Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Qupperneq 132
1994
Þann 16. mars kom út fyrsta tölublað Fréttaveitunnar í núverandi
mynd, en þar er um að ræða fréttabréf Hitaveitu Suðurnesja og
starfsmanna hennar. Síðan hefur hún komið út á tveggja vikna
fresti, með fáeinum undantekningum þó, vegna sumarleyfa, en
29. desember 1999 kemur út 133. tölublaðið. Blað með sama nafni
var fyrst gefið út í desember 1987 og komu út af því sex tölublöð,
þar til í maí árið 1991, samtals 84 blaðsíður, en síðan lá útgáfan
niðri til 1994. Blaðinu er ætlað að upplýsa starfsmenn og eigendur
Hitaveitunnar í stuttu máli um hvað sé að gerast innan fyrirtæk-
isins á hverjum tíma. Þar eru m.a. birtar allar fundargerðir
stjórnar, greinar um helstu verkefni innan fyrirtækisins og þau
verkefni (fyrirtæki), sem Hitaveitan tekur þátt í, fréttir frá starfs-
mannafélaginu, úr félagslífinu o.fl. Greinar eru að mestu skrifaðar
af starfsmönnum, en einnig af stjórnarmönnum og ýmsum öðrum
sem tengjast fyrirtækinu með ýmsum hætti.
Þann 21. október var tekin í notkun 635 m2 verkstæðisbygging í Svartsengi, og þann 28.
október var formlega tekin í notkun ný aðveitustöð í Garði, ásamt 36 kV nýlögðum
jarðstreng frá Sandgerði til Garðs. 25. nóvember var svo tekin í notkun ný aðveitustöð í
Vogum, ásamt 36 kV jarðstrengslögn frá Fitjum til Voga. Lagður var 36 kV strengur að
Helguvík, sem á að geta flutt 25-30 MW.
Leigjandi mannvirkja Sjóefnavinnslunnar hf., íslenska saltfélagið hf., varð gjaldþrota og
keypti hitaveitan allar eignir þess og móðurfyrirtækis þess. Á árinu var gengið frá
sameiningu Hitaveitunnar og Sjóefnavinnslunnar hf.
Enn varð aukning á raforkuframleiðslunni, í kjölfar gangsetningar Ormat-hverflanna, og
voru framleiddar 104,1 GW st á móti 99,8 GWst árið áður. Vatnsframleiðsla var 7,8
milljónir tonna (545 GWst) og jókst um 6,8%, en upptektin úr jarðhitasvæðinu nam um
7,6 milljónum tonna.
Þann 31. desember voru liðin 20 ár frá stofnun fyrirtækisins, og var þess minnst með
margvíslegum hætti, m.a. veglegum afmælisfagnaði, sem haldinn var í Félagsheimilinu
Stapa í Njarðvík þann 30. desember. í tilefni afmælisársins var endurnýjað kynningarefni,
keypt listaverk, sjúkrahúsi, þroskahjálp, björgunarsveitum og börnum gefnar gjafir,
gjaldskrá hitaveitu um hemla lækkuð um 20%, skipuð nefnd til undirbúnings byggingar
móttöku- og kynningarhúss í orkuverinu við Svartsengi og fleira.
1995
Á árinu voru lagðir 36 kV strengir frá Vogum að Kálfatjarnarkirkju, lokið við frágang
strenglagnar frá Svartsengi að nýrri aðveitustöð við fiskimjölsverksmiðjuna í Grindavík,
lagður strengur frá Aðalgötustöð í Keflavík til Helguvíkur og frá Keflavík í Garð. Þá var
byggð ný aðveitustöð í Grindavík og hafinn undirbúningur að byggingu nýrrar aðveitu-
stöðvar í Helguvík.
Aukning var enn á raforkuframleiðslunni, og voru framleiddar 107,2 GWst á móti 104,1
GWst árið áður. Vatnsframleiðsla var 7,3 milljónir tonna (530,3 GWst) og minnkaði um
6%, en upptektin úr jarðhitasvæðinu var um 8,1 milljón tonna.
Hitaveitan óskaði, með bréfi til iðnaðarráðuneytisins dagsettu 20. nóvember, eftir heim-
ild til aukningar rafmagnsframleiðslu um allt að 25 MW.
Undirbúningur hófst að byggingu kynningar- og mötuneytishúss í Svartsengi og fór fram
arkitektasamkeppni, þar sem 43 tillögur bárust. Fyrstu verðlaun hlaut tillaga arkitekt-
anna Ragnars Olafssonar FAÍ og Gísla Sæmundssonar FAÍ.
Hitaveitan tók að sér forystu í hópi, sem vildi kanna möguleika á byggingu magn-
esíumverksmiðju á Reykjanesi, og er enn [1999] unnið að því máli.
Unnið að uppsetningu
Ormat-hverfla í Svartsengi.
1 2 8
Árbók VFÍ/TFÍ 2002