Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Page 99
hafnamál
Framkvæmdir í höfnum 31 sveitarfélags nutu ríkisstyrks árið 2001 og var heildarkostn-
aður við þær 1.164,5 millj. kr. Þar af nam hlutur ríkissjóðs 786,2 millj. kr.
Stærstu framkvæmdirnar voru eftirtaldar:
Snæfellsbær: í Ólafsvík var flotbryggjan næst Suðurgarði lengd um 20 m og steypt 335
m2 þekja ofan við landgang. Framkvæmdakostnaður var 29,0 millj. kr.
Grundarfjörður: Þar var unnið að lengingu Stórubryggju samkvæmt hafnaáætlun.
Framkvæmdakostnaður nam 124,0 millj. kr.
Siglufjörður: Aðsigling að Óskarsbryggju var dýpkuð og lega við fyrirhugaða lengingu
bryggjunnar einnig. Þá var Óskarsbryggja lengd um 75 m með þili sem hannað er fyrir
10 m dýpi. Framkvæmdakostnaður nam kr. 29,4 millj. kr. Einnig var gert við togara-
bryggju á Siglufirði. Steypt var þekja ofan á upprunalega þekju, brunnar hækkaðir, lagt
fyrir neyðarlýsingu við stiga o. fl. Framkvæmdakostnaður var 75,8 millj. kr.
Hafnasamlag Norðurlands: Á Akureyri var sett þekja á stálþil á fiskihöfn, lokið við
byggingu Lóðsbátabryggju o.fl. Framkvæmdakostnaður var 21,2 millj. kr. Einnig var
gerður annar áfangi dýpkunar á fiskihöfn. Kostnaður við það nam kr. 22,5 millj. kr. Á
Grenivík var gengið frá raflögn og lýsingu við flotbryggju. Heildarkostnaður við
framkvæmdir í höfnum Hafnasamlags Norðurlands nam 75,2 millj. kr.
Húsavík: Þar hófust framkvæmdir við gerð brimvarnargarðs á Böku. Verkið felur í sér
byggingu um 300 m langs brimvarnargarðs af bermugerð út frá fyllingu við Bökuna utan
við Norðurgarðinn. í garðinn fara um 275.000 m2 af efni, þar af um 140.000 m2 og um
135.000 m2 af kjarna. Megnið af grjótinu skal koma úr námu í Hlíðarhorni á Tjörnesi en
hluta af smærra grjótinu og kjarnann má einnig vinna í námu í Kötlum rétt sunnan
Húsavíkur. Verkið var boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu. Að því afstöðnu var gengið
til samninga við Istak sem reyndist lægstbjóðandi. Framkvæmdakostnaður var 113,1
millj. kr.
Vopnafjörður: Þar var fengist við allmargþættar framkvæmdir sem meðal annars fólu í
sér dýpkun innsiglingarleiðar innan Skipahólma og dýpkun við Löndunarbryggju. Þá
var unnið að viðgerð á stálþili löndunarbryggju sem hafði orðið fyrir skemmdum.
Framkvæmdakostnaður nam 86,2 millj. kr.
Fjarðabyggð: I Neskaupstað var unnið að lengingu Togarabryggju í innri höfn og einn-
ig var dýpkað í innri höfninni. Þá var unnið að undirbúningi vegna byggingar ytri
skjólgarðs og færslu innri skjólgarðs og efnistöku í Skuggahlíðarbjargi og af botni
Viðfjarðar. Á Eskifirði var dýpkað framan við nýja stálþilið. Framkvæmdakostnaður
nam 81,9 millj. kr.
Djúpivogur: Þar var dýpkað í Gleðivík og byggður löndunarkantur þar sem dýpkað var.
Nam framkvæmdakostnaður 120,0 millj. kr.