Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1948, Qupperneq 57
HAUÐUR OG HAF
39
tn nú er það engin “þraut” að vera
prestur þeirra Suðurnesjamanna; um
það get eg borið af eigin reynd.
^fér fanst eg oft heyra nið aldanna
á þessum slóðum, ekki síður en nið
hafsins. En hver sá sem dvelur á Út-
skálum árlangt, hlýtur að komast í náin
^ynni við hafið með öllum skapbrigð-
Uin þess og mismunandi blæ. Það er
ævinlega lærdómsríkt að athuga hafið.
Olt er það svo undur fagurt, svo þrung-
af himneskum friði, svo dásamleg
íniynd ómælanleikans og eilífðarinnar,
að það vekur dýpstu aðdáun og hrifn-
ingu. En það tekur einnig tíðum, eink-
um á vetrum, á sig svo ægilegar mynd-
ir> að engin orð fá lýst. Þegar Ægir
teygir hrannna sína langt upp á land,
lemur fjöruna og ströndina með hvít-
fossandi löðri, og fleygir stóreflis hnull-
ungum upp á 20 til 30 feta háar kletta-
brúnir, þá fer nú gamanið að grána.
A sh’kum stundum detta manni í hug
Ijóðlínur, eins og t. d. “Eg elska hafið
æst . .” og “Eg elska þig stormur sem
geisar um grund”, og mann furðar það,
hvað skáldin geta elskað mikið! En að
öllum líkindum hafa nú skáldin sem
svo kváðu setið inn í hlýjum og þægi-
legum stofum þegar þau voru að sjóða
saman þessa speki um hið æsta haf, og
hinn geysta storm. Ef þú, lesari góður,
hefir nokkru sinni verið út á rúmsjó,
mitt í trölladansi hafaldanna og þér
hefir skilist að líf þitt var í veði hvert
augnablik, þá efast eg um að þú munir
hafa haft sterka tilhneigingu til að
lýsa yfir ást Jtinni á hinu æsta hafi. Á
sama hátt, ef Jrú varst á ferðalagi á
landi, og réðir þér ekki fyrir veðurofs-
anum, en fanst Jrú helst verða að skríða
á fjórum fóturn til þess að íjúka ekki
fyrir björg, þá má mikið vera ef þú
varst mjög ástfanginn í storminum rétt
Jrá stundina. Slíkur skáldskapur sem
þctta kann að vera góður og fagur, ef
hann er sunginn í húsum inni á björt
unt sólskinsdögum, en sýnir annars
hversu hin mjúkklæddu stoíuskáld geta
stundum verið einkennilega utanveltu
við lífið og veruleikann.
En hvort sem menn hafa óttast hafið