Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Page 77
• Tekju- og eignarskattar lækkuðu um 22% á milli ára. Ef fjármála-, trygginga- og orku-
fyrirtæki eru undanskilin er lækkunin 17%. Lægri skattgreiðslur stafa af verri afkomu
á árinu 2000 en á árinu 1999.
• Tekju- og eignarskattar þessara fyrirtækja samtals á árinu 2000 eru hærri en hagnaður
allra fyrirtækjanna fyrir skatta. Það bendir til að afkoma fyrirtækja hafi verið mjög
misjöfn.
• Eiginfjárstaða fyrirtækjanna styrktist verulega milli ára umfram afkomu. Tap þeirra
árið 2000 var 3,4 milljarðar en eigið fé fyrirtækjanna óx um 54,7 milljarða og að auki
greiddu fyrirtækin út arð. Hluti af mismuninum er endurmat fastafjármuna. Hlutafé
óx um 31,6 milljarða króna. Þrátt fyrir aukningu eiginfjár lækkaði eiginfjárhlutfall
lítillega á milli ára.
Laun og hagnaður: Hér að framan hefur hag atvinnurekstrarins verið lýst með hefð-
bundnum hætti, þ.e.a.s. líkt og fyrirtækin setja fram niðurstöður ársreikninga sinna og
áætlanir um afkomuna fram í tímann. En afkomuna er eirtnig unnt að skoða í öðru ljósi
og þá með því að líta á þann virðisauka sem verður til við atvinnustarfsemina og hvernig
hann skiptist á milli framleiðsluþáttanna vinnuafls og fjármagns. Þetta verður best gert
með því að líta á niðurstöður þjóðhagsreikninga.
Skiptinguna milli launa og hagnaðar er unnt að setja fram fyrir einstakar atvinnugreinar
eða þjóðarbúskapinn í heild. Ef litið er á þjóðarbúskapinn í heild út frá þessu sjónarhorni
þá var landsframleiðslan 2000 á markaðsvirði 668 milljarðar króna. Að frádregnum
sköttum á framleiðslu og leiðréttingarliðum en að viðbættum framleiðslustyrkjum var
þessi fjárhæð, þ.e. vergar þáttatekjur 544 milljarðar.
Hagnaðarhlutfallið undanfarinn áratug komst hæst á árinu 1994 og varð þá 40%. Frá
þeim tíma lækkaði það að heita má samfellt fram til ársins 1999 og var komið niður í
32%%. Hlutfallið hækkaði síðan á ný lítillega á árinu 2000 en meira á liðnu ári og komst
þá í 35%%. Þrátt fyrir hækkun á síðasta ári verður að telja hlutfallið lágt í sögulegu
samhengi því undanfarna þrjá áratugi hefur það aðeins örsjaldan farið niður fyrir 35%%
líkt og gerðist á árunum 1998-2000.
Afli og útflutningur: Heildarafli landsmanna á árinu 2001 var
1.986 þúsund tonn samkvæmt bráðabirgðatölum. Þessi afli er
svipaður aflanum árið 2000 sem þá varð 1.980 þúsund tonn.
Breyting á afla einstakra tegunda var misjöfn.
Arið 2001 lönduðu erlend fiskiskip 158 þúsund tonnum af afla
til vinnslu á íslandi á móti um 150 þúsund tonnum árið 2000.
Arið 2001 var verðmæti útfluttra sjávarafurða 121,8 milljarðar
krónur og jókst um 28,9% frá árinu 2000. Verðlag sjávarafurða
hækkaði sem nemur 24,7% og því telst magn útfluttra sjávar-
afurða hafa aukist um 3,4%.
Þrátt fyrir samdrátt í afla á föstu verði eykst útflutningur
sjávarafurða um 3,4%.
Fjárfesting atvinnuveganna: Miklar sveiflur hafa verið í fjár-
festingu atvinnuveganna undanfarin ár. Á árinu 1998 óx fjár-
festing um 46% að magni frá fyrra ári, en dróst saman árið eftir
um 6%. Á árinu 2000 óx hún enn á ný um 15% en á liðnu ári er
talið að samdrátturinn hafi orðið um 12%. Útlit er fyrir að sam-
drátturinn verði um 20% í ár að magni. Sem hlutfall af lands-
7 3
Tækniannáll 2001/2002