Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Page 22
Hinn árlegi fundur með formanni VFÍ og framkvæmdastjóra félagsins var haldinn í
Gamla Lundi á Akureyri 8. desember 2001. Þátttaka var sæmileg, en umræður góðar. Að
honum loknum var sameiginlegur fundur með NTFI og formönnum TFÍ og KTFI. Um
kvöldið var jólahlaðborð deildanna haldið á sama stað. Veisluþjónusta Bautans sá um veit-
ingar, Gústaf A. Hjaltason var með vínkynningu og Bergur Steingrímsson fór með leikþátt.
Farið var í skoðunarferð í nýbyggða orkustöð Orkuveitu Húsavíkur 21. febrúar 2001, þar
sem Böðvar Bjarnason frá Tækniþingi ehf. útskýrði virkni stöðvarinnar og hið svonefnda
Kalinaferli sem stöðin byggir á. Kvöldverður var snæddur á veitingahúsinu Gamla bauk.
Undir borðum sagði Tryggvi Finnsson hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga hf. frá
hugmyndum um atvinnusköpun í kringum nýtingu á heitu vatni á svæðinu o.fl. Þátttaka
var mjög góð, tæplega 30 manns.
Þann 7. mars 2002 var farið í heimsókn til tækni- og umhverfissviðs Akureyrarbæjar. Þar
fór Ármann Jóhannesson bæjarverkfræðingur yfir breytt skipulag sviðsins og breyttar
áherslur í rekstri þess. Þátttaka var einnig góð í þessari heimsókn, um 20 manns. Báðar
þessar heimsóknir voru í samstarfi við NTFÍ og tókust vel.
Stjórn NVFI hefur nýverið fengið Pétur Bjarnason til þess að leiða starf sjávarútvegs-
nefndarinnar, en hægt hefur miðað með nefndina á undangengnum árum.
Sigurjón Jóhannesson formaður
Byggingarverkfræðideild
Aðalfundur félagsins var haldinn í Verkfræðingahúsi í maí. Á aðalfundi voru Ari
Guðmundsson ritari og Ingvar Stefánsson varaformaður kosnir í stjórn. í stjórn sátu
áfram Eggert Vilberg Valmundsson formaður og Kári Steinar Karlssson gjaldkeri.
Fundir og skoðunarferðir: BVFÍ undirbjó ásamt Neyðarnefnd VFÍ ráðstefnu VFÍ og TFÍ
um Suðurlandsskjálfta 2000. Var hún haldin í maí 2001.
í maí 2001 var aðalfundur háldinn í húsnæði Verkfræðingafélagsins. Að loknum venju-
legum aðalfundarstörfum kynntu fulltrúar Landsvirkjunar fyrirhugaðar virkjana-
framkvæmdir fyrirtækisins á Suðurlandi.
í október 2001 var farið í skoðunarferð í nýbyggingu Islenskrar erfðagreiningar í
Vatnsmýrinni. í heimsókninni var lögð sérstök áhersla á lagnakerfi byggingarinnar.
Starfsmenn VGK fræddu gesti um lagnakerfin með tölvumyndasýningu sem haldin var
í húsakynnum verktakans. Þá var farið í skoðunarferð um bygginguna í leiðsögn hönn-
uða og verktaka.
I febrúar 2002 var farið í skoðunarferð í nýbyggingu Orkuveitu Reykjavíkur við
Réttarháls. Ferðin hófst á kynningu á burðarþolshönnun sem Línuhönnun sá um en því
næst var gengið um bygginguna.
Orðanefnd: Byggingarverkfræðideild Verkfræðingafélags íslands stofnaði Orðanefnd
byggingarverkfræðinga árið 1980 og hefur hún starfað óslitið síðan. Nefndin starfar í
tveimur hópum og eru nefndarmenn alls 11. Þar af eru tveir í fullri vinnu fyrir nefndina,
þeir Einar B. Pálsson formaður, sem hefur starfað frá upphafi, og Ólafur Jensson verk-
fræðingur. Nefndin á nú nánast fullbúin orðasöfn og stefnt er að útgáfu þeirra fljótlega.
Árið 1997 var stofnuð útgáfunefnd orðasafna. Starfsvið hennar er að sjá um fjármögnun
útgáfunnar, hafa umsjón með fjármálum hennar og að sjá um útgáfuna í samráði við
orðanefndina og í samvinnu við íslenska málnefnd. Á aðalfundi 2001 var ákveðinn
styrkur til orðanefndar.
Fjárhagur: Fjárhagur félagsins er traustur. Innheimta félagsgjalda gengur þokkalega og
er inneign í sjóði allnokkur.
Eggert V. Valmundsson formaður
Arbók VFl/TFl 2002