Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Síða 149
ÞINGTÍÐINDI
127
krafta hvar sem þeir eru til fullkominn-
ar samvinnu.
Eins og frá var skýrt hljóp Soffanías
Thorkelsson undir bagga með kostnað
fyrstu bókarinnar. En hvað tekur svo
við? óhjákvæmilega hlýtur að líða
nokkur tími frá því að fyrsta bókin er
albúin til prentunar og þangað til fé
kemur inn fyrir sölu hennar. En frá
sjónarmiði nefndarinnar má verkið
aldrei stöðvast; það verður að halda
áfram hindrunar- og tafarlaust. Sé
Þingið á sömu skoðun í þessu atriði, þá
verður það að veita stjórnarnefnd fé-
iagsins heimild til bráðabirgðar fjár-
veitingar milli þinga til nefndarinnar,
ef nauðsyn krefur. En bæði þingið og
stjórnarnefndin mega treysta því að
ekki verður farið fram á neitt slíkt
nema því að eins að óhjákvæmilegt sé.
Þetta er mál Þjóðræknisfélagsins; það
er nauðsynjamál og metnaðarmál, sem
ellum ætti að vera ljúft að styðja.
Winnipeg, 19. febrúar 1940.
Sig. Júl. Jóhannesson,
ritari nefndarinnar
Tillaga Sig. Vilhjálmssonar, studd af
Thorst. J. Gíslason, að veita skýrslu
Þessari viðtöku, eins og hún var lesin,
— samþykt
Tillaga ritara og Halldórs Gíslasonar,
að vísa nefndarálitinu til fjármála-
nefndar, er leggi fram álit á þessu þingi
samþykt.
Önnur tillaga ritara og S. S. Laxdal,
að endurkjósa sömu nefnd til eins árs
samþykt.
^á gaf Sveinn Thorvaldson, M.B.E.,
^unnlega skýrslu fyrir hina nýstofnuðu
eild, “Isafold”, í Riverton. Deildin hef-
n uÚ ,^egar 34 meðlimi. Af þeim eru
ekkrir unglingar. Áhugi virðist mikill
yrir félagsmálum, og hafa verðlaun
erið veitt til þeirra, er flesta meðlimi
geta útvegað.
^ 'f’illaga séra Sig. ólafssonar og S. S.
axdal, að veita þessari munnlegu
hvilrSlU viðtöku með þökkum — sam-
ykt i einu hljóði.
Ólafur Pétursson mælti með þátttöku
félagsins í minnisvarðasamskotum K.
N. Júlíuss. Lagði hann til að veittir
væru 50 dalir úr félagssjóði til minnis-
varðans. S. S. Laxdal studdi.
Guðm. Levy og séra Jakob Jónsson
gerðu þá viðaukatillögu, að vísa þessu
máli til fjármálanefndar til íhugunar —
samþykt.
Séra Guðm. Árnason skýrði frá því, að
kjörbréfanefndin hefði tekið fyrir á ný
vafaatriði um kosninga umboð fulltrúa
frá deildum, samkvæmt áðurgerðri sam-
þykt, og kvað nefndina hafa komist að
sömu niðurstöðu og áður eins og hér
segir:
Við nánari íhugun kjörbréfa hefir
kjörbréfanefndin komist að þeirri niður-
stöðu, að á þessu þingi verði að fylgja
áður framkomnu áliti hennar um um-
boð mættra fulltrúa fyrir hönd fyrver-
andi deildarfélaga, og er atkvæðum þá
jafnað niður á fulltrúana eins og segir
í áðurnefndri skýrslu
Winnipeg, 20. febrúar, 1940.
Guðm. Árnason
V. J. Eylands
Guðm. Levy
Urðu alllangar umræður um þennan
nefndarúrskurð, og margir ræðumenn.
Tillaga J. J. Húnfjörð og ritara, að
samþykkja nefndarálit þetta ásamt lista
þeim, er áður var gefinn um atkvæði
fulltrúa, breytingalaust. Enn urðu all-
miklar umræður, og gerði þá Halldór
Gíslason tillögu um að loka umræðum.
Var hún studd af séra Jakob Jónssyni
og samþykt.
Fyrri tillagan síðan borin upp og
samþykt.
Séra Jakob Jónsson flutti álit út-
breiðslunefndar, og skýrði munnlega
ýmsa liði nefndarálitsins um leið og
hann las.
Álit útbreiðslumálanefndar
Nefndin leggur til, að eftirfarandi til-
lögur og ályktanir séu samþyktar:
1. Þingið lýsir ánægju sinni yfit