Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 151
ÞINGTÍÐINDI
129
°g gat þess, að áætlaður kostnaður við
sendingu blaðanna, er hann hafði getið
í bréfum sínum til lestrarfélaga og
deilda, hefði verið ákveðinn á stjórn-
arnefndarfundi og bygður á athugun ís-
lensku blaðanna hér í Winnipeg. Vildi
hann að þingið gerði ákvarðanir um,
hvort félagið ætti að halda áfram að á-
byrgjast sendingu þessara blaða fram-
Vegis, eða tilkynna blöðunum og við-
takendum þeirra, að það óskaði að losna
við það Töluðu margir út í þetta, og
einkum fulltrúar frá deildum. Ritari
gerði tillögu, er séra Sig. ólafsson
studdi, að forseti skipi 5 manna nefnd
til að íhuga þetta blaðamál, er leggi
fram ákveðnar tillögur fyrir þinglok.
Samþykt — og í nefndina skipaðir:
Séra Sigurður Ólafsson
Séra Egill Fáfnis
Ragnar H. Ragnar
Rósmundur Árnason
Bjarni Dalmann
Samvinnunefndarálit
Árni Eggertsson las nefndarálit sam-
vinnunefndar, í fjórum liðum.
Skýrsla samvinnunefndar
1- Þingið lætur í ljósi ánægju sína
°g vottar þakklæti sitt í tilefni af heim-
sókn hinna góðu gesta frá íslandi er
sóttu oss heim á nýliðnu ári. Nefnum
vér sérstaklega alþingismann Thor
Thors og frú, Vilhjálm Þór, frú hans og
börn, 0g Árna G. Eylands og frú. Telj-
Um vér víst að heimsókn þessara gesta
muni verða ávaxtarík til aukinnar sam-
vinnu, og gagnkvæms skilnings milli
slendinga beggja megin hafsins.
2- Þingið fagnar þvi að efnilegur
námsmaður frá íslandi stundar nú nám
við Háskóla Manitoba-fylkis. Hinn
Ungi maður er Jóhannes Bjarnason,
sonur Bjarna Ásgeirssonar alþingis-
^uanns, og konu hans Ástu Jónsdóttur
uö Reykjum í Mosfellssveit. Er hann
ór sem styrkþegi sjóðs þess sem Can-
a,Ja-stjórn veitti Islandi árið 1930 til
íálpar námsmönnum frá íslandi er
nám vilja stunda við canadiska háskóla.
3. Þingið gleðst af þeim fréttum er
borist hafa um stofnun Þjóðræknisfé-
lags á íslandi, og væntir mikils góðs af
starfsemi þess. Telur þingið það spá
góðu fyrir framtiðina, að því er sam-
starf snertir, að höndum er þannig
haldið fram, báðu megin frá yfir hafið.
Telur þingið æskilegt að stjórnarnefnd-
ir Þjóðræknisfélaganna beggja, heima
og hér, leitist við að ná sambandi hvor
við aðra sem fyrst til umræðu um sam-
eiginleg áhugamál, og annast fram-
kvæmdir á þeim sviðum sem þær telja
að samvinna milli heimaþjóðarinnar á
Islandi og þjóðarbrotsins hér geti komið
til greina.
4. Þingið þakkar Sambandi Ung-
mennafélaga íslands hina rausnarlegu
gjöf—500 myndir af Jóni Sigurðssyni
forseta, — og leyfir sér að mæla með
því við þingmenn að þeir stuðli að
útbreiðslu myndanna meðal fólks vors
í hinum ýmsu bygðum.
V. J. Eylands
Sveinn Thorvaldson
Grettir L. Jóhannsson
Árni Eggertsson
Ó. Pétursson
Þetta nefndarálit var síðan rætt lið
fyrir lið, samkvæmt tillögu ritara og
Halldórs Gíslasonar. Voru allir liðir
álitsins samþyktir án breytinga. Tillögu
og stuðningsmenn voru: Ritari, J. J.
Húnfjörð, séra Sig. Ólafsson, Sigurður
Vilhjálmsson, Ásm. P. Jóhannsson. I
tilefni af öðrum lið álitsins var hinn
ungi námsmaður frá Islandi kallaður
fram, og flutti hann mjög hlýlegar
kveðjur frá heimaþjóðinni til þingsins,
og var gerður að því hinn besti rómur.
Nefndarálitið því næst borið í heild
undir atkvæði og samþykt.
Þá las ritari þakkarbréf frá Hólmfríði,
ekkju Dr. Rögnvaldar Péturssonar.
45 Home St., Winnipeg,
20. febrúar, 1940
Til stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins
og yfirstandandi þjóðræknisþings!
Fyrir hönd mína og barna minna
langar mig til, af öllu hjarta, að votta