Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 154
132
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
góðu í báðum blöðunum, en eigi komið
á prent ennþá. Nœst voru bornar fram
rausnarlegar veitingar. Og að þeim
loknum var dansað langt fram á nótt.
Má vist óhœtt fullyrða, að menn skemtu
sér hið ákjósanlegasta.
FIMTI FUNDUR
Að morgni var þing sett á ný kl. 10 á
sama stað og áður. Ritari las þingbók
og var hún samþykt í einu hljóði.
Engin nefndarálit voru fyrir hendi,
svo meðan á biðinni stóð, hélt B. E.
Johnson, ráðsmaður Baldursbrár, sterka
hvatningarræðu í tilefni af samþykt
þeirri, er gerð hafði verið kvöldið áður.
Kvartaði hann yfir vanrækslu fólks og
sinnuleysi alment viðvikjandi út-
breiðslu Baldursbrár. Las hann lista er
sýndi, að kaupendum fer stöðugt fækk-
andi, og hvatti einstaklinga og deildir
til að kaupa og útbreiða ritið. Spunnust
út af þessu nokkrar umræður.
Ný mál. Séra Jakob Jónsson bar upp
tillögu:
Að þriggja manna nefnd sé kosin
til að endurskoða 21. gr. félagslag-
anna, og skili hún áliti sínu og til-
lögum til stjórnarnefndarinnar til
afgreiðslu á næsta þingi, með lög-
legum fyrirvara.—Jak. J.
Þingmálanefndin mælir með, að til-
laga þessi sé lögð fyrir þingið.
S. Ólafsson, S. S. Laxdal, Davíð
Björnsson.
Tillagan var studd af Halldóri Gísla-
syni og samþykt. Stungið var upp á
Séra Valdemar J. Eylands
S. S. Laxdal
Guðm. Grímsson dómara
Þessir þrír voru kosnir samkvæmt
tillögu Thorl Thorfinnss. og B. Dalman.
F j ármálanef ndin
Sveinn Thorvaldson var framsögu-
maður fjármálanefndar, og las nefndar-
álit það er hér fer á eftir í fjórum liðum:
1. Fjármálanefndin hefir yfirfarið
skýrslur embættismanna félagsins og
leggur til að þær séu viðteknar og sam-
þyktar eins og þær liggja fyrir.
2. Nefndin mælir ekki með því að
Þjóðræknisfélagið taki að sér fjárhags-
lega ábyrgð, að svo stöddu, viðvíkjandi
tillögum sögunefndarinnar, en álítur
sjálfsagt að félagið veiti nefndinni all-
an annan mögulegan stuðning i sínu
verki. Ennfremur leggur nefndin til að
því máli sé vísað til stjórnarnefndar fé-
lagsins.
3. Fjármálanefndin leggurt til að
$25.00 séu veittir úr félagssjóði til minn-
isvarða K. N. Júlíusar, svo framarlega
nægjanlegt fé fáist ekki með almennum
samskotum til að standa straum af því
verki.
4. Viðvíkjandi tillögu og beiðni hr.
Sigurðar Vilhjálmssonar um fjárhags-
legan styrk frá Þjóðræknisfélaginu til
að “gefa út sín vísindalegu rit” er hann
til margra ára hefir verið að safna til
og semja, þá vill nefndin benda þinginu
á að enn hefir ekki verið gefið neitt
fordæmi með slíka fjárhagslega veit-
ingu til neinna, og ræður því nefndin
þinginu til að leggja ekki út á slíka
braut að svo stöddu.
Á þjóðræknisþingi 21. febrúar 1940.
Á. P. Jóhannsson
Sveinn Thorvaldson
Thorst. J. Gislason
Tillaga Árna Eggertss. og J. J. Hún-
fjörð, að álit þetta sé rætt lið fyrir lið
— samþykt.
Fyrsti liður, um skýrslur embættis-
manna, samþyktur. Tillögumenn séra
Sig. Ólafsson og W. G. Hillmann.
Annar liður lesinn. Séra Valdemar J-
Eylands gerði þennan lið, sem fjallar
um söguritunarmálið, að umtalsefni-
Tóku margir til máls, svo séra Guðm-
Árnason gerði þá tillögu, er studd var
af mörgum, að umræður séu takmark-
aðar við tvær mínútur í senn. Var hún
samþykt. Séra Jakob Jónsson lagði til,