Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Page 92
eins og kemur fram í tillögum ráðherranna. Sú ráðstöfun ætti að draga úr togstreitu milli
atvinnugreina, rannsókna- og menntastofnana inni í ráðinu.
Grunnmenntun og menntun ungra vísindamanna
I upphaflegum tillögum menntamálaráðherra eru þau markmið höfð að leiðarljósi að efla
grunnrannsóknir og menntun ungra menntamanna. Menntun ungra vísindamanna er
vissulega verðugt verkefni sem má tengja starfsemi Vísindasjóðs eða nýs Rann-
sóknarsjóðs og þá sérstaklega í þeim tilgangi að nálgast með því starf fyrirtækja. Þá er
einkum horft til grunnrannsóknaverkefna sem geta leitt af sér hagnýt gildi.
Rannsóknastofnanir atvinnuveganna
A árinu 2001 kynnti iðnaðarráðherra nýja stefnu um hlutverk rannsóknastofna
iðnaðarins, sem fólst í því að rétta hlut stofnana iðnaðarins í samanburði við aðrar
rannsóknastofnair í landinu. í tillögum ráðherrans voru áform um að vinna að eflingu
framleiðni í íslenskum iðnaði bæði hjá Iðntæknistofnun og Rannsóknastofnun bygg-
ingariðnaðarins. Starfsemi IMPRU, þjónustumiðstöð frumkvöðla og fyrirtækja, hefur
farið vel af stað.
A því sviði sem Orkustofnun starfar felast miklir möguleikar í iðnaði. Eitt þeirra sviða
sem mjög þyrfti að efla er t.d. framleiðsla tækja og búnaðar sem tengjast nýtingu jarð-
varma í iðnaði og ferlum sem tengjast hreinum orkugjöfum.
Nýsköpunarsjóður
Nýsköpunarsjóður hefur nú starfað í tæp fimm ár. Árið 2001 bárust Nýsköpunarsjóði 406
erindi og hafa aldrei verið fleiri. Af þessum fjölda voru 188 vegna hlutafjárþátttöku en
voru 143 árið áður. Helstu skýringar á fjölgun erinda má rekja til minna framboðs á fjár-
magni til framtaksfjárfestinga hér á landi í kjölfar erfiðleika á hlutabréfamörkuðum.
Sjóðurinn samþykkti þátttöku í 29 fyrirtækjum á árinu 2001 og hefur þá fjárfest í liðlega
80 fyrirtækjum frá því að hann var stofnaður árið 1998.
Nýsköpunarsjóður hefur veitt áhættulán, styrki og fé til hlutabréfakaupa í nokkrum mæli
þótt auðvitað hafi menn þurft að sýna aukið aðhald í samdrættinum.
Fáir efast lengur um að fjárfesting í rannsóknum og þróun, R&Þ, geti verið arðvænleg
forsenda framfara og lífsgæða en verðmætin í þessu ferli verða helst til í höndum ein-
staklinga og fyrirtækja. Skynsamleg fjárfesting í þessum efnum skilar sér þannig inn í
þjóðarbúið með margföldunaráhrifum.
Islenskt atvinnulíf hefur tekið vel við sér í rannsókna- og þróunarstarfi á undanförnum
árum. Þetta er jákvæð þróun sem hefur skipað okkur í fremstu röð þjóða á þessu sviði.
Meginaukninguna má rekja til aukinna umsvifa þekkingarfyrirtækja sem eru mörg hver
í fremstu röð í heiminum á sínum sviðum. Þá hefur smærri þekkingarfyrirtækjum stór-
fjölgað á sama tíma, ekki síst í upplýsinga-, líf- og heilbrigðistækni.
Útgjöld rannsókna- og þróunarstarfs hafa aukist stigvaxandi frá því að vera um einn
milljarður króna eða rúmlega 0,1% af vergri þjóðarframleiðslu um 1970 í um 17 milljarða
eða um 2,7% af vergri þjóðarframleiðslu 2001 á verðlagi 1999.
Fjármögnunar- og starfsumhverfi þekkingarfyrirtækja á íslandi var nokkuð gott framan
af ári 2001 en með hruni verðbréfamarkaða og samdrætti á árinu hafa aðstæður slíkra
fyrirtækja stórversnað. Því er brýnt að finna nýjar leiðir til að hlúa að þeim og það fyrr en
seinna ef við viljum ekki að þessi grasrót veslist upp og hverfi.
8 8
Arbók VFl/TFl 2002