Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1948, Page 50
32
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
hafa hægt um sig, án þess að vera settur
í bönd. Hann virtist mállaus og mátt-
laus af hræðslu við húsbóndann. Þú
getur nærri um hvernig tilfinningar
okkar voru gagnvart þessari mannleysu.
Robinson varð orðfall. Hann var kom-
inn á fætur, og horfði ýmist á Val eða
Rotta. Svo gekk hann til Vals, tók
þegjandi í hönd hans og leiddi hann að
fleti hans og hjálpaði honum úr ytri
fötunum. Eitthvað töluðust þeir við og
eg heyrði Val segja, “Þeir munu ekki
kæra sig um að kaupa fiskinn þinn fyr
en næsta mánuð. Hafðu gætur á Rotta,
því eg býst ekki við að verða fær um
það. Svo er eins víst að við þurfum á
honum að halda fyrir leikslok.”
Eins og vænta mátti versnaði Val
um allan helming. Hann átti bágt með
andardrátt og var ekki með rænu nema
stund og stund í senn. Þó fylgdist hann
furðu vel með því sem gerðist, og
spurði sí og æ hvernig okkur miðaði
áfram. Og nær sem hann frétti að alt
gengi vel, létti honum í svipinn.
Eins og geta má nærri, sáu piltar
um að fanginn gengi ekki úr greipum
þeirra. Þeir sýndu honum enga vægð,
og létu hann játa á sig alla hans klæki.
Kvað hann umboðsmann fiskifélagsins
hafa keypt ökumennina tvo til að sker-
ast úr leik og sig til að fremja svikin.
Rotti átti að sjá um að lestin kæmist
ekki til Creeksby í febrúarlok. En þá
gat umboðsmaður keypt á eins lágu
verði og honum sýndist, en bókað söl-
una fyrir mánaðarlok og dregið mis-
muninn í sinn vasa.
En ráðabrugg þeirra fór alt að for-
görðum, þó hæpið væri. Klukkan var
farin að ganga níu að kvöldi hins tutt-
ugasta og áttunda, þegar lestin stefndi
upp að fiskihúsunum. Við vorum
komnir litlu eftir hádegi að vatnsbakk-
anum, en þaðan varð að beita fjórum
eða sex hestum fyrir hverju æki, til
fiskihúsanna, því sleðarnir runnu ekki
lengur á glerhálum ísnum. Þegar fyrsti
sleðinn var kominn á sinn stað, fór
Robinson að líta eftir umboðsmannin-
um, sem ekki var við í svipinn. En eng-
inn kærði sig. Áhuginn stefndi allur
að því að koma öllurn sleðunum upp.
Að því búnu var í alvöru. farið að
grenslast eftir hvar umboðsmaður héldi
sig. Þó skrifstofa hans væri lokuð, og
enginn virtist vita hvar hann hélt sig,
var ólíklegt að hann gæti dulist í ekki
stærra þorpi en Creeksby. Leit þó
helst út fyrir að maðurinn yrði ekki
fundinn.
Um leið og lestin staðnæmdist við
vatnsbakkann, fluttum við Val heim til
mín . og eg kallaði lækninn. En þó
sjúklingurinn væri illa á sig kominn,
vissi hann hverju fram fór, og þegar
hann varð þess áskynja, að fiskikaup-
maðurinn fanst ekki, sagði hann mér að
Rotti væri maðurinn til að hafa upp á
þrælnum. Þetta reyndist heillaráð.
Rotti fann húsbónda sinn, þó þar gerð-
ust engir fagnaðarfundir. En það varð
til þess, að Robinson fékk kvittun þess
efnis, að hann hefði skilað veiðinni
samkvæmt samningum.
Eftir að Val varð þess vís að alt var
klappað og klárt milli þeirra, féll hann
í mók, og talaði, ekki orð af viti svo
dögum skifti. Beck læknir sagði að
hann hefði svæsna lungnabólgu, og að
tvísýnt væri um líf hans. Hann undr-
aðist það mest að Val skyldi ekki vera
dauður fyrir löngu.
Eftir að Val var úr hættu, hrósaði eg
lækninum fyrir list hans og kunnáttu.
En hann vildi ekki heyra það, og hristi
höfuðið. “Það var ekki læknislistin
sem frelsaði Val”, sagði læknir, “heldur