Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Síða 76
Skuldastaða þjóðarbúsins er einn þeirra þátta sem matsfyrirtæki taka til greina við mat á
lánshæfi ríkissjóðs. Skuldastaðan hefur þVí áhrif á ávöxtunarkröfu sem gerð er á skuld-
bindingar þjóðarinnar.
Atvinnuvegir
Framleiðsla: A árinu 2001 óx landsframleiðslan um 3,0% eins og fram kemur í kafla 1.2
hér að framan sem sýnir yfirlit þjóðhagsspár. Þessi breyting er fengin með því að meta
útgjaldahlið þjóðarbúsins, þ.e. neyslu og fjárfestingu að teknu tilliti til vöru- og þjónustu-
viðskipta við útlönd. Þá er byggt á þeirri bókhaldsjöfnu úr þjóðhagsreikningum að þau
útgjöld sem varið er til endairlegra nota séu jöfn innlendri framleiðslu eftir að tekið hefur
verið tillit til viðskipta við útlönd.
A liðnu ári dró verulega úr hagvexti frá því sem var næstu ár á undan en samtímis jafn-
aðist vöxturinn eftir greinum. Aberandi mestur vöxtur var þó í ál- og kísiljárnframleiðslu,
líkt og undanfarin þrjú ár. Samdráttar gætti áfram í sjávarútvegi eins og raunar hefur
verið meginhluta liðins áratugar.
Sé litið til lengri tíma eða allt frá 1973 og til 2001 þá lætur nærri að framleiðslan hafi vaxið
um 150% á hvorn mælikvarðann sem litið er en á sama tíma hafi ársverkum fjölgað um
56%. Framleiðnin hefur því aukist álíka mikið og ársverkin eða um tæp 60% en það eru
um 1,7% til jafnaðar á ári. Hér er vissulega um grófa útreikninga að ræða og vert er að
hafa í huga að hluta af framleiðniaukningunni má rekja til þess að aukið fjármagn stendur
á bak við hvern vinnandi mann.
Afkoma: Rekstrartekjur þessara fyrirtækja á liðnu ári voru 374 milljarðar króna og höfðu
þær aukist um 25,7% frá fyrra ári. Hagnaður þessara fyrirtæka fyrir tekju- og eignarskatta
hækkaði úr 1,8% af rekstrartekjum árið 2000 í 3,5% af rekstrartekjum árið 2001.
Fjármagnsgjöld annarra fyrirtækja en fjármálafyrirtækja að frádregnum fjármunatekjum
hækkuðu úr 3,6% í 5,7% af rekstrartekjum.
Rekstur sjávarútvegsfyrirtækja er mjög næmur fyrir áhrifum gengisbreytinga. Fyrstu
áhrifin eru gengistap af erlendum lánum en áhrif á rekstrartekjur og rekstrargjöld koma
fram síðar og hafa jákvæð áhrif á afkomuna. A árinu 2001 lækkaði gengi krónunnar að
meðaltali um 16,7%. Tekjuaukningar gætti fyrst og fremst á síðari hluta ársins. Afkoma
samgöngufyrirtækja versnaði á árinu 2001 miðað við fyrra ár. Stafaði það einkum af
minni flutningum, háu eldsneytisverði og af gengistapi af erlendum lánum. Bata í afkomu
fjármálafyrirtækja má aðallega rekja til bættrar afkomu í viðskiptabankastarfsemi
fyrirtækjanna.
Afkoma hugbúnaðar- og hátæknifyrirtækja versnaði umtalsvert á milli ára. Á hinn
bóginn batnaði afkoma fyrirtækja í lyfjaframleiðslu mikið, en mikil aukning var í fram-
leiðslu og útflutningi þeirra.
Þjóðhagsstofnun hefur tekið saman yfirlit um afkomu atvinnufyrirtækja á árinu 2000 og
samanburð við árið 1999. Alls nær þessi athugun til ríflega 9 þúsund fyrirtækja, en 7.121
fyrirtæki eru í yfirlitinu bæði árin. Gögnin koma úr stöðluðum skattframtölum fyrirtækja
og öðrum gögnum. Helstu niðurstöður varðandi þau fyrirtæki sem eru í athuguninni
bæði árin eru þessar:
• Á árinu 2000 var hagnaður af reglulegri starfsemi 0,1% af tekjum en árið áður var
hagnaður 4,5% af tekjum. Fjármagnskostnaður óx um 214% á milli ára. Stafar það
einkum af gengisbreytingu erlendra lána.
• Tap annarra fyrirtækja en fjármála-, trygginga- og orkufyrirtækja af reglulegri starf-
semi var 0,9% af tekjum árið 2000 en árið áður var hagnaður 2,8% af tekjum.
7 2
Arbók VFl/TFl 2002