Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1948, Page 48

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1948, Page 48
30 TÍMARIT ÞJOÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA hitasterkja hinnar austrænu eyðimerk- ur. Fyrir lestinni gengur snjóplógurinn, sem skefur ísinn og kastar snjónum til beggja hliða. Fjórir hestar ýta honum á undan sér, og er það svo þungur dráttur, að skift er um á hverjum tveim tímum. En í fari lians reynist dráttur- inn tiltölulega léttur. Á einum sleðan- um er tjaldliús, hlýtt og furðu rúmgott. Þar matast lestarmenn á daginn, og sofa á nóttunni. Eftir endilöngum hliðum þess, að utan, liggja jötur úr striga. Við þakið eru festir dúkar svo breiðir, að tjalda má yfir hestana, sem bundnir eru undir veggjunum. Annars eru dúk- ar þessir vafðir upp á daginn og liggja þá í jötunum. Það er því svo um búið, að öllu leyti, að þar lætur nótt sem nemur; því á þessari eyðimörk er eng- ill hörgull á vatni, fyrir menn og skepnur. Með því að höggva vök í ís- inn er vatnsbólið fengið. Á öðrum degi út úr Creeksby, kom maður á hundum, á eftir okkur. Hafði liann auðsjáanlega haft liraðan á, enda var ferðinni ekki lengra heitið en til okkar. Hann afhenti mér bréf til Rob- insons, og þekti eg rithönd Sally minn- ar á því. Svo sneri bréfberinn heim um hæl. Ekki gat eg getið mér til um bréfs- efnið, en Jaóttist viss um að það væri áríðandi. Því þó Sally væri léttúðug og ærslafull, kom mér ekki til hugar, að hún hefði gert út þennan sendi- svein sinn með ástabréf til unnustans, þó Robinson gæti kallast því nafni, sem mér var ókunnugt um. Og eg gekk þess ekki dulinn, að hér lá meira við. Ferðin gekk vel út. Veður fremur gott og þolanleg færð, enda lausir sleð- ar. Það eina sem amaði að, var ástand Vals, því kvefið fremur ágerðist en létti. Það var seinni part dags, sem við náð- um í ver Robinsons; og tók hann vel á móti okkur. Höfðum við gert ráð fyrir að hvíla okkur það sem eftir var dags- ins og ferma ekki sleðana fyrr en að morgni. En það fór á aðra leið. Og það var bréf Sally, sem breytti áætlun okkar. Einhvernveginn hafði hún hlerað, að botninn var dottinn úr fiskimarkaðn- um og eftir síðasta dag febrúar mundi fiskurinn ekki borga flutningsgjaldið, hvað þá meira. Fram að þeirn tíma var félagið sem Robinson seldi veiði sína, skyldugt, að greiða það verð sem samið var um. Að öllu forfallalausu höfðum við nægan tíma til stefnu, en hér var of mikið í húfi, til að eiga nokkuð á hættu. Ulviðri og íssprungur gætu hamlað svo og tafið för okkar, að við næðum ekki til Creeksby í tæka tíð. Og þar sem tefla var um tap eða gróða á allri vertíðar-veiði Robinsons, aftók Valur, að eiga nokkuð á hættu. Og í stað þess, að reykja og rabba eða spila rumrny eftir kvöldmat, var tekið til óspiltra málanna að ferma sleðana. Það hafði verið mokafli síðustu dagana, en sá fiskur var allur laus, og urðum við að pakka hann í kassa sem við höfðum komið með. Robinson hafði gert ráð fyrir að öll veiðin og útgerðin yrði flutt í einni ferð; en brátt kom í ljós, að þessu varð ekki við komið. Netin voru enn í vatninu. Þess utan var fisk- urinn svo mikill, að hann komst ekki allur á sleðana, hvað þá meira. Það varð því úr, að menn Robinsons yrðu eftir, þar til liann semdi við aðra flutn- ingsmenn, um að sækja þá og það sem þeir hefðu meðferðis. Sjálfur tæki Rob- inson pláss Vals í lestinni. Enda veitt.i
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.