Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Qupperneq 23
Orðanefnd BVFÍ
Orðanefnd byggingarverkfræðinga var stofnuð árið 1980. Nefndin hefur starfað óslitið
síðan, 21 ár, stundum í tveimur vimiuhópum. Með starfi sínu stuðlar nefndin að því að
orðaforði á sviði verkfræði verði nægur til þess að ræða megi og rita um hana á fullgildri
íslensku og með þeirri fræðilegu nákvæmni sem við hæfi er.
Viðfangsefni nefndarinnar er að koma upp íðorðasöfnum fyrir mismunandi svið
byggingarverkfræðinnar. Frá fornu fari greinist byggingarverkfræði í mörg sundurleit
svið, sem eiga undirstöðu víðs vegar í eðlisfræði, efnafræði og náttúrufræði auk stærð-
fræði og margbreytilegrar verkkunnáttu. íðorð er heiti á skilgreindu hugtaki í tiltekinni
grein þekkingar. Á síðari árum hefur tekist alþjóðlegt samkomulag um það á vegum
Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), hvernig hentugast sé að standa að íðorðastarfi. Hafa
sprottið af því alþjóðlegar verkreglur, sem orðanefndin hefur að leiðarljósi í starfi sínu.
Einar B. Pálsson hefur verið formaður nefndarinnar frá upphafi og jafnframt ritstjóri
íðorðasafna. Orðanefndin hélt 24 fundi árið 2001. í árslok 2001 hafði hún haldið alls 814
fundi frá upphafi, 1980.
Orðanefndin vann allt árið 2001 að undirbúningi útgáfu orðasafns um umhverfistækni.
Samning þess hófst raunar 1982. Þá hafði Iðntæknistofnun óskað þess að orðanefndin
semdi íðorðaskrá fyrir nýjan staðal IST 68 um fráveitulagnir í húsum og lóðum. Síðan
hefur verið stöðug þörf fyrir frarnhald þeirrar vinnu, svo sem vegna námsefnis í Háskóla
íslands, örrar tækniþróunar, löggjafar um umhverfismál og vegna þátttöku Islands í
evrópsku efnahagssamstarfi, en það leiðir af sér miklar skyldur og ný hugtök á sviði
umhverfismála, sem er að finna í erlendum reglum. Umhverfisráðuneytið er meðal
þeirra, sem samráð hefur verið haft við. Mörg íðorð nefndarinnar hafa komist strax í
notkun, t.d. í Háskóla íslands eða í reglugerðum stjórnvalda.
Iðorðasafnið um fráveitur, sem verkið hófst á, hefur þróast í að verða íðorðasafn um
umhverfistækni. Það er í 20 köflum um mismunandi svið tæknilegra umhverfismála, en
á undan þeim fara fjórir kaflar um undirstöðuatriði í efnafræði, eðlisfræði, náttúrufræði
og tæknifræði, sem skírskotað er til í skilgreiningum hugtaka. Orðanefndin er nú að ljúka
samræmingu efnisins, sem er síðasta stigið í samningu íðorðasafns.
Einar B. Pálsson formaður
Rafmagnsverkfræðingadeild
í stjórn RVFÍ sitja: Magnús H. Gíslason formaður, Gunnar Tryggvason stallari,
Steingrímur Jónsson ritari og Sveinbjörg Sveinsdóttir gjaldkeri.
Starfsemin hófst óvenju snemma á þessu starfsári. f maí 2001 ákvað stjórn RVFÍ að taka
til umsagnar frumvarp til raforkulaga, lagt fyrir Alþingi á 126. löggjafarþingi 2000-2001.
Stofnaður var stýrihópur til að hafa yfirumsjón með verkinu. í framhaldi voru stofnaðir
fjórir vinnuhópar til að fjalla um eftirfarandi kafla í frumvarpinu: Raforkuvinnsla (II. kafli),
Flutningur raforku (III. kafli), Dreifing raforku (IV. kafli) og Raforkuviðskipti (V. kafli).
Öllum félögum RVFÍ var boðið að taka þátt í starfi hópanna. Hver vinnuhópur hefur
fundað 4—6 sinnum. Þegar athugasemdirnar lágu fyrir voru þær sendar félagsmönnum í
tölvupósti til umsagnar. Umsögn um frumvarpið var síðan send til iðnaðarnefndar
Alþingis fyrir hönd Verkfræðingafélags Islands.
Áframhald varð á samvinnu RVFI og IEEE á Islandi. Sumarið 2001 undirrituðu
Verkfræðingafélag Islands og alþjóðlegu samtökin IEEE samstarfssamning. Dr. Raymond
D. Findley, verðandi forseti IEEE, kom hingað til lands gagngert til að undirrita
samninginn. Formenn RVFÍ og IEEE á íslandi undirrituðu sömuleiðis samninginn til að
styrkja samstarfið á milli félaganna. RVFÍ og IEEE á íslandi héldu einn sameiginlegan
1 9
Félagsmál Vfl/TFÍ