Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Síða 158
136
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þann hlýhug er í þeim felst og leggur
til:
1. Að þær deildir sem halda vilja á-
fram að veita blöðunum móttöku, greiði
áfallinn útsendingar kostnað til féhirð-
is Þjóðræknisfélagsins, er annast um
greiðslu þeirra til blaðanna á islandi.
2. Þær deildir eða lestrarfélög er á-
kveða að hætta að veita blöðunum mót-
töku, geri félaginu aðvart um það og
greiði áfallinn kostnað.
Á þjóðræknisþingi, 21. febrúar 1940.
B. Dalman
R. Árnason
R. H. Ragnar
S. Ólafsson
Þetta nefndarálit var síðan rætt um
stund, og gerði séra Guðm. Árnason að
lokum tillögu um, að visa því til stjórn-
arnefndarinnar til fyrirgreiðslu. Séra
Jakob Jónsson studdi tillöguna, og var
hún samþykt.
Fundi frestað til kl. 8 að kvöldinu.
SJÖUNDI FUNDUR
Klukkan laust eftir átta að kvöldinu
var síðasti þingfundur settur í Sam-
bandskirkjunni á Banning stræti. Var
troðfult hús. Skrifari las þingtíðindi
síðasta fundar, og voru þau samþykt
athugasemdalaust.
Gerði þá ritari tillögu um, að fundar-
sköpum væri lyft um stund og sam-
koma gefin í hendur skemtiskrárnefnd-
inni. Ásm. P. Jóhannsson studdi og var
það samþykt. Tók þá séra Philip M.
Pétursson við fundarstjórn.
Söng Karlakór íslendinga fyrst þjóð-
sönginn, “O Canada”. Þá lék Miss
Snjólaug Sigurðsson á píanó, Spanish
Dance” eftir Rachmaninoff. Var hún
kölluð fram aftur og aftur. Þá flutti
Kristján Pálsson í Selkirk frumort
kvæði, þótti það svo gott, að hann var
kallaður fram aftur. Las hann þá ann-
að kvæði engu síðra því fyrra. Næst
söng Karlakórinn þrjú lög. Var söngn-
um tekið með svo miklum fögnuði, að
endurtaka varð fyrsta lagið. Þá flutti
hinn nýkjörni forseti féélagsins, Dr.
Richard Beck, erindi um þjóðræknismál.
Var að því gerður hinn besti rómur. Að
lokum söng Karlakórinn aftur 3 lög, og
var því fagnað með svo miklu lófa-
klappi, að endurtaka varð sumt af
söngnum.
Þá var fundur settur á ný og bar ritari
upp fyrir heiðursfélaga frú Laura Good-
man Salverson. Ásm. P. Jóhannsson
studdi tillöguna og var hún samþykt
með almennu lófataki. Afhenti forseti
frúnni heiðursskirteini félagsins, sem
hún þakkaði með nokkrum vel völdum
orðum.
Næst voru bornir upp fyrir heiðurs-
félaga á íslandi, þeir Thor Thors, Jónas
Jónsson, Ásgeir Ásgeirsson og fröken
Halldóra Bjarnadóttir. Hélt Ásm. P-
Jóhannsson stuðningsræðu, og voru allir
þessir nýju félagar samþyktir á vana-
legan hátt.
Mælti þá forseti nokkur kveðju og
þakkarorð til viðstaddra, og bað alla
syngja að lokum sálminn “Faðir and-
anna”. Að því loknu sagði hann þingi
slitið.
Richard Beck, forseti
Gísli Jónsson, ritari.