Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 118

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 118
96 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA var hann skrifari í 5 ár. Voru gáfur hans alhliða og mentun víðtæk. Blandast víst fáum hugur um, að áhrif hans hafi verið heillaríkust og atkvæðamest í þarfir félagsins. Og með því að hann var ritstjóri tíma- ritsins frá upphafi — þó nafn hans standi ekki á tveimur fyrstu árgöng- unum — þá var hann óslitið hinn mest andlega starfandi verkamaður félagsins. Stóð hann og í stöðugu sambandi við marga bestu rithöfunda og mentamenn heimaþjóðarinnar, og aflaði með því félaginu álits og rit- inu jafnframt margvíslegs efniviðar. Hann skrifaði og í það sjálfur marg- ar ágætar ritgerðir af miklum fróð- leik og sanngirni. Var stíll hans alt í senn — kjarnyrtur, skáldlegur og þó auðskilinn, og laus við flest þessi nýtísku tildurorð og slangur- mæli, sem svo margir virðast nú þunglega haldnir af. Hann útveg- aði og efni ýmislegs eðlis frá mörg- um ágætustu skáldum og rithöfund- um þjóðarinnar. Þá leiddi hann og þar til sætis, og studdi á sinn holla og óeigingjarna hátt, unga og áður óþekta rithöfunda, sem síðar hafa fengið almenna og maklega viður- kenningu. Hika eg eigi við að stað- hæfa, að hann hafi gefið tímaritinu þann virðingarsess, að það megi telja í fremstu röð íslenskra ársrita. íslendingar eru alment taldir ein bókgefnasta þjóð í heimi. Þó er lík- lega hvergi eins erfitt að gefa út bækur, eins og meðal þeirra. Eftir lesenda fjölda þyrftu íslenskar bæk- ur að seljast 5—10 sinnum dýrara en bækur flestra annara þjóða, sem telja íbúa í miljónum í stað þúsunda. Auðvitað á ekkert slíkt sér stað. Fyrsta útgáfa af íslenskri bók selst lítið eða ekkert hærra en fyrsta út- gáfa af annara þjóða bókum, þótt ójafnt sé um markaðinn. Samt má óhætt fullyrða, að enn torveldara sé, að gefa út tímarit á íslensku og láta þau borga sig. Mátti því telja það óðs manns æði fyrir eins fámennan hóp og Vestur-íslendinga, og þá Þjóðræknisfélagið sérstaklega, að reyna til að gefa út ársrit. Þetta var félagsstjórninni þegar í upphafi ljóst. Var því gripið til þeirra ráða, að safna auglýsingum til að bera kostnaðinn. Hefir félaginu verið láð það af sumum, sem lítið skyn bera á útgáfu tímarita. Sannleikur- inn er sá, að ekki eitt einasta af hinum stórvöxnu viku og mánaðar ritum þessa lands, sem sum hver selja á fjórðu miljón eintaka, mundu koma út degi lengur, ef allar aug- lýsingar hættu, jafnvel þótt sölu- verðið yrði aukið að mun. Eins og nú standa sakir, hrekkur áskriftar- gjaldið varla fyrir útsendingu og sölulaunum. Allur ágóði, prentunar- kostnaður, pappír, ritstjórn og rit- laun, sem oftast eru afarhá — jafn- vel alt að einum dollar fyrir hvert orð — verður að fást inn fyrir aug- lýsingar. Tímarit Þjóðræknisfélags- ins er því engin undantekning. Enda hefir auglýsingasöfnun félagsins hepnast nærri óskiljanlega vel. Staf- ar það fyrst og fremst af tveimur aðal ástæðum. Hin fyrri er sú, verslanir, iðnaðarfyrirtæki, og aðrir athafnamenn og sérfræðingar þessa lands, eru yfirleitt góðviljaðir í gaf^ íslendinga. Hin síðari, og eigi hin veigaminni, er sú, að félagið hefir verið svo lánsamt, að hafa haft 1 stjórnarnefndinni áhugasama atorku- menn á flestum tímum, er séð hafa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.