Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1948, Side 78
60
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Oppegard, útgefandi “Grand Forks
Herald” leggur hér einnig samhljóða
orð í belg; hann hefir þetta að segja:
“Eg óska Dr. Beck til hamingju af
heilurn huga með þá viðurkenningu,
sem liann hefir meira en verðskuldað.
Það er ekki auðvelt að gera sér fyllilega
grein fyrir þeim miklu áhrifum, sem
prófessor Beck liefir haft til útbreiðslu
og viðurkenningar norrænna bók-
menta. — Eg veit um hvað eg er að tala
þegar eg segi þetta, því hann hefir unn-
ið í svo góðri og göfugri samvinnu við
“Grand Forks Herald”.
En það er ekki einungis heima fyrir,
sem Dr. Beck er orðinn viðurkendur
Það var ekki fyrir alllöngu sem grein
birtist í mörgum ritum og taldi upp há-
skólastofnanir í Bandaríkjunum; var
þar sérstaklega getið háskólans í Norð-
ur Dakota, fyrir störf hg.ns og kenslu í
norrænni tungu undir stjórn Dr.
Becks.”
Þessir vitnisburðir Norðmanna um
Dr. Beck eru þýddir úr norskum blöð-
um, og því nýir íslendingum. Þeir eru
margir fleiri, en eg læt þetta nægja.
Aftur á móti langar mig til að bæta hér
við stuttum kafla úr undurfallegri
grein í “Tímanum” eftir Hennann
Jónasson fyrverandi forsætisráðherra
íslands, sem hann kallar: “Afmælis-
kveðja til skólabróður” þegar Dr. Beck
var fimtugur. Hann segir Jjetta:
“Dr. Beck las fimta og sjötta bekk
saman á einum vetri.
Að komast sem fyrst og komast sem
lengst
er kapp Jaeim sem langt Jiarf að fara.
Það var lögmálið í lífi og starfi Rich
ards Becks. Hann ætlaði sér að fara
langt, og hann hefir gert það. Hann
talaði ekki um það, en við skólabræður
hans fundum það einhvern veginn á
okkur; og við sem þekturn hæfileika
hans og dugnað vorum ekki í neinum
efa um það að öðruvísi gæti það ekki
orðið, ef honum entist aldur. — Mér er
J>essi skólabróðir minnisstæður frá því
fyrsta við sáumst, vegna Jaess hvað
skemtilega var saman ofið í augum og
andlitsdráttum þessa rnanns glaðlyndið
og góðmenskan, lífsfjörið og stálvilj-
inn. Þessi skólafélagi okkar hafði hug-
ann allsstaðar, og hann hafði áhuga
fyrir öllu. Hvað mikið sem honum lá
á að ná markinu, þá hafði hann altaf
tíma til þess að sinna öðrum málum,
sem altaf urðu á vegi hans. . . . Hann
var virðulegur fulltrúi Vestur-íslend-
inga á Lýðveldishátíðinni 1944, og
flutti skörulega ræðu á Þingvöllum, er
menn hlýddu á með athygli og ánægju.
— Hann fylti ekki einungis með heiðri
þann sess að vera fulltrúi landnemanna
vestan hafsins með hátíðahöldin; hann
hafði auk Jress tíma til að semja og
llytja íjölda fyrirlestra. — Hann átti
enn sem fyr sama lífsglaða áhugann
fyrir öllu. Þeir merin eru gæfumenn,
sem tekst Jrannig, samfara mentun og
lífsreynslu, að vernda æsku sína. — Eg
vona og eg veit, að Jjú gamli skólafé-
lagi, haldir áfram sem horfir: mikils-
verður fulltrúi íslensku þjóðarinnar
hvar sem Jrú ferð.”
I niðurlagi greinar, sem prófessor
Alexander Jóhannesson skrifar um Dr.
Beck, kemst hann Jiannig að orði:
“Væri Jjess óskandi að hans mætti
enn lengi njóta, Jdví alt hans starf miðar
að því að auka hróður Islands, og
kynna íslenska menningu í Vestur-
heimi.”
Guðmundur skáld Hagalín segir í
langri ritgerð um Dr. Beck: “Prófessor
Beck er slíkur dugnaðar- og afkasta-