Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Page 80
verið meiri frá því í október 1990. Hækkun vísitölu neysluverðs
frá mars 2001 til Jafnlengdar 2002 nam 8,7%.
Verðlag tók að hækka skarpt á öðrum ársfjórðungi 2001 vegna
mikillar lækkunar á gengi krónunnar. Frá mars fram í nóvember
lækkaði gengi krónunnar um fimmtung. Síðan hefur gengið
styrkst á ný og er í mars 2002 um 11% lægra en í mars fyrir ári.
Smásöluverð innfluttrar vöru hefur hækkað í takt við gengis-
breytingar á þessu tímabili eða um 10%. Þróun smásöluverðs
innfluttrar vöru á tólf mánaða tímabili þar á undan, þ.e. frá
mars 2000 til mars 2001 var á hinn bóginn mjög á skjön við það
sem búast hefði mátt við með hliðsjón af gengisþróun. Verð
erlendra gjaldmiðla hækkaði um meira en 10% en smásöluverð
innfluttra vara einungis um 2%. Hugsanlegt er að væntingar
hafi verið um að lækkun gengis krónunnar seinni hluta ársins
2000 og í byrjun árs 2001 yrði tímabundin og því hafi hún ekki
komið fram í verðlagi. Snörp lækkun á öðrum ársfjórðungi
2001 kann síðan að hafa breytt væntingum um gengi.
Þótt lækkun gengis hafi haft mikil áhrif á verðbólguþróun
undanfarið liggja rætur verðbólgunnar í þenslu innanlands
undanfarin ár. Sú þensla leiddi til launahækkana langt umfram
framleiðnibreytingar og mikillar eftirspurnar, sem m.a. kom
fram í háum viðskiptahalla. Þessar aðstæður grófu síðan undan
gengi krónunnar. Jafnframt hafa innlendar kostnaðarhækkanir haft bein áhrif á verð
innlendrar vöru og þjónustu. Frá mars 2001 til jafnlengdar í ár hefur verðhækkun inn-
lendrar vöru og þjónustu á vegum einkaaðila verið síst minni en hækkun á verði erlendra
vara, eða rétt um 10%. Húsnæði og opinber þjónusta hafa á hinn bóginn hækkað nokkuð
minna eða 5'/2-6%. A síðustu árum hafa verðhækkanir á innlendum liðum neyslu-
verðsvísitölunnar á heildina litið verið í takt við launaþróun að teknu tilliti til mældra
framleiðnibreytinga. Síðastliðin fimm ár hefur t.a.m. árlegur vöxtur í framleiðni vinnu-
afls verið 114-2% að jafnaði en launavísitala Hagstofunnar hækkað um 8%. Árleg meðal-
hækkun á verðlagi innlendrar vöru og þjónustu einkaaðila á þessu tímabili hefur verið
nálægt mismun þessara tveggja stærða eða rétt tæp 5V4%.
Hækkun neysluverðsvísitölu og
frávik framleiðslu frá jafnvægi
1992-2002. Heimildir: Hagstofa
íslands og Þjóðhagsstofnun.
Búskapur heimilanna
Kjaramál og launaþróun: í gildandi kjarasamningum, sem í flestum tilvikum ná til síðari
hluta 2003 eða fram á árið 2004, eru ákvæði um endurskoðun í febrúar 2001, 2002 og 2003
með tilliti til verðlagsþróunar. Forsenda samninganna er að verðbólga fari minnkandi,
ella er launaliður uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara.
I desember 2001 voru kjarasamningar Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins
endurskoðaðir þar eð verðlagsþróun varð mun óhagstæðari en ráð var fyrir gert við
undirritun samninga vorið 2000. Niðurstaðan var sérstakur samningur milli aðila vinnu-
markaðarins. Fylgdu honum yfirlýsingar frá ríkisstjórn og Seðlabanka en viðræður höfðu
átt sér stað á milli fulltrúa þeirra og aðila vinnumarkaðarins um leiðir til að treysta
stöðugleika. Skilyrði samkomulagsins er að vísitala neysluverðs verði ekki hærri en 222,5
stig í maí 2002 ella verði launaliðir uppsegjanlegir með þriggja mánaða fyrirvara. Að
gefnum þessum verðlagsforsendum er kveðið á um viðbótarframlag atvinnurekanda í
séreignasjóð og að launahækkun 1. janúar 2003 verði 0,4% hærri en ella eða alls 3,4%.
1 yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er stuðningi lýst við ofangreint samkomulag. Þar segir
ennfremur:
7 6
Arbók VFl/TFl 2002