Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1948, Síða 96

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1948, Síða 96
78 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA stæðum, yrði þekt af einu sérstöku kvæði, og þá oftast ekki af besta tæinu. Og þarna sem eg sat datt mér í liug, aftur og aftur, að líkt stæði á fyrir mörgum Islendiilgi. I langa tíð var St. G. Stephansson nærri eingöngu kunnur fyrir “Þótt þú langförull legð- ir”, eða jafnvel fyrir tvær línur úr því kvæði: “Nóttlaus voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín”, sem allir spertust við að skrækja, í ýmiskonar tónteg- undum og stundum af litlum skilningi; Hannes Hafstein fyrir “Á Kaldadal”, sem hann sjálfur gerði gys að síðar og þótti lítið til koma, Matthías Jochums- son og Sveinbjörn Sveinbjörnsson fyrir kvæðið og lagið “Ó Guð vors lands”, sem er fjarri því að vera það besta, er hvor um sig gerði; og svona mætti lengi telja. Og eftir því sem eg lilustaði lengur fanst mér að Guttormur væri að verða, ef ekki orðinn, að eins-kvæðis-manni, eins og Kipling, Stefán og Sveinbjörn, et al. En hann var tiltölulega heppinn, því eitt af hans bestu kvæðum olli ten- ingskastinu: “Sandy Bar”. Kvæðið er auðvitað listaverk. Sorgaratburður lið- innar tíðar varð að hleðslu í liuga skáldsins, er brautst út í þessum magni þrungna óð, sem jafnframt varð svo lán- samur, að eignast sameiginlega hljóm- grunn í hugum almennings. En að fullyrða, að það sé besta kvæði Gutt- orms, eða það eina besta, er að syndga á móti öllum lögum listar og fegurðar. Hann á mörg önnur kvæði, sem eg, fyrir mitt leyti, gæti ekki hugsað mér ort á neinn annan hátt, til þess að vera heilsteypt listaverk. Annars er þetta “besta” hættulegt hugtak, og oft á tíðum meiningarlítið, sem sjá má meðal annars á mörgum bókartitlum: “Hundrað bestu kvæði”, “Fimmtíu bestu lög”, “Bestu smásögur í heirni”, o. s. frv. Eg hefi haft undir hendi og á margar þesskonar bækur, og hefi enn ekki getað fundið hvar merkjalínan liggur í milli hins besta og næstbesta, eða jafnvel hins besta og hins versta. Þessháttar alt verður að fara eftir hvers eins srnekk og skilnings- þroska. Og eitt er víst, að höfundun- um kemur ekki ávalt saman við jjessa “úrvals” menn. Oft heyrir maður talað um dularfull fyrirbrigði, og er þá vanalega reynt að skýra fyrir mönnum í hverju þau eru fólgin. En enginn liefir enn reynt að skýra, svo eg hafi lieyrt, það dular- fylsta fyrirbrigði, hvernig skáld verður til. Við þekkjum allir söguna um mjöðinn í okkar fornhelgu bók. “Og orðið varð hold”, segir guðspjallið. En á undan orðinu hlýtur að liafa verið hugsun. Orðið er ávöxtur hugsunar- innar. Fáeinir öreiga Islendingar fara út í óbygðir. Við það myndaðist Nýja Island. Svo einn góðan veðurdag slær niður ósýnilegri eldingu á bökkurn fljótsins, og þá fæðist skáld. Eftir vanalegri yfirsýn virtist svo í haginn búið, að öll spilin væri stokkuð á móti Guttormi, en hann varð skáld sarnt af því að liann gat ekki annað. Ef orðin hljóð og ljóð eru af sarna uppruna, þá fallast þau í faðma hjá Guttormi. Eg veit ekki hve snemma liann fór að yrkja Ijóð, en hitt veit eg að ungur fór hann að iðka hljóðlistina. Hann stjórnaði hornleikaraflokki snemma og blés á horn af þvílíku kappi, að einn páskadagsmorgunn, er hann kom út snemmendis, sá hann sól- ina dansa. Hvað sem hann kann að hafa hugsað, þá sá læknirinn orsökina og harðbannaði honurn að fylgja dærni Arons og annara hornablástrara. En
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.