Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Page 126
Byggingarfulltrúi
Byggingarfulltrúi er framkvæmdastjóri byggingarmála fyrir skipulags- og byggingar-
nefnd með sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs og undirbýr byggingarmál fyrir
fundi nefndarinnar. Byggingarfulltrúi sér um bókun varðandi byggingarmál í vikulega
fundargerð skipulags- og byggingarnefndar og sérstakar afgreiðslur byggingarmála á
afgreiðslufundum í hverri viku. Hann áritar uppdrætti og gefur út byggingarleyfi.
Embætti byggingarfulltrúa hefur eftirlit með að hús og önnur mannvirki séu byggð í
samræmi við samþykkta uppdrættþ lög og reglur og sér um úttekt einstakra þátta
byggingarframkvæmda og lokaúttekt fullbyggðs mannvirkis og gefur út vottorð þar um
áður en mannvirki skal tekið í notkun.
Byggingarfulltrúi er Magnús Sædal Svavarsson byggingatæknifræðingur.
Borgararkitekt
Borgararkitekt vinnur að stefnumótun sem lýtur að yfirbragði og útliti hins manngerða
umhverfis í borginni.
Borgararkitekt er Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitekt.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
Nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024, fjallar um þróun
borgarinnar, landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál. Aðalskipulagið
er unnið út frá þremur stoðum; Reykjavík sem höfuðborg, sem alþjóðleg borg og sem
vistvæn borg og byggist framtíðarsýn þess, stefna og markmið á þeim. Helstu nýjungar
við gerð aðalskipulagsins eru að landnotkun er sýnd í mun stærri dráttum en tíðkast
hefur hingað til og að grunnur með lóðarmörkun og byggingum er ekki sýndur á upp-
drætti þess. Staðfestur hluti greinargerðar, sem er á bakhlið þéttbýlisuppdráttar, er settur
fram í skýru og knöppu máli en forsendur og rökstuðningur með stefnu á einblöðungum
í sérstakri möppu. Af öðrum nýjungum má nefna að eitt af fylgiritum aðalskipulagsins er
umhverfismat þess og er það fyrsta umhverfismat með aðalskipulagi hér á landi. í
aðgerðaráætlun aðalskipulagsins, sem er eitt af fylgiritum skipulagsins, er skipu-
lagsáætlunin brotin upp í verkefni og verkþætti og þeir tímasettir. Þannig er hægt að
fylgjast með framfylgd aðalskipulagsins hverju sinni.
Heimasíða skipulags- og byggingarsviðs
A heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is, er hægt er að nálgast nánari upplýsingar um
verkefni skipulags- og byggingarsviðs eins og aðalskipulagið, deiliskipulag sem er í
kynningu, hvernig skuli staðið að byggingarleyfisumsóknum og fyrirspurnum um bygg-
ingamál, úttektir og skráninga fasteigna og eignaskiptayfirlýsingar. A heimasíðunni er
jafnframt að finna ábendingar til hönnuða, byggingarstjóra og meistara um hönnun
mannvirkja og hlutverk byggingarstjóra.
1 2 2
Arbók VFl/TFl 2002