Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Page 82
Skuldir heimila. Hlutfall af
ráðstöfunartekjum.
Heimildir: OECD, Seðlabanki
íslands og Þjóðhagsstofnun.
Þá bendir ýmislegt til að síðustu ár hafi umtalsverður hluti
neyslu verið fjármagnaður með lánum.
Einkaneysla: Um mitt ár 2001 voru komnar fram vísbendingar
um að samdráttur yrði í einkaneyslu í fyrsta skipti síðan sam-
dráttarárin 1992-1993. Ýmsir hagvísar eru nú tiltækir sem
varpa frekari ljósi á samdráttinn á árinu 2001. Sýna þeir tölu-
verða minnkun innlendrar eftirspurnar og þar með talið
einkaneyslu á árinu eftir samfelldan vöxt í sjö ár.
Að öllu samanlögðu er nú áætlað að einkaneyslan hafi dregist
saman um 2,8% milli áranna 2000 og 2001 eftir sjö ára samfellt
vaxtartímabil, þar sem einkaneysla jókst að meðaltali um 5,3%
á ári. Hafa verður í huga að verulega dró úr vexti kaupmáttar
ráðstöfunartekna á árunum 2000 og 2001 miðað við árin þar á
undan.
Árin 1994-2000 var vöxtur einkaneyslunnar borinn uppi af
kaupum á varanlegum neysluvörum. Á árinu 2001 drógust
kaup á slíkum vörum hins vegar saman um nálægt 21%.
Samdráttur í bílainnflutningi vegur þar þyngst þó fleira komi
til. Markaður fyrir nýja bíla er greinilega mettaður um sinn en
samt ljóst að eftir tveggja ára samdrátt nægir núverandi inn-
flutningur tæplega til eðlilegrar endurnýjunar bílaflotans.
Þótt neyslan ráðist að verulegu leyti af samtíma ráðstöfunartekjum, skipta væntingar um
tekjuauka í framtíðinni og eignir og skuldir heimilanna miklu um neyslustigið. Vaxandi
skuldsetning heimila á undanförnum árum er vísbending um að væntingar þeirra til
kaupmáttarauka á næstu árum hafi verið miklar.
Verulega hægði á veltu í neyslutengdum greinum innan ársins 2001. Þannig var þessi
velta 1% lægri á fyrri hélmingi ársins en á sama tíma árið áður og tæpum 4% lægri á síðari
helmingi ársins samanborið við árið áður.
Einkaneysla og kaupmáttur
ráðstöfunartekna.
Á föstu verðlagi og á mann.
Vísitala, 1990=100.
Heimild: Þjóðhagsstofnun.
íbúðafjárfesting og fasteignamarkaður: Á árinu 2001 var
vöxtur í íbúðarfjárfestingu rúm 13% og árið þar á undan um
tæp 11%. Framan af tíunda áratugnum dróst fjárfesting í
íbúðarhúsnæði mjög saman, m.a. vegna mikilla umsvifa í
atvinnuvegafjárfestingu sem náði hámarki á árinu 1998. Sama
ár var íbúðafjárfesting sem hlutfall af heildarfjárfestingu í
sögulegu lágmarki eða um 16%
Á árinu 2001 voru samþykktir 10 þúsund samningar um
skuldabréfaskipti (útgáfa húsbréfa fyrir fasteignaverðbréf) hjá
Ibúðalánasjóði, sem er 8,3% fjölgun frá fyrra ári. Heildar-
fjárhæð samninga nam 31,3 milljörðum króna sem er 11% hærri
upphæð en árið 2000. Mest var aukningin í skuldabréfa-
samningum vegna nýbygginga eða 23% í fjölda og 29% í
fjárhæðum. Skuldabréfaskiptum vegna kaupa á notuðu hús-
næði fjölgaði hins vegar mun minna. Um 92% skulda-
bréfaviðskipta íbúðalánasjóðs er vegna íbúðakaupa á Faxa-
flóasvæði, Árborgarsvæði og í Eyjafirði.
Á árunum 1999 og 2000 hækkaði raunverð íbúða í fjölbýlis-
húsum á höfuðborgarsvæðinu verulega umfram byggingar-
kostnað eða um 13%. Á árinu 2001 stóð raunverð í stað borið
saman við byggingarkostnað. Hin mikla aukning í skulda-
7 8
J
Árbók VFÍ/TFl
2 0 0 2