Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Síða 157
ÞINGTÍÐINDI
135
Tillaga séra Jakobs, studd af Thorl.
Thorfinnss., að þakka kveðjurnar með
því að risa úr sætum, og biðja dómar-
ann að bera kveðjur þingsins til báka
— samþykt.
Var þá útnefndur Gisli Jónsson fyrir
vara-forseta, sömuleiðis Ásm. P. Jó-
hannsson og Árni Eggertsson. Fóru
fyrstu kosningar þannig, að enginn fékk
fullan helming allra atkvæða. Var þá
kosið á ný um tvo hina fyrstu, og
hlaut Gisli Jónsson kosningu.
Fyrir skrifara var stungið upp á séra
Valdemar J. Eylands, og hlaut hann
kosningu gagnsóknarlaust.
Til vara-skrifara voru útnefndir P. S.
Pálsson og séra Egill Fáfnis. P. S. Páls-
son hlaut kosningu.
Féhirðir, Árni Eggertsson, var endur-
kosinn gagnsóknarlaust.
Vara-féhirðir, Ásm. P. Jóhannsson var
°g endurkosinn gagnsóknarlaust.
Fjármálaritari, Guðmann Levy, end-
urkosinn gagnsóknarlaust.
Vara-fjármálaritari var kosinn Sveinn
Thorvaldson, M.B.E., gagnsóknarlaust.
Fyrir skjalavörð voru útnefndir Ólaf-
ur Pétursson og S. W. Melsted. Ólafur
Pétursson hlaut kosningu.
Yfirskoðunarmaður til tveggja ára
Var endurkosinn Steindór Jakobsson.
Árni Eggertsson gerði tillögu um, að
kjósa enga útnefningarnefnd í þetta
sinn. Arnl. B. Olson studdi, og var til-
fagan feld.
Voru þá tilnefndir I útnefningarnefnd:
Grettir L. Jóhannsson
Séra Guðm. Árnason
Séra Sigurður Ólafsson
E. Johnson lagði til að útnefningum
sé lokið. Var það stutt af mörgum og
samþykt. Þessir þrír því kosnir.
Séra Guðm. Árnason talaði þá nokk-
Ur orð um kjörbréf og kosningarétt
deilda. Benti þar á meðal á að “Frón”
ætti að hafa samskonar réttindi og aðr-
ar deildir. Var bent á, að til þess þyrfti
lagabreytingar.
Ásm. P. Jóhannsson las þá upp þings-
ályktunartillögu fyrir hönd Leifs-styttu
nefndarinnar.
Þingsályktunartillaga
1. Þingið lýsir ánægju sinni yfir
þeirri þátttöku og stuðning er Vestur-
íslendingar gátu veitt heimaþjóðinni við
heimssýninguna í New York á s. 1. ári.
2. Ennfremur vottar þingið þakklæti
öllum þeim er hlut áttu að máli með
hina drengilegu fjársöfnun fyrir eirlíkan
af Leifi Eiríkssyni.
3. Þingið felur aðstoðarnefnd sýn-
ingarráðsins fult og ótakmarkað umboð
að ráðstafa myndastyttunni fyrir fé-
lagsins hönd á hvern þann hátt er
nefndinni þykir best við eiga.
Á þjóðræknisþingi 21. febr. 1940.
Á. P. Jóhannsson
Guðm. Árnason
G. Grímsson
Sveinn Thorvaldson
Tillaga Sig. Vilhjálmss. og Thorst. J.
Gíslasonar, að samþykkja það óbreytt
— samþykt.
Þá ávarpaði E. P. Jónsson ritstjóri
þingið með nokkrum vel völdum minn-
ingarorðum um skáldið Einar Bene-
diktsson. Lagði hann til að lokum að
allir risi úr sætum í virðingarskyni við
minningu hins nýlátna skálds. Var það
gert.
íslandsblöðin
Rósmundur Árnason las þá tillögu um
blaðasendingar, og hljóðar hún svo:
Nefnd sú er útnefnd var af þinginu
til að íhuga sendingu Reykjavikur blað-
anna til lestrarfélaga, og deilda Þjóð-
ræknisfélagsins, ber fram þakklæti fé-
lagsins fyrir sendingu þeirra og metur