú
þunglega haldnir af. Hann útveg-
aði og efni ýmislegs eðlis frá mörg-
um ágætustu skáldum og rithöfund-
um þjóðarinnar. Þá leiddi hann og
þar til sætis, og studdi á sinn holla
og óeigingjarna hátt, unga og áður
óþekta rithöfunda, sem síðar hafa
fengið almenna og maklega viður-
kenningu. Hika eg eigi við að stað-
hæfa, að hann hafi gefið tímaritinu
þann virðingarsess, að það megi telja
í fremstu röð íslenskra ársrita.
íslendingar eru alment taldir ein
bókgefnasta þjóð í heimi. Þó er lík-
lega hvergi eins erfitt að gefa út
bækur, eins og meðal þeirra. Eftir
lesenda fjölda þyrftu íslenskar bæk-
ur að seljast 5—10 sinnum dýrara
en bækur flestra annara þjóða, sem
telja íbúa í miljónum í stað þúsunda.
Auðvitað á ekkert slíkt sér stað.
Fyrsta útgáfa af íslenskri bók selst
lítið eða ekkert hærra en fyrsta út-
gáfa af annara þjóða bókum, þótt
ójafnt sé um markaðinn. Samt má
óhætt fullyrða, að enn torveldara sé,
að gefa út tímarit á íslensku og láta
þau borga sig. Mátti því telja það
óðs manns æði fyrir eins fámennan
hóp og Vestur-íslendinga, og þá
Þjóðræknisfélagið sérstaklega, að
reyna til að gefa út ársrit. Þetta var
félagsstjórninni þegar í upphafi
ljóst. Var því gripið til þeirra ráða,
að safna auglýsingum til að bera
kostnaðinn. Hefir félaginu verið
láð það af sumum, sem lítið skyn
bera á útgáfu tímarita. Sannleikur-
inn er sá, að ekki eitt einasta af
hinum stórvöxnu viku og mánaðar
ritum þessa lands, sem sum hver
selja á fjórðu miljón eintaka, mundu
koma út degi lengur, ef allar aug-
lýsingar hættu, jafnvel þótt sölu-
verðið yrði aukið að mun. Eins og
nú standa sakir, hrekkur áskriftar-
gjaldið varla fyrir útsendingu og
sölulaunum. Allur ágóði, prentunar-
kostnaður, pappír, ritstjórn og rit-
laun, sem oftast eru afarhá — jafn-
vel alt að einum dollar fyrir hvert
orð — verður að fást inn fyrir aug-
lýsingar. Tímarit Þjóðræknisfélags-
ins er því engin undantekning. Enda
hefir auglýsingasöfnun félagsins
hepnast nærri óskiljanlega vel. Staf-
ar það fyrst og fremst af tveimur
aðal ástæðum. Hin fyrri er sú,
verslanir, iðnaðarfyrirtæki, og aðrir
athafnamenn og sérfræðingar þessa
lands, eru yfirleitt góðviljaðir í gaf^
íslendinga. Hin síðari, og eigi hin
veigaminni, er sú, að félagið hefir
verið svo lánsamt, að hafa haft 1
stjórnarnefndinni áhugasama atorku-
menn á flestum tímum, er séð hafa