Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Page 39
samstarfsnefndir taka að sér fjölbreytt verkefni og er það vel. Uppskeran er þróttmikið
starf og aukinn kraftur í starfsemi beggja félaga. Samstarfið hefur tekist vel, reynst báðum
farsælt og stuðlað að frekari samskiptum félaganna. Kostnaði við reksturinn er skipt á
milli félaganna í hlutfalli við félagafjölda í byrjun hvers árs og var það á síðasta ári 56:44.
Lausleg athugun bendir til þess að hagræðingin hafi skilað hvoru félagi fyrir sig um 25%
sparnaði. Hefur sá sparnaður skilað sér beint til félagsmanna í lækkun félagsgjalda.
Félögin höfðu áður unnið saman í FEANI-nefndum og þau voru frumkvöðlar að stofnun
Endurmenntunarstofnunar Háskóla Islands. Fulltrúar beggja félaga starfa saman í
Staðlaráði Islands auk þess sem þau eru aðilar að Mennt, sem er samstarfsverkefni skóla
og atvinnulífs. Kynningarmál, útgáfumál, endurmenntunar- og símenntunarmál eru nú í
höndum samstarfsnefnda og í sameiningu hafa félögin tekist á við ýmis hagsmunamál
stéttanna gagnvart opinberum aðilum. Yfirumsjón samstarfsins er í höndum formanna
og varaformanna sem hittast í hádegi hvern miðvikudag. Það er hagur allra að forðast
árekstra og stjórnum beggja félaga er mikið í mun að réttur hins sé ekki fótum troðinn.
Þessa gæta menn mjög. Arlega halda stjórnir VFI og TFI samráðsfund þar sem sameigin-
leg mál eru til umræðu og horft til framtíðar í eflingu félaganna. A síðasta fundi sem var
í boði TFI voru árbókin og heimasíðurnar meginmálin. Hin síðari ár hefur SV einnig verið
boðin þátttaka í fundunum.
Erlent samstarf
Norðurlandasamstarf
Um nokkurt árabil hafa VFI og TFI tekið þátt í samstarfi norrænu systurfélaganna með
því að formaður og framkvæmdastjóri sækja árlega „Nordisk Ingeniörmöde" (NIM). A
þessum fundum eru fastir liðir umræða um þróun efnahagsmála í hverju landi, félaga-
fjölgun, atvinnuástand, kjaramál og helstu verkefni sem hvert félag er að fást við hverju
sinni. NIM-fundi er fróðlegt að sækja, menn skiptast á skoðunum og deila með sér reynslu
og opna sýn. Þar fyllast menn eldmóði til að takast á við ný verkefni og gera enn betur.
NIM-2001 var haldinn hjá IDA (Ingeniörforeningen i Danmark) í Kaupmannahöfn 30.
ágúst til 2. september. Eftir að verk- og tæknifræðingafélögin í Danmörku sameinuðust
1994 er fundurinn hjá IDA með nokkuð öðru sniði en fundirnir hjá hinum félögunum á
Norðurlöndum sem hvorki eru sameinuð né hafa nána samvinnu sín á milli. Því voru
fundirnir í sumar þrískiptir. I upphafi ræddust verkfræðingar og tæknifræðingar við
hvorir í sínu lagi. A þeim fundum var auk hefðbundinnar dagskrár rætt um FEANI og
aðild félaganna, um siðareglur, eitt félag norrænna verk- og tæknifræðinga og
alþjóðaráðstefnu verk- og tæknifræðinga í Kaupmannahöfn 2003. Síðar var haldinn
sameiginlegur fundur allra félaganna þar sem fundarefnið var „Teknologi og natur-
videnskap: Et udviklingsprogram for fremtiden".
Sameining NIF (Norsk Sivilingeniör Forening) og NITO ( Norges Ingeniör- og tekniker
organisasjon) er ekki á dagskrá en samstarf félaganna hefur vaxið hin allra síðustu ár.
Sænska verkfræðingafélagið (CF), sem fyrir nokkrum árum var opnað fyrir svonefndum
„hojskoleingeniorer" sem er þriggja ára tækninám á háskólastigi, er ekki í neinu sam-
starfi við tæknifræðingafélagið (ING). Með finnsku verk- og tæknifræðingafélögunum er
hins vegar talsverð samvinna.
Niðurstaða NIM 2001 var að á næsta ári yrðu fundir verk- og tæknifræðinga aðskildir.
Tæknifræðingarnir hittust í ár í Svíþjóð en NIM 2002 var haldin á íslandi dagana 20.-23.
júní.
Framkvæmdastjórar norrænu verkfræðingafélaganna funduðu í Verkfræðingahúsi í lok
janúar 2002 og voru framkvæmdastjórarnir í framhaldi af því fulltrúar norrænu félag-
anna á afmælishátíð VFl 2. febrúar síðastliðinn.
3 5
Félagsmál Vfí/TFÍ