Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Page 70
Yfirlit þjóðhagsspár: Hagvöxtur á árinu 2001 reyndist heldur meiri en áður var spáð, eða
3%, og munar þar mestu um minni viðskiptahalla.
Einkaneysla dróst saman um 2,8% á árinu 2001, en áður hafði hún vaxið ár hvert frá árinu
1994. Að meðaltali óx einkaneysla um 5,3% frá 1994-2000. Afram er gert ráð fyrir sam-
drætti á árinu 2002, eða um 1%. Einkaneysla ræðst að stórum hluta af kaupmætti ráð-
stöfunartekna, en hann hefur aukist samfellt frá árinu 1995. Á árunum 1996-2000 jókst
einkaneysla umfram kaupmátt, en á árinu 2001 snerist sú þróun við og kaupmáttur
ráðstöfunartekna jókst umfram einkaneyslu.
Atvinnuleysi reyndist 1,4% að meðaltali á síðasta ári sem er svipað og á árinu 2000.
Verðbólga var 6,7% milli árartna 2000 og 2001 og hefur ekki mælst hærri í áratug. Ástæður
þessa má rekja annars vegar til þenslu innanlands og hins vegar til lækkunar á gengi
krónunnar. Verðbólga hækkaði 9,4% frá upphafi til loka árs 2001.
Samneysla hefur vaxið stöðugt undanfarin ár og er árið 2001 engin undantekning, þótt
vöxturinn sé heldur minni en árin þar á undan. Gert er ráð fyrir að vöxturinn hafi numið
3% á árinu 2001.
Fjárfesting dróst saman á síðasta ári sem nam 6% eftir töluverða aukningu á árinu 2000.
Mestur varð samdrátturinn í fjárfestingu atvinnuvega eða 11,8%. Á móti vegur mikil
aukning í fjárfestingu í íbúðarhúsnæði, en hún hefur verið í lágmarki undanfarin ár.
Fjárfesting hins opinbera dróst á hinn bóginn saman um tæpt 1% á síðasta ári.
Halli á viðskiptajöfnuði hefur verið mikill og vaxandi undanfarin ár. Á árinu 2001 snerist
þessi þróun við og hallinn ríflega helmingaðist frá fyrra ári sem hlutfall af landsfram-
leiðslu og fór úr 10,1% í 4,4%. f krónum talið nam viðskiptahallinn 33 milljörðum. Mikil
umskipti voru í viðskiptum með vöru og þjónustu á árinu. Þannig minnkaði halli á
vöruskiptajöfnuði um ríflega 30 milljarða króna. Þar kom til bæði aukinn útflutningur og
mikill samdráttur í innflutningi og má rekja þessa breytingu að nokkru til veikingar á
gengi íslensku krónunnar. Jöfnuður á þjónustuviðskiptum snerist úr 9,5 milljarða halla á
árinu 2000 í 2,6 milljarða afgang. Á móti vegur að jöfnuður þátttatekna, þar sem vaxta-
greiðslur af erlendum skuldum vega þyngst, versnaði töluvert á árinu 2001.
Erlendar skuldir þjóðarbúsins hafa hækkað mjög að undanförnu og kemur þar tvennt til.
Annars vegar auknar erlendar skuldir vegna mikils viðskiptahalla og fjárfestinga
erlendis og hins vegar hækkun erlendra skulda vegna lækkunar á gengi krónunnar. Á
árinu 1996 námu erlendar skuldir 51% af landsframleiðslu og hrein staða þjóðarbúsins
var neikvæð um 48% af landsframleiðslu. Erlendar skuldir voru komnar í 89% af lands-
framleiðslu á árinu 2000 og hrein staða þjóðarbúsins var neikvæð um 63% af landsfram-
leiðslu. Á árinu 2001 höfðu erlendar skuldir hækkað til muna og námu 104% af lands-
framleiðslu og hrein staða þjóðarbúsins var orðin neikvæð um 79% af landsframleiðslu.
Hagstjóm: Meginverkefni hagstjórnar á næstunni er að tryggja að sú þróun í átt að jafn-
vægi sem hófst á fyrri hluta síðasta árs haldi áfram og skili sem fyrst stöðugleika og við-
unandi jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Er þá átt við verðstöðugleika, eins og hann er skil-
greindur með verðbólgumarkmiði Seðlabankans, jafnvægi milli framleiðslu og útgjalda
og ásættanlega stöðu viðskiptajafnaðar. Þannig verður best búið í haginn fyrir nýtt hag-
vaxtarskeið. Segja má að vel hafi miðað á þessari leið að undanförnu því viðskiptahalli
hefur minnkað ört og verðbólga hjaðnað án þess að efnahags- og atvinnulíf hafi orðið
fyrir skakkaföllum í þeim mæli sem oft fylgir aðlögun af þessu tagi. En það er töluvert
löng leið eftir.
Peningamálin, þar með talin gengismálin, hafa leikið aðalhlutverkið í þeirri aðlögun sem
átt hefur sér stað. Fyrir rétt um ári voru gengisvikmörkin afnumin og í staðinn tekið upp
verðbólgumarkmið. Jafnframt var sjálfstæði Seðlabankans aukið. Gengi krónunnar, sem
reyndar hafði sigið talsvert frá miðju ári 2000, tók dýfu í kjölfarið og aðra dýfu í maí og
6 6
Arbók VFl/TFl 2002