Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1948, Síða 52
34 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
Enginn hlýrri hetjuóð
hefir sungið vorri þjóð
ljóði þessu: lífi hans,
landsins besta skógarmanns.
Enginn kappi aldurlag
eftir liðinn styrjardag
fékk sem hann á frónskri jörð,
féll með sæmd við Geirþjófsfjörð.
Hér eg skynja dult og djúpt
djarfan sefa, hjarta gljúpt,
auðnu veika, örlög sár,
ást og hatur, gleði og tár,
vit og óráð, víg og frið,
valdboð, ánauð, svik og grið,
rótleysi og ramma taug. —
Roða slær á Vésteinshaug.
Aldrei sá eg áður fyr
opnast svona víðar dyr
inn í gamlan glæsiheim,
gæddan hvítutöfrum þeim,
sem oss fyrnast ekki enn,
útlagar og skógarmenn
þó að gistu gjögururð
griðlausir við nekt og þurrð.
Sér bjó einn þau örlög hörð
öll, sem verða bitrust gjörð.
Eins og væri illri gýg
opinberað Þorgríms víg,
fjendur skæðri hétu hefnd.
Hún að lokum reyndist efnd.
Var þá líf hans ofsókn ein,
ósköp, harmur, kvöl og mein?
Nei, hann átti í böli bót,
blómalund við eggjagrjót,
eins og vin í eyðimörk: