Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Síða 56
jákvæðar um 401 milljón króna, en nægðu þó ekki til að tryggja sjóðnum í heild jákvæða
raunávöxtun þar sem verðbólga var veruleg á árinu. Þetta stafaði fyrst og fremst af
áframhaldandi lækkun hlutabréfaverðs á helstu mörkuðum erlendis, en veiking íslensku
krónunnar dró þó úr áhrifum lækkunarinnar.
Raunávöxtun samtryggingardeildar sjóðsins á árinu 2001 var -4,91% og hrein raun-
ávöxtun -5,15%. Meðaltal hreinnar ávöxtunar síðustu 5 ár er 4,64%.
Raunávöxtun séreignardeildar var 3,01% og hrein raunávöxtun 2,65%. Meðaltal hreinnar
raunávöxtunar séreignardeildar undanfarin 3 ár frá stofnun hennar er 3,7%.
Vöxtur samtryggingardeildar sjóðsins varð talsverður á árinu. Iðgjöld jukust um 21%
milli ára og hækkun á hreinni eign sjóðsins varð 11,6% eða 1.220 milljónir króna. Hrein
eign til greiðslu lífeyris var í árslok 2001 kr. 11.778.670.085.
í lok ársins 2001 áttu 2.556 sjóðfélagar réttindi í sjóðnum, en 2.114 sjóðfélagar greiddu
iðgjöld í sjóðinn árið 2001. Sjóðfélögum fjölgaði um 187 á árinu. Að jafnaði greiddu 1882
sjóðfélagar reglulega mánaðargreiðslur í sjóðinn. Stefna sjóðsins er að fjölga sjóðfélögum
og er stjórn sjóðsins heimilt að veita þeim sem hafa lokið námi úr Háskóla íslands með
90 eininga B.S. gráðu eða sambærilegu námi inngöngu í sjóðinn auk allra verkfræðinga
sem fá sjálfkrafa aðild að sjóðnum.
Þetta var þriðja starfsár séreignardeildar sjóðsins. Iðgjaldagreiðslur jukust um 96% frá
fyrra ári og greiddu 445 sjóðfélagar í þennan sparnað. Hrein eign deildarinnar í lok ársins
2001 var kr. 202.963.156.
Lífeyrisgreiðslur sjóðsins námu rúmum 117 milljónum króna á árinu 2000 og hækkuðu
um 6,3%. Að hluta eru inni í þessari tölu greiðslur vegna fyrri ára, því að átak var gert til
að hefja greiðslu lífeyris til sjóðfélaga sem orðnir voru 72 ára eða eldri og höfðu samt ekki
sótt um töku lífeyris. Alls þáðu 137 einstaklingar lífeyri úr sjóðnum á árinu og voru 17
fleiri en árið áður. Ellilífeyrisþegar voru 90 talsins, örorkulífeyri fengu 10 sjóðfélagar,
makalífeyrisþegar voru 31 og 6 fengu barnalífeyri.
I fréttabréfi sjóðsins sem sent var sjóðfélögum í desember 2001 var greint frá kenningum
Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði um skilvirkni eignasafna, þ.e. hvernig leitast skal við að
hámarka ávöxtun að teknu tilliti til áhættu. Þar var einnig vitnað til rannsóknar sem
íslenskur háskólanemi gerði á skilvirkni eignasafna tíu íslenskra lífeyrissjóða á árunum
1997 og 2000. I báðum tilvikum var eignasafn Lífeyrissjóðs verkfræðinga með mesta
reiknaða skilvirkni. Vó þar þyngst að sjóðurinn var með hæst hlutfall eigna í erlendum
verðbréfum.
Þar sem útreikningar á skilvirkni byggja á reynslu fortíðar felur skilvirknin enga trygg-
ingu í sér fyrir því að ávöxtun verði jafngóð eða betri í framtíðinni. Hins vegar má líta svo
á að skilvirknin feli í sér bestu fjárfestingastefnuna miðað við fyrirliggjandi upplýsingar.
Það má því færa rök fyrir því að vel hafi verið staðið að ákvörðunum um eignasam-
setningu sjóðsins, en hins vegar hefur þróun á verðbréfamörkuðum orðið sjóðnum
óhagstæð síðustu misserin.
Það er ljóst að fjárfestingu í erlendum og innlendum hlutabréfum fylgja meiri sveiflur en
áður, þegar nær eingöngu var fjárfest í skuldabréfum. Árin 2000 og 2001 varð veruleg
niðursveifla, en næstu ár á undan höfðu skilað sjóðnum mikilli ávöxtun (sjá mynd 1).
Eignir sjóðsins í erlendum gjaldmiðlum námu í lok ársins 2001 3.887 milljónum króna og
höfðu lækkað um 7,9% milli ára. Vægi þeirra í heildareignum sjóðsins var 32,4%, en var
39,7% í lok ársins 2000.
Nafnávöxtun erlendra verðbréfa í eigu sjóðsins var neikvæð um 10,4% í krónum (25,9%
í dollurum) og var lakari en vegin viðmiðunarvísitala erlenda safnsins.
5 2
Arbók VFl/TFl 2002