Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Qupperneq 142
120
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
innar voru á síðasta ársfundi 207; síðan
hafa bœtst við 26 nýir meðlimir. Fé-
lagatalan er því 233.
Yfirleitt hefir starf deildarinnar geng-
ið vel á árinu og félagið notið vin-
sælda og lipurðar frá öllum sem leitað
hefir verið til í sambandi við skemtanir
og vill nefndin votta öllum þeim mörgu
sem hafa hjálpað til að gera fundina
skemtilega, fræðandi, og vinsæla.
Þó að nú sé nokkur skuggi yfir fram-
tíð okkar vegna fráfalls okkar mikils-
virta og vinsæla forseta, Dr. Rögnv.
Péturssonar, þá finst mér samt að við
getum horft örugg til framtíðarinnar og
vonast eftir góðum árangri af þjóðrækn-
isstarfinu á komandi ári.
Fyrir hönd deildarinnar “Frón” í Win-
nipeg, 19. febr. 1940.
Hjálmar Gíslason, ritari
Tillaga Sig. Vilhjálmssonar og séra
Sig. Ólafssonar að viðtaka þessa skýrslu
eins og hún var lesin — samþykt.
Davíð Björnsson gaf munnlega skýr-
slu fyrir hönd Minjasafnsnefndar og las
um leið lista þann, sem hér fer á eftir,
yfir gjafir til safnsins.
Munir gefnir í Minjasafnið
frá þingi 1939 til þings 1940
Útskorið stykki úr prédikunarstól á
íslandi frá 1789. Gefið af Jakob Björn-
son, Árborg, Man.
Signet, gefið af Benediktu Helgadótt-
ir, Hnausa, Man.
Jóns postilla, gefin út árið 1767, í
skinnbandi. Bókina átti Guðmundur
Jónsson á Sandy Bar og er nú gefin af
Gunnari Helgasyni, Hnausa, Man.
Gjafir frá Miss Helgu Johnson,
1629—lOth Ave. East, Vancouver, B. C.
1. 6 myndir af 50 ára hátíðinni að
Gimli árið 1925.
2. Ein mynd af Old Folks Home, Gimli.
3. Mynd af 223rd Battalion C.E.F. júlí
1916.
4. Mynd af 222nd Battalion C.E.F. júli
1916.
5. The Land of Books (Grein um Is-
land í John O’Landons Weekly 1935.
6. In Iceland Now (frá Weekly Scots-
man 1935).
7. Iceland saga, eftir Francis H. Stev-
ens. Birtist í Free Press 1938.
8. Gefið af Mrs. Þorgerði Eysteinsdóttur
Magnússon, Winnipeg, Signet, er
átti Jón Jónsson frá Veiðilæk í Mýr-
arsýslu. Dáinn 1893 eða fjögur, þá
rúmlega sjötugur. Signetið er yfir
hundrað ára gamalt.
Þá lagði Ásm. P. Jóhannsson fram
heildarreikning yfir samskotasjóð til
Leifsstyttunnar, og gerði um leið munn-
lega grein fyrir störfum heiðursnefnd-
arinnar frá upphafi. Að endingu las
hann uppkast að þingsályktunartillögu
um ráðstöfun Leifsstyttunnar.
Tillaga séra Sig. Ólafssonar og S. S-
Laxdal, hð reikningunum og hinni
munnlegu skýrslu sé veitt viðtaka —
samþykt.
Reikningurinn fer hér á eftir:
Inntektir og útgjöld fyrir eirlílcan
Leifs Eiríkssonar
Inntektir:
Samskot ....................$2,615.65
Bankavextir ................ -80
$2,616.45
Útborganir
31. jan. 1939, sent Vilhj. Þór....$l,000.00
7. mars, 1939, sent Vilhj. Þór.... 1,000.00
13. apr. 1939, sent Vilhj. Þór.... 500.00
Alls sent fyrir eir-líkanið.$2,500.00
Símskeyti og telephone ........... 32.63
Exchange og frímerki .............. 9.16
Prentun, umslög og pappír .... 10.38
Myndamót, Brigdens ............... 18.00
Á Royal Bank of Canada ........... 46.28
$2,616.45
Á. P. Jóhannsson,
(gjaldkeri söfnunarnefndar)
Endurskoðað og rétt fundið, 5. febr. 1940-
G. L. Jóhannsson S. Jakobsson
Ritari gerði tillögu, er séra Guðmund-
ur Árnason studdi, að forseti skipi 3