Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Page 18
~ "I !
2002 1063 I
1972 500
1942 Í78
0 500 1000 1500
iFélagafjöldi í VFl í ársbyrjun.
Fjölgun félaga: 39 nýir félagar gengu til liðs við félagið
á sl. starfsári. Félagar eru nú 1063 að ungfélögum með-
töldum. Á sl. tveimur árum hefur félagsmönnum fjölg-
að um 70. Þetta er jákvæð breyting frá því sem verið
hefur. Á árunum á undan fækkaði félögum VFI heldur
og voru þeir komnir nokkuð niður fyrir 1000 og eitt-
hvað færri en fyrir 10 árum, þrátt fyrir verulega fjölgun
útskrifaðra verkfræðinga á tímabilinu. Skýringar eru
vafalítið margar en aðaláhyggjuefnið er þó að nýút-
skrifaðir verkfræðingar líta ekki á það sem sjálfsagðan
og eðlilegan hlut að gerast félagar í VFI að námi loknu.
Kemur þar til að verkfræðingar eru í tveimur félögum,
sem að hluta til veita sömu þjónustu. Félagar SV eru
tæplega 900, þar af rúmlega 400 í VFÍ. Ekki hefur tekist
að gera nógu vel grein fyrir þýðingu þess fyrir verk-
fræðinga að eiga öflugt félag sem heldur uppi heiðri
stéttarinnar og vinnur að langtímaréttindum hennar.
Vonandi er sú breyting sem varð á árinu 2000 upphaf að
nýju sóknartímabili í félagafjölgun.
Frí ferð á kaffihús í stórborg Evrópu: VFÍ hefur leitað
út á við til að fjölga félagsmönnum. Meðal annars var á
árinu 2001 efnt til leiks undir heitinu Frí ferð á kaffihús í
Evrópu. Nýir félagsmenn áttu möguleika á að vinna sér
ferð til borgar í Evrópu. Á starfsárinu 2000 til 2001 var
einnig gert sérstakt átak, „frítt sumarleyfi á Krít" þar
sem félögum gafst kostur á að taka þátt í smáleik, til að
fjölga félögum. Árangur af þessum leikjum skilaði sér
ótvírætt í fjölgun félaga.
Lág félagsgjöld: Miðað við launavísitölu í janúar 2002
hafa félagsgjöld lækkað um 52,5% frá 1990. í raun ér
lækkunin meiri því gjöld til deilda eru nú innifalin í
félagsgjöldunum en voru það ekki áður. Sú lækkun
nemur 2,5 til 5% eftir deildum. Þá kemur einnig til
lækkun fyrir þá sem eru í SV svo lækkunin er komin yfir
60% hjá sumum félagsmanna. Félagsgjöld nýútskrifaðra
félagsmanna eru fjórðungur félagsgjaldsins fyrstu tvö
árin, næstu tvö árin eftir útskrift er greitt hálft gjald.
Samstarfið við verkfræðideildina
Samstarf við Verkfræðideild Háskóla íslands: Tengslin við verkfræðideildina hafa auk-
ist, bæði með sameiginlegum fundum um verkfræðinámið, boðum í Verkfræðingahús og
verkefnum sem nemendur vinna fyrir félagið. Verkfræðingafélag Islands leggur mikla
áherslu á gott samstarf við Verkfræðideild Háskólans, enda eru slík tengsl báðum aðilum
nauðsynleg. Formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri hafa átt nokkra fundi með
forseta Verkfræðideildar og skorarformönnum um málefni Verkfræðideildarinnar og
félagsins. Umtalsverðar skipulagsbreytingar hafa orðið á Verkfræðideild HI. I stað
Arbók v f I /T f I 2002