Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Page 32
Framtíð STFÍ: STFÍ er enn ungt félag en mikilvægt er að festa komist á störf þess.
Núverandi stjórn hefur reynt að stuðla að þessu m.a. með því að halda reglulega stjórnar-
fundi. Einnig hefur stjórn félagsins staðið fyrir uppákomum eins og greint hefur verið frá
hér að framan. Stjórn félagsins hefur forðast það vera í „samkeppni" við aðra viðburði
sem TFÍ/VFÍ standa fyrir.
Stjóm félagsins hefur reynt að leita eftir fyrirlestrum sem gagnast og höfða sérstaklega til
félaga innan STFI. Stjórnin þarf að vera enn öflugri í þessum málum og einnig þarf að
auka betur vitund þeirra sem tilheyra þessum hópi, meðal annars með því að gefa út
sérstakt félagatal fyrir félaga innan STFI.
Gunnar Sæmundsson
Kjarafélag Tæknifræðingafélags íslands, KTFÍ
Aðalfundur Kjarafélags Tæknifræðingafélags íslands var haldinn 22. febrúar 2001 að
Engjateigi 9. Gengið var til dagskrár samkvæmt lögum, flutt var skýrsla stjórnar og
nefnda. Allnokkrar umræður urðu um skýrslur nefnda og komu nokkrar fyrirspurnir
sem stjórnarmenn svöruðu. Einnig urðu umræður um lög félagsins og þá aðallega um
hvernig staðið væri að samþykkt kjarasamninga, tillaga að lagabreytingu var borin fram
en dregin til baka.
Fundarstjóri vísaði til stjórnar tillögu um endurskoðun laga fyrir næsta aðalfund.
Stjórnarkjör fór fram og voru kosnir í stjórn til tveggja ára þeir Bjarni Bentsson, Óli Jón
Hertervig og Jón Isaksson Guðmann. Varamenn til eins árs voru kosnir Haraldur
Baldursson og Þór Sigurþórsson.
Akveðið var að halda óbreyttu árgjaldi, kr. 3000.
Félagslegir endurskoðendur voru kjörnir þeir Sigurþór Guðmundsson og Guðjón H.
Arnason, til vara Brandur B. Hermannsson.
Fyrsti fundur stjórnar var haldinn mánudaginn 5. mars 2001 og skipti stjórnin með sér
verkum. Varaformaður er Óli Jón Hertervig, gjaldkeri Haraldur Sigursteinsson, ritari
Bjarni Bentsson, meðstjórnendur Mikael J. Traustason, Jón ísaksson Guðmann og Samúel
Smári Hreggviðsson.
Stjórnin ákvað að funda á hálfsmánaðarfresti á mánudagskvöldum og voru 20 fundir
haldnir á árinu en stjórnin tók sér frí frá fundum um sumarið. Helstu verkefni stjórnar
voru hefðbundin og eru þau helstu nefnd hér.
Upplýsingamappa skrifstofu um málefni KTFÍ var viðhaldið á árinu.
Kjarakönnun var gefin út á árinu og var um að ræða laun árið 1999 og septemberlaun
2000. Kjarakönnun var einnig gerð á árinu og viðfangsefnið þar var árið 2000 og
septemþerlaun 2001. Sú könnun var gerð á netinu og tókst mjög vel. Netkannanir verða
hér eftir það form sem notað verður.
Lokið var gerð „Ráðningarsamnings" og gátlista með honum. Félagar munu geta notað
þessi gögn við gerð ráðningarsamninga í framtíðinni. Stefnt er að að því að gefa samn-
inginn og gátlistann út í kjarabók árið 2002.
Fjölmörg mál komu til kasta stjórnar frá félagsmönnum og voru allmörg þeirra send
lögfræðingi félagsins til skoðunar og ályktunar.
Stjórn KTFÍ hélt fund með lögfræðingi KTFÍ, Ragnari H. Hall, um málefni félagsmanna
hjá RARIK vegna hugsanlegra flutninga norður í land.
2 8
Arbók VFl/TFl 2002