Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1948, Page 126
108
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÆLAGS ISLENDINGA
tckin samkvæmt tillögu M. Elíassonar sem
Miss Vídal studdi.
Miss Sigurrós Vídal gerði þá tillögu, að
Mrs. H. E. Johnson á Lundar sé greitt þakklæti
fyrir hennar starf meðal íslenskra unglinga og
í þjóðernis áttina. Dr. Beck studdi tillöguna
og var hún samþykt.
Séra Fáfnis skýrði frá kenslu í íslenskum
fræðum og tungu í Norður Dakota.
Tillaga H. E. Johnson, studd af G. J. Oleson,
að skýrslan sé viðtekin. Till. samþykt.
Mrs. E. P. Johnson bar fram munnlega
skýrslu um Laugardagsskólann í Winnipeg.
Skýrslan viðtekin eftir Lillögu Trausta fsfelds,
sem Gunnar Erlendsson studdi.
Þá ávarpaði Arinbjörn Bardal þingið, talaði
um þá sem ófrægja þjóð vora og þá sem auka
heiður hennar. Þakkaði x því sambandi Mrs.
H. E. Johnson, sem svo mikið hefir gert til að
auka söngment meðal islenskra unglinga á
Lundar. Afhenti hann fagurt málverk af vík-
inga skipinu, sem listakonan Helga Sigurðson
málaði og sýnt var í skrúðförinni á Jubilee-
hátíðinni á Lundai-.
Var svo fundi frestað til 1.30 e.h.
SJÖTTI FUNDUR
þingsins settur kl. 1.30 e. h.
Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykt.
Þá var kveikt á kertunum á ljósastjakanum
sem ungmennifélagið á íslandi hefði gefið
Þjóðræknisfélaginu.
Samkvæmt tillögu Mrs. I>. S. Pálsson, sem
Jón Ólason studdi, var Mrs. Kristínu Pálsson
frá Lundar veit full þingréttindi, sem fulltrúi
deildarinnar á Lundar, þar sem annar fulltrú-
inn þaðan kom ekki til þingsins.
Mrs. Kristín Pálsson gat þess að Mrs. Vernon
hefði unnið þýðingannikið þjóðræknisstarf
meðan hún dvaldi í Toronto. Hún hefði æft
islenska söngva og látið fólk koma fram í is-
lenskum búningum við ýms tækifæri. Gerði
Mrs. Pálsson það að tillögu að henni yrði
gefið þakklætis atkvæði þingsins fyrir þetta
starf. H. E. Johnson studdi tillöguna og var
liún samþykt.
Þá bar þingnefndin i fræðslumálum frarn
sínar tillögur.
Fræðslumál
Nefndin í fræðslumálinu leyfir sér að leggja
fram svohljóðandi álit:
Það er oss ánægja að veita þvi eftirtekt að
samkvæmt skýrslum embættismanna og fræðslu
málastjóra, hefir ötullega verið unnið að
fræðslumálum vorum á þessu ári, og verulegur
áiangur orðið af starfinu. Enn er þó ekki tími
til að hvílast á árum, heldur halda áfram og
efla ennþá meir þetta aðalstarf félags og deilda
til eflingar málum vorum, leggur nefndin frara
eftirfarandi tillögur:
1. Þingið vottar fræðslumálastjóia, frú
Hólmfríði Danielson, þakklæti sitt fyiir á-
vaxtaríkt starf hennar á árinu.
2. Þingið lýsir þökk sinni til hinna ýmsu
íslensku skóla og námshópa, sem á árinu hafa
svo ágætlega starfað að málefnum vorurn.
3. Þingið felur stjórnainefndinni að íáða á
þessu ári, svo sem síðastliðið ár, fræðslumála-
stjóra; skal liann hvetjandi og leiðbeinandi
skipuleggja, gegnum skóla- og námshópa
fxæðslu á tungu, sögu og íslenskum erfðum.
4. Þingið felur stjórnarnefndinni í samráði
við fræðslumálastjóra, að efna til samfundar
kennara og annara ungmennaleiðtoga, á þeim
stað og tíma sem hentugastur er öllum aðilum.
þar sem kennarar skólanna eða þeir sem ætla að
kcnna í framtíðinni, njóti leiðbeiningar og
fræðslu um skipulagning mentunarstarfs á-
minstra skóla og námshópa.
5. Þingið vill, samkvæmt bendingu fiæðslu
málastjóra, hvetja bæði deildir og hópa ls-
Icndinga, hvar sem er, til þess að stofna til
námshópa (study groups) eitthvað líkt og Ice-
landic Canadian Evening School.
6. Þingið vill leggja áherslu á að söngkensla
og leiksýningar séu ákveðnir þættir í fiæðsl-
unni sem skólarnir veita.
7. Þingið felur stjórnarnefndinni að gera
gangskör að því að byrja undirbúning á samn-
ingu kenslubókar fyrir byrjendur, með enskum
skýringum og orðaforða, er komi í stað hinna
ýmsu fjölrituðu hjálparblaða, sem víða hafa
verið notuð, með það að takmarki að útgáfa
megi takast sem allra fyrst.
Nefndin
Egill H. Fáfnis
G. Fjeldsted
L. Sveinson
I. Pálsson