Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Side 125
Verksvið
Skrifstofa sviðsstjóra
Nýsköpun og þróun
Nýsköpun og þróun er fyrst og fremst ætlað að stuðla að því að skipulags- og bygg-
ingarsvið Reykjavíkurborgar verði þekkt fyrir framsækni og fagleg vinnubrögð auk þess
að efla starfsmenn sviðsins til frekari dáða. Hlutverk þess er m.a. að stuðla að nýsköpun
og framþróun í skipulags- og byggingarmálum, efla samráð og stefnumótun vegna
skipulags- og byggingarmála, móta góðar verklagsreglur á sviðinu, vinna að sterkri
ímynd skipulags- og byggingarsviðs og að mannauður þess verði nýttur í samræmi við
markmið sviðsins og óskir starfsmanna.
Forstöðumaður nýsköpunar og þróunar er Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir skipulags-
fræðingur.
Stjórnsýsla og lögfræði
Deildin veitir lögfræðiráðgjöf, á sviði skipulags- og byggingarmála, til starfsmanna
skipulags- og byggingarsviðs, skipulags- og byggingarnefndar, borgarfulltrúa, annarra
stofnana Reykjavíkurborgar og viðskiptamanna. Lögmaður sér jafnframt um fundarritun
á fundum skipulags- og byggingarnefndar, eftirfylgni á afgreiðslum nefndarinnar, eftirlit
með lögfræði- og stjórnsýsluþætti sviðsins, umsagnir kærumála og lagafrumvarpa auk
sérverkefna.
Forstöðumaður stjórnsýslu og lögfræði er ívar Pálsson lögfræðingur.
Fjármál og rekstur
Deildin hefur umsjón með fjárhags- og starfsáætlunum sviðsins, reikningshaldi og kostn-
aðareftirliti og annast rekstur skrifstofu eins og daglegt skrifstofuhald, kaup og viðhald
búnaðar og rekstrarvara, þ.m.t. kaup á vélbúnaði og rekstur tölvukerfa, upplýsinga-
þjónusta, símaþjónusta, afgreiðsla, gagna- og skjalavarsla o.fl. Deildin sér jafnframt um
starfsmannahald sem felst í framfylgd starfsmanna- og launastefnu, framkvæmd
símenntunaráætlana, vinnuumhverfi, öryggismál o.fl.
Forstöðumaður fjármála og reksturs er Bjarni Þór Jónsson lögfræðingur.
Skipulagsfulltrúi
Skipulagsfulltrúi starfar á grundvelli skipulags- og byggingarlaga og skipulags-
reglugerðar og samþykktum borgarstjórnar um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa.
Hann stýrir faglegri starfsemi, hefur umsjón með gerð aðalskipulags og deiliskipulags og
ber ásamt sviðsstjóra ábyrgð á framkvæmd ákvarðana sem lúta að skipulagsmálum.
Skipulagsfulltrúi kemur meðal annars að undirbúningi að stefnumótun í skipu-
lagsmálum ásamt sviðsstjóra, undirbúningi og vinnu við gerð skipulagstillagna og
skilmála og breytingar á skipulagsáætlunum. Skipulagsfulltrúi undirbýr fundi skipulags-
og byggingarnefndar í samráði við sviðsstjóra og formann skipulags- og byggingar-
nefndar.
Skipulagsfulltrúi er Helga Bragadóttir arkitekt.
Kynning og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana
1 2 1