Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1948, Qupperneq 103
ÞINGTÍÐINDI
85
Gimli, Riverton, Lundar og víðar og bréfa-
skiftin sem hún hefir verið í við marga. En
fiún ber það alt upp í skýrslu sinni sem hún
fiirtir seinna, sem umboðsmaður félagsins í
ftæðslumálum.
Séra Valdimar J. Eylands gerði stutta grein
fytir starfi sxnu, í bréfinu sem hann sendi
mér frá Islandi, og sem eg las áðan. Honum
hefir, með dvöl sinni á fslandi, veitst tækifæri
l'i að kynna okkur Vestur lslendinga, lslandi,
°g íslendingum, og hefir hann getað, á margan
bátt, styrkt böndin á milli okkar og fslands.
ffr. Beck vann svo vel og mikið fyrir Þjóð-
r*knisfélagið á meðan að hann var forseti
þess, að það komst upp í vana hjá honum.
Hann heldur áfram að vinna þjóðræknisstarf,
sem við erum öll mjög þakklát fyrir. — Hann
f lutti t. d. kveðjur forseta félagsins og stjórn-
at'nefndar, og var aðalræðumaður á 25 ára
afmælissamkomu deildaxinnar “ísland” í
Brown, sem haldin var í júní, síðast liðnum, og
var sótt af öllum þoira bygðarbúa. Einnig
var hann einn af aðal ræðumönnum á 60 ára
landnámshátíðinni að Lundar og flutti þar
ræðu um íslenskar xnenningarerfðir. Auk þess
hefir hann á áiinu, eins og undanfarið, flutt
1T,argar ræður um ísland og íslensk efni á
ensku meðal annars um Davíð skáld Stefáns-
s°n á ársfundi fræðafélagsins "Society for thc
Advancement of Scandinavian Study” í Chi-
Ctfg°, °g ítarleg erindi um land og þjóð á fjöl-
niennum samkomum kennara og nemenda á
bennaraskólanum og gagnfræðaskólanum i
Hickinson, N. Dak., s. 1. haust. Margt hefir
bann einnig ritað um þau efni á árinu. Eg veit
að a"ir eru meðmxeltir því að tjá honurn
þakkir fyrir þessa miklu og göfugu starfsemi
f þágu islenskra mála.
önnur mál
held eg að eg hafi talið upp næstum því
'** þau mál, sem okkur mest varða og sem a
kigskrá félagsins og nefndarinnar hafa verið.
11 tvö atriði vildi eg leyfa mér að benda þing-
11,1 á, áður en tekið er til starfa.
l yrst er það, að eg hefi rekið mig á, er eg
6 1 les'ð gamla fundargerninga þingsins, að
agabxeytingar hafa af og til verið gerðar, og
s:,lllþyktar á þinginu á löglegan hátt, en sýn-
ast svo hafa gleymst. Við höfum pientaða
lltgáfu af lögum félagsins, sem kom út árið
1930, fyrir átján árum. Breytingar hafa verið
gerðar síðan, og finst mér það vera bráð nauð-
synlegt að tillit verði tekið til þeirra, og ein-
liver ráðgerð samin. Ef að eg mætti gera til-
lögu, yrði hún þess efnis, að nefnd yrði sett í
það að yfirfara alla fundargerninga frá byrj-
un og skrásetja öll lög og allar lagabreytingar
sem gerðar hafa verið, og undirbúa lög félags-
ins til prentunar, svo að einstaklingar og deild-
ir viti nákvæmlega hver lög félagsins nú eru.
1 öðru lagi, vildi eg benda þingheimi, og
sérstaklega væntanlegri dagskrárnefnd á, að á
þinginu, árið 1934, var samþykt að kjósa nefnd
í byrjun hvers þings, sem væiH kölluð þing-
málanefnd”. Næstu tvö þingin á eftir, var
þingmálanefnd kosin, en svo sýnist hún hafa
gleymst og hætt var að kjósa hana. En nu
vildi eg, sem löghlýðinn maður, taka upp
aftur þá venju eða þá aðferð. En til útskýringar
vil eg lesa tillöguna, eins og hún kemur fram
í þingsamþyktinni, í seytjánda árgangi Tíma-
ritsins, bls. 138-139.
l>ar er sagt:
"Kosin skal vera í byrjun hvers þings þriggja
manna þingmálanefnd, er starfi meðan á
þingi stendur. Skal sú nefnd veita móttöku
að tilvísun forseta, öllum frumvörpum, og skal
hún sjá um að frumvörpin hafi verið undir-
búin áður en þau cru lögð fyrir þing. Þó skal
þetta ekki taka til þeirra mála er fengin eru
þingnefndum, milliþinganefndum eða sem
stjórnarnefnd leggur fram og innifalin eru í
dagskránni. Þó hefir nefndin ekkert vald til
að útiloka nokkurl mál frá því að það komi
fram á þingi.”
Eg geri ráð fyrir að fylgja þessari reglu á
þessu þingi, því hún er eitt af lögum félagsins,
og þar að auki hygg eg að hún greiði fyrir
þingfundunum.
Af þessari yfirlýsingu sem er nú oiðin um
of, löng, þar sem eg ætlaði mér að hafa hana
stutta og einfalda, sjáum við hve mikið er að
taka til íhugunar og umræðu, hve mikið starf-
ið er, sem Þjóðræknisfélagið og Islendingar i
heiid, hafa með höndum. Því vil eg hvetja
menn til starfs, en minna þingheim á, að
“allir erum vér eitt”, og allir eigum vér að
vinna í anda bræðralags og friði. 1 orðurn
forsetans, frá í fyrra, “setjum oss þá það mark.
háttvirtu þingmenn og konur, að vinna að úr-
lausn allra mála vorra, með elju og alúð, með