Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Page 73

Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Page 73
áður óþekkts vaxtar í hagnaði fyrirtækja. Hryðjuverkin í Bandaríkjunum þann 11. sept- ember bættu gráu ofan á svart. Ahrif þeirra á hlutabréfaverð urðu þó skammvinnari en flestir höfðu þorað að vona. Einum mánuði eftir hryðjuverkin var hlutabréfaverð á heimsvísu orðið jafnhátt og fyrir þau og er nú um fimmtungi hærra en þegar það náði lágmarki 21. september. Eindreginn ásetningur hagstjómaraðila um að sporna við áhrifum hryðjuverkanna og versnandi efnahagshorfum hefur vafalaust leikið mikilvægt hlutverk í þessari þróun. Lækkun tekjuskattshlutfalls fyrirtækja úr 30% í 18% stuðlaði að almennri hækkun hlutabréfaverðs. Úrvalsvísitala VÞÍ hækkaði um 6% daginn eftir að tilkynnt var um skattalækkunina en það er mesta hækkun vísitölunnar á einum degi frá upphafi. Raunvextir á íslenskum skuldabréfamarkaði eru mun hærri en víðast annars staðar. Að því marki sem þeir lýsa einnig hærri ávöxtunarkröfu á innlend hlutabréf þá ætti V/H- hlutfall (hlutfall verðs og hagnaðar) íslenskra hlutabréfa að vera lægra en annars staðar að öðru óbreyttu. Hlutabréfamarkaður hér á landi hefur þróast mjög hratt á undanförnum árum. Innviðir markaðarins hafa styrkst og velta hefur margfaldast þrátt fyrir tímabundið bakslag í seglin á síðasta ári. Hlutabréfaeign er almenn. Þótt mikilvægi hlutabréfamarkaðar í þjóðarbúskapnum, mælt sem hlutfall markaðsvirðis og landsframleiðslu, hafi haldist nokkurn veginn óbreytt síðastliðin tvö ár hefur það rúmlega fimmfaldast frá árinu 1995. Er hlutfallið nú um 60% eða áþekkt því sem það er í mörgum viðskiptalandanna en öllu lægra en þar sem hlutfallið er sem hæst. Ör þróun hlutabréfamarkaðar hér á landi hefur á fáum árum gjörbreytt aðstæðum íslenskra fyrirtækja til vaxtar og útrásar. Enn er þó ýmislegt sem betur mætti fara. Veltuhraði, þ.e. velta í hlutfalli af markaðsvirði, er enn tiltölulega lítill hér á landi í samanburði við markaði á Norðurlöndum og helstu hlutabréfamarkaði heims. Heildarvelta á hlutabréfamarkaði var 138 milljarðar króna árið 2001 en þarf að vera tvö- til þreföld sú fjárhæð til að veltuhraði sé sambærilegur við helstu hlutabréfamarkaði. Virk viðskipti eru með tiltölulega fá félög. Þannig var hlutdeild fjögurra veltuhæstu félaganna í heildarveltu um 43% og hlutdeild þeirra fimmtán veltu- hæstu tæp 80%. Aukinn seljanleiki og virkari verðmyndun hlýtur að vera keppikefli þeirra sem standa að íslenskum hlutabréfamarkaði. Utanríkisviðskipti og greiðslujöfnuður Mikil umskipti urðu í utanríkisviðskiptum á árinu 2001. Undanfarin ár hafði halli á viðskiptum með vöru og þjónustu farið ört vaxandi, en á árinu snerist þróunin við og útflutningur jókst töluvert á meðan innflutningur dróst verulega saman. Umhverfi utanríkisviðskipta: Viðskiptakjör bötnuðu verulega á árinu, eða um 4,3%. Verð útflutningsvara hækkaði um 23% en innflutningsverðlag hækkaði um 18%. Gengislækkun krónunnar vegur þungt í breytingu á innflutnings- og útflutningsverði, en gengisvísitalan hækkaði um 20% milli áranna 2000 og 2001. Raungengi mælir hversu hátt verðlag er hér á landi miðað við helstu viðskiptalönd okkar og er því mikilvægur mælikvarði á umhverfi utanríkisviðskipta. Miðað við neysluverð hækkaði raungengi nokkuð frá árinu 1997 og fram á mitt árið 2000, eða um 10%, aðallega vegna styrkingar á gengi krónunnar. Frá því gengi krónunnar tók að lækka á miðju ári 2000 hefur raungengi miðað við neysluverð fallið hratt, eða um 19% frá miðju ári 2000 til ársloka 2001 og hefur raungengi miðað við neysluverð ekki verið lægra frá árinu 1980. Raungengi á mælikvarða launakostnaðar mælir hversu há laun eru hér á landi í saman- burði við viðskiptalönd okkar þegar tekið hefur verið tillit til framleiðni. Svipað og raun- Tæknianná 2001/2002
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280
Page 281
Page 282
Page 283
Page 284
Page 285
Page 286
Page 287
Page 288
Page 289
Page 290
Page 291
Page 292
Page 293
Page 294
Page 295
Page 296
Page 297
Page 298
Page 299
Page 300
Page 301
Page 302
Page 303
Page 304
Page 305
Page 306
Page 307
Page 308
Page 309
Page 310
Page 311
Page 312
Page 313
Page 314
Page 315
Page 316
Page 317
Page 318
Page 319
Page 320
Page 321
Page 322
Page 323
Page 324
Page 325
Page 326
Page 327
Page 328

x

Árbók VFÍ/TFÍ

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók VFÍ/TFÍ
https://timarit.is/publication/899

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.