Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Page 38
Samlokufundur 7. mars 2002: Ræktun á tilapíu í affallsvatni og endurnýting vatns. Gestur
fundarins var dr. Ragnar Jóhannsson.
NVFÍ og NTFÍ, heimsókn 7. mars 2002. Heimsókn á tækni- og umhverfissvið
Akureyrarbæjar.
Kvennanefnd VFÍ, fundur 13. mars 2002: Starfspróunaráætlanir („Karriere planlægning").
Gestur fundarins var Drífa Sigurðardóttir, ráðgjafi hjá starfsmannaráðgjöf Price Water-
house Coopers.
RVFÍ, heimsókn 21. mars 2002: Heimsókn til SAME og KC, Keflavíkurflugvelli.
Innlent samstarf
Samstarf við Arkitektafélag íslands (AÍ)
I nokkurn tíma hefur verið rætt um að Arkitektafélag Islands flytti starfsemi sína í
Verkfræðingahús. Hinn 8. mars sl. var skrifað undir húsaleigusamning við AÍ og flutti
félagið í apríl inn í það húsnæði sem Lífeyrissjóður verkfræðinga var í áður. Samstarf AÍ
við VFI og TFI hefur aukist á undanförnum misserum. Félögin gáfu út sameiginlega yfir-
lýsingu varðandi staðsetningu Reykjavíkurflugvallar og hafa staðið sameiginlega að
nokkrum ráðstefnum. VFÍ og TFÍ bjóða arkitekta velkomna í hús og vænta góðs samstarfs
við þá í framtíðinni.
Samstarf við Félag tölvunarfræðinga (FT)
Við það að tölvunarfræði færðist yfir í Verkfræðideildina vaknaði áhugi VFÍ og TFÍ fyrir
viðræðum við FT um samstarf félaganna. Slíkt var einnig í rökréttu framhaldi af stofnun
Upplýsingatæknihóps VFI. Fulltrúar félaganna hafa hist og rætt málin en ekki hafa
verið teknar neinar stefnumótandi ákvarðanir. Hins vegar hefur FT haldið tvo „sam-
lokufundi" í Verkfræðingahúsi á þessum vetri og stefna að fleirum. Félagsmönnum
verður gefinn kostur á að fylgjast með og sækja fundi og ráðstefnur sem VFÍ/TFÍ eða FT
standa fyrir.
Hagsmunafélag um eflingu verkfræði- og tæknifræðimenntunar
Árið 2001 var stofnað hagsmunafélag til að efla verkfræði- og tæknifræðimenntun. Að
því félagi standa HÍ, HA, SI, TÍ, VFI og TFÍ. Formaður hagsmunafélagins er Bergþór
Þormóðsson. Árgjald félagsins er 200 þús. kr. fyrir hvert aðildarfélag en því er ætlað að
starfa á verkefnagrunni. Verkefni TFI og VFI, Tækni og skóli, ætti að falla vel inn í
verkefni félagsins.
Samstarf við Stéttarfélag verkfræðinga
SV, VFÍ og TFÍ hafa nú um árabil haft samvinnu um útgáfu Verktækni og skipun í ENSÍM
neftidir auk þess sem stjórn SV hefur verið boðið að taka þátt í samráðsfundum VFÍ og
TFI. Á síðasta áratug voru sameiningarmál VFI og SV mikið til umræðu ásamt samstarfs-
málum VFI, TFI og SV. Lítill sem enginn árangur varð af því starfi þrátt fyrir mikla vinnu
og ítarlegar tillögur. Öll umræða um sameiningu SV og VFÍ hefur verið lögð til hliðar að
sinni. Enginn vafi er á því að með auknu samstarfi SV við VFÍ og TFÍ mætti ná verulegri
hagræðingu og bæta enn þjónustuna við félagsmenn.
Samstarf VFÍ og TFÍ
Samstarf VFI og TFI um rekstur skrifstofu fyrir félögin hófst þann 1. janúar 1994. Frá því
að TFÍ flutti starfsemi sína í Verkfræðingahús hefur samstarfið vaxið jafnt og þétt. Nýjar
3 4
Arbók VFÍ/TFÍ 2002