Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Qupperneq 84
almennum markaði. Undir þetta heyra m.a. annars opinber stjórnsýsla, fræðslumál, heil-
brigðismál og almannatryggingar. Hér dr því um tiltölulega þrönga skilgreiningu að
ræða og takmarkast hún við A-hluta ríkissjóðs, almannatryggingar og sveitarsjóði. I
þessu felst að opinber atvinnustarfsemi, sem fjármögnuð er að mestu með sölu á vöru og
þjónustu, er ekki talin til hins opinbera samkvæmt hinni hefðbundnu skilgreiningu,
heldur til hlutaðeigandi atvinnugreinar í framleiðsluuppgjöri þjóðhagsreikninga.
Aætlanir benda til að tekjuafkoma hins opinbera í heild hafi verið neikvæð um tæpan 1,1
milljarð króna á árinu 2001 eða sem nemur 0,1% af landsframleiðslu. Til samanburðar var
tekjuafkoma ársins 2000 jákvæð um 16,3 milljarða króna. Árin 1998, 1999 og 2000 var
afkoma hins opinbera jákvæð í fyrsta sinn síðan árið 1984. Afkomubatinn skýrist m.a. af
mikilli raunaukningu tekna sem rekja má til aukinna umsvifa í þjóðarbúskapnum.
Tekjur hins opinbera á árinu 2001 eru taldar hafa verið um 294 milljarðar króna eða sem
nemur 39,2% af landsframleiðslu en það er 1,7 prósentustigum lægra hlutfall en árið á
undan. Gert er ráð fyrir að útgjöldin hafi verið um 295 milljarðar króna á síðasta ári eða
39,3% af landsframleiðslu, sem er 0,9 prósentustigum hærra hlutfall en árið 2000.
Hrein lánsfjárþörf opinberra aðila sem nær til ríkissjóðs, lánasjóða hins opinbera og ríkis-
fyrirtækja jókst nokkuð á árinu og er talin hafa verið jákvæð um 62,6 milljarða króna á
árinu 2001 eða sem svarar til 8,3% af landsframleiðslu. Til samanburðar var lánsfjárþörf
þessara aðila jákvæð um 2,9% af landsframleiðslu árið 2000. Greiðsluuppgjör ríkissjóðs
sýnir að hrein lánsfjárþörf hans hafi verið jákvæð um 25,3 milljarða króna á árinu 2001.
Lánsfjárþörf opinbera húsnæðiskerfisins er veruleg og sömuleiðis lánsfjárþörf opinberra
fyrirtækja eins og Landsvirkjunar. Reiknað er með að hrein lánsfjárþörf þessara aðila hafi
verið 37,2 milljarðar króna á árinu 2001.
Heildarskuldir hins opinbera, þ.e. ríkis og sveitarfélaga, eru áætlaðar 351 milljarður
króna í lok ársins 2001 sem er 46,8% af landsframleiðslu, eða 5,2 prósentustigum hærra
hlutfall af landsframleiðslu en árið á undan. Þá er reiknað með að hreinar skuldir hins
opinbera hafi numið rúmlega 191 milljarði króna í lok ársins 2001 eða 25,5% af lands-
framleiðslu. Erlendar skuldir eru rúmlega helmingur af heildarskuldum hins opinbera.
Milljarðar króna %
30 4,5
25 ■ A /~ ■ 4,0
20 • • 3,5
15 ■ ■ 3,0
10 - • 2,5
5 ■ ■ 2,0
1990 1992 1994 1996 1998 2000 2002
Æyggwgar og mannvirki hins opinbera
..... Hlutfall af landsframleiöslu, hœgri ás
Fjárfesting hins opinbera.
Milljarðar króna á verðlagi
hvers árs og í hlutfalli af lands-
framleiðslu.
Heimild: Þjóðhagsstofnun.
Fjárfesting hins opinbera: Fjárfestingu hins opinbera er skipt
niður í vegi og brýr, götur og holræsi, byggingar og annað.
Undanfarin ár hafa framkvæmdir vegna samgöngumannvirkja
vaxið hraðar en aðrir framkvæmdaliðir. Aukin útgjöld í byrjun
tíunda áratugarins til vegamála voru vegna sérstaks
framkvæmdaátaks í atvinnumálum. Framkvæmdir við bygg-
ingar hins opinbera vaxa minna en aðrir framkvæmdaliðir en
vægi þeirra í heildarfjárfestingu hins opinbera var þó hærra en
annarra liða á tíunda áratugnum eða að meðaltali 59%. Helstu
byggingar í fjárfestingu hins opinbera eru skólar, sjúkrahús og
íþróttabyggingar.
Mikill vöxtur hefur verið í fjárfestingu í byggingum og mann-
virkjum hins opinbera undanfarin ár. Frá 1995-2000 jókst hún
að magni um 34% en á sama tíma jókst landsframleiðsla um
rúm 25%. Á árinu 1995 var fjárfesting í byggingum og mann-
virkjum hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu 3,3% en
á árinu 2000 var þetta hlutfall 3,6%. Á árinu 2001 er gert ráð
fyrir að fjárfesting í byggingum og mannvirkjum hins opinbera
hafi aukist um tæplega 1%.
8 o
Arbók VFl/TFl 2002