Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Page 71
var í framhaldi í mikilli vörn þar til í desember síðastliðnum er aðilar vinnumarkaðarins
náðu samkomulagi um nýja verðlagsviðmiðun fyrir kjarasamninga. Eins og gefur að
skilja færðist verðbólga í aukana við þessar aðstæður. Seðlabankinn tók ákvarðanir um
lækkun vaxta, fyrst í mars og aftur í nóvember, einkum með tilvísun til þess að efna-
hagshorfur færu versnandi, þensla væri í rénun og skammtímavaxtamunur gagnvart
útlöndum hefði aukist.
Hvað varðar stefnuna í ríkisfjármálum er mikilvægast að hún tryggi sem best jafnvægi í
þjóðarbúskapnum til lengri tíma og miði jafnframt að viðunandi þjóðhagslegum sparn-
aði. Erfiðara er um vik að beita stjórn ríkisfjármála til að mæta skammtímasveiflum í
hagkerfinu. Það má hins vegar færa fyrir því veigamikil rök að stefna ætti að meiri af-
gangi á ríkissjóði yfir hagsveifluna en gert hefur verið. Slík stefna stuðlaði að betra jafn-
vægi í hagkerfinu og jafnframt yrði álagið á peningastefnuna minna. Þamrig má gera ráð
fyrir að vextir yrðu að jafnaði lægri og minni líkur yrðu á að þensla færi úr böndum. í
þessu efni má benda á að þegar á fyrsta ári niðursveiflunnar hvarf afgangurinn á
ríkissjóði samkvæmt alþjóðlegum uppgjörsaðferðum, þ. e. á síðasta ári, og á þessu ári
stefnir í um 4 milljarða króna halla. Það er því umhugsunarefni hvort ekki ætti að stefna
að nokkrum afgangi á ríkissjóði þegar viðunandi jöfnuður er milli framboðs og eftir-
spurnar - framleiðslu og útgjalda - og afleiddum breytingum á afkomunni þegar
hagvöxturinn flöktir yfir eða undir framleiðslugetuna til lengri tíma litið.
Alþjóðleg efnahagsmál
Nú hillir undir bata í efnahagsmálum á alþjóðavettvangi, þótt staðan sé enn viðkvæm og
fyrir vikið geti brugðið til beggja vona. Þessi batamerki - þó veik séu - eru vissulega
ánægjuefni. Slík merki má meðal annars sjá í breytingum á birgðastöðu fyrirtækja.
Framan af niðursveiflu ganga fyrirtæki venjulega á birgðir sínar en að því kemur að þau
þurfa að auka framleiðsluna á ný þegar salan hefur um tíma verið meiri en framleiðslan.
Víða virðist vera komið að þessu stigi hagsveiflunnar ef marka má fyrri reynslu. Þetta á
ekki síst við um Bandaríkin sem leikið hafa aðalhlutverkið í niðursveiflunni að undan-
förnu, þótt athyglisvert sé hversu samstíga niðursveiflan í
heiminum hefur í reynd verið. Einnig virðist atvinnuleysi hætt
að aukast þar og þróun einkaneyslu hefur verið uppörvandi. Á
þessum og fleiri sviðum hafa birst ýmis merki sem eru
dæmigerðir boðberar um að betri tíð sé í vændum.
Þótt þannig bendi margt til að botni efnahagsveiflunnar sé náð
og senn rofi til, er rétt að vekja athygli á að uppi eru efasemdir
um að upptakturinn í hagsveiflunni verði eins kraftmikill og
jafnan áður.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiknaði með 1,1% hagvexti í iðn-
ríkjunum á árinu 2001. Reiknað var með meiri hagvexti í
þróunarríkjunum og nýmarkaðsríkjum en í iðnríkjunum. Að
öllu samanlögðu er því reiknað með að heimsframleiðslan hafi
aukist um 2,4% á árinu 2001.
Verðbólga er ekki áhyggjuefni í iðnríkjunum um þessar
mundir. Hún var 2,3% á árinu 2001. Þótt verðbólgan sé nokkru
meiri í þróunarríkjunum og nýmarkaðsríkjum hafa einnig þar
orðið mikil umskipti til hins betra á undanförnum árum.
Alvarlegur verðbólguvandi getur því varla talist alþjóðlegt
vandamál lengur heldur bundinn við tiltölulegar fáar undan-
tekningar. Þannig er t.d. verðbólga í ríkjum ESB hvergi meiri en
6 7
Tæknianná
2001/2002