Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 120
98
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
— þeirra, er mest hafa lagt á sig í
viðhaldi félagsins á síðastliðnu 21
árs tímabili. En auk þess hafa margir
nýtir og ágætir menn haft með hönd-
um stjórn fjölmennra félagsdeilda
hér í bæ og víðsvegar um land. Hafa
þeir vitanlega átt happadrjúgan þátt
í viðgangi félagsins. í þessu sam-
bandi langar mig til að leiðrétta
þann misskilning, sem hefir eigi ó-
sjaldan gert vart við sig, að deildar-
meðlimir séu eigi fullgildir félags-
menn í aðalfélaginu — eins og þeir
komast að orði. Þjóðræknisfélagið
er eitt, og allir meðlimir þess eru
jafngildir aðal félagsmenn, hvort
heldur þeir starfa í deildum eða utan
þeirra. Deildarstofnanir voru heim-
ilaðar í lögunum til aukinnar sam-
vinnu og meira félagsstarfs.
Óhætt má fullyrða, að aldri hafi
hagur félagsins, andlega og fjárhags-
lega, staðið með meiri blóma en nú.
Á ýmsum tímum hefir það átt erfitt
uppdráttar, sem oftast hefir stafað
af getuleysi almennings f járhagslega,
en einkum þó tortryggni og skiln-
ingsleysi á tilgangi þess. Ekki var
frítt við, að reynt væri stundum, að
leggja steina í götu þess, og enn
heyrast við og við einstöku ill-
hvittnis raddir um, að félagið geri
ekkert gagn, eða að það styrki ekki
nóg þetta eða hitt fyrirtækið. En
bæði er það, að slíkar raddir koma
helst frá þeim, sem aldrei hafa á
nokkurn hátt hlynt að því, og í annan
stað er félagið menningarlegs eðlis,
en eigi fjárafla fyrirtæki, svo þess-
háttar hnútur velta því um sjálfar
sig. Efnaðir íslendingar, hér eða
annarstaðar um heim, hafa heldur
ekki, enn sem komið er, séð sóma
sinn eða þörf félagsins í svo björtu
ljósi, að þeir hafi lagt því til stofnfé
til neinna muna, eins og átt hefir
sér stað með samskonar félagsskap
annara þjóða. Aðeins einn fátækur
ökumaður hefir minst þess í erfða-
skrá sinni. Fyr en það tíðkast meir,
hlýtur fjárhagsleg aðstoð til þjóð-
ræknislegra menningarmála ávalt að
verða af skornum skamti. Má þó
engan veginn halda, að félagið hafi
aldrei lagt neitt af mörkum, því
bæði með beinum fjárútlátum, og
fyrir tilhlutan og ráðstöfun þess,
hefir það safnað og borgað út svo
þúsundum dala skiftir til ýmissa
nytsemdarmála.
Landnemaöld vor hér er fyrir
löngu um garð gengin. Þeir, sem
fluttu lifandi orð feðra sinna á vör-
um hingað um haf, eru flestir á út-
leið eða horfnir sjónum. Eftir til-
tölulega fá ár verða þeir allir farnir.
Hvað tekur þá við? Verður nokkur
þörf fyrir Þjóðræknisfélag eftir
það? Eru líkindi til, að hinir ís-
lensku arftakar meti þjóðerni sitt
og uppruna svo dýru verði, að þeir
álíti viðhald þess í einhverri mynd
svara kostnaði? Eða erum við öll á
fleygi ferð inn í hið mikla nirvana
þjóðahafsins?
Hin unga kynslóð er ein megnug
þess, að svara þeim spurningum.