Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Page 79
Atvinnuleysi: Atvinnuleysi mældist að meðaltali 1,4% á árinu
2001 sem er svipað og á árinu 2001 þegar atvinnuleysi reyndist
1,3% af vinnuaflinu. Að meðaltali voru 1,0% karla og 1,9%
kvenna á vinnumarkaði án atvinnu sem er ámóta og á árinu
2000. Á árinu 2001 fjölgaði atvinnulausum á landsbyggðinni,
en fækkaði á höfuðborgarsvæðinu
Ef atvinnuleysi er skoðað eftir aldurshópum sést að atvinnu-
leysi hefur aukist hlutfallslega hjá yngsta aldurshópnum, en
hlutdeild hans af atvinnuleysi í heild hefur aukist úr 11% árið
2000 í 14% árið 2001. Á móti hefur atvinnuleysi elsta aldurs-
hópsins minnkað hlutfallslega úr 20% árið 2000 í 16% árið 2001.
Hlutdeild annarra aldurshópa er óbreytt.
Hlutfall langtímaatvinnuleysis, þ.e. þeirra sem hafa verið
atvinnulausir í sex mánuði eða lengur, tók að vaxa á árinu 1992
og náði hámarki árið 1998, þegar það var komið í 35%. Síðan
hefur hlutfallið lækkað og í fyrra var það komið niður í 20%.
Mannfjöldaþróun: Á síðari hluta ársins 2001 urðu töluverð
þáttaskil í íbúaþróun landsins á sama tíma og umskipti urðu í
efnahagslífinu. Þetta stafar af því að umtalsverður hluti þeirrar
aukningar starfa sem orðið hefur hér á landi á undanförnum
árum hefur verið mannaður með aðfluttu vinnuafli. Þegar dró úr aðflutningi vinnuafls
hægði einnig á fjölgun íbúanna. Reyndar hefur fjöldi aðfluttra erlendra ríkisborgara til
Islands aldrei verið meiri en árið 2001 eða rúmlega 2.500 manns. Nokkur fjölgun varð í
fjölda brottfluttra sem leiddi til þess að nettófjölgun erlendra ríkisborgara varð 1.440
manns, heldur minni en árið 2000 þegar hún var 1.652. Kúvending sem varð á seinni
hluta ársins leiddi til þess að töluverð aukning varð á fjölda brottfluttra íslendinga en
framhald varð á fækkun aðfluttra. I lok árs hafði íslenskum ríkisborgurum fækkað um
472 vegna millilandaflutninga en svo mikil fækkun hefur ekki átt sér stað síðan árið 1997.
Nettóáhrif búferlaflutninga milli landa eru því aukning um 968 manns. Þegar horft er til
þess að fæddir umfram dána á einu ári eru um 2.400 sést hversu miklu máli þessir flutn-
ingar skipta fyrir framvindu íbúafjöldans bæði í bráð og lengd.
íbúaþróun innanlands: Nokkuð dró úr fjölgun íbúa höfuðborgarsvæðisins árið 2001
miðað við næstu þrjú ár á undan. Engu að síður fjölgaði íbúum um nær þrjú þúsund.
Búferlaflutningar innanlands áttu um fimmtungs þátt í vexti höfuðborgarsvæðisins
annað árið í röð en þegar mest var nam vægi þeirra 3A. Fæddir umfram dána stóðu fyrir
56% fjölgunarinnar.
Aftur á móti hafa búferlaflutningar milli landa fært höfuðborgarsvæðinu nýja íbúa allt frá
árinu 1998 og eru þeir orðnir tæplega 3.000 á fjórum árum. Samkvæmt upplýsingum frá
Nordregio, norrænu rannsóknastofnuninni í þyggða- og skipulagsmálum hefur íbúum
höfuðborgarsvæðisins fjölgað meira hlutfallslega á undanförnum árum en á nokkru öðru
landsvæði á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað.
Á landsbyggðinni fjölgaði íbúum á árinu 2001 annað árið í röð en næstu sex árin þar á
undan hafði íbúum fækkað.
Atvinnuleysi 1997-2002
Heimildir:Vinnumálastofnun
og Þjóðhagsstofnun
Verðlag
Verðbólga, mæld sem tólf mánaða hækkun vísitölu neysluverðs, náði hámarki í janúar
2002 en verðlag hækkaði um 9,4% frá upphafi til loka árs 2001. Hafði verðbólga þá ekki
7 5
Tækniannáll 2001/2002