Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Page 134
Byggingu Eldborgar, „kynningar- og mötuneytishúss", í Svartsengi lauk að mestu á
árinu, en það var formlega tekið í notkun þann 6. mars. Kostnaður við húsið var þá í heild
um 250 milljónir króna, að meðtöldum kostnaði við „Gjána", auk um 16 milljóna króna,
vegna ýmiss búnaðar. Akveðið var að í gjá sem sprengd var niður í hraunlögin undir hús-
inu yrði komið fyrir áhugaverðu kynningarefni [sjá kafla 1999 og sérstakan kafla um
Eldborg].
Byggð var ný dælustöð fyrir Sandgerði og Garð við Mánagrund í Keflavík.
Raforkuframleiðslan var nánast sú sama og árið áður, enda vélakostur fyrirtækisins full-
nýttur, og voru framleiddar alls 125,5 GWst eða um 61,3% forgangsraforkunotkunar á
svæðinu. Vatnsframleiðsla var 7,7 milljónir tonna (534,6 GWst) og jókst um 4,6% en
upptektin úr jarðhitasvæðinu nam um 7,0 milljónum tonna. Að teknu tilliti til niður-
dælingar var nettó upptekt 6,4 milljónir tonna.
I október var samið við varnarliðið um nýja gjaldskrá fyrir heita vatnið. Nýja gjaldskráin
er í íslenskum krónum í stað Bandaríkjadala og leiðir til umtalsverðrar lækkunar tekna
hitaveitunnar, eða um 120 milljóna króna lækkunar á árinu 1999 frá árinu áður.
Hitaveitan hafði frumkvæði að byggingu nýrrar aðstöðu við Bláa lónið, með því að gerast
44% eigandi í Bláa lóninu hf., sem stendur fyrir uppbyggingunni. Framkvæmdir hófust
snemma vors við nýja og glæsilega aðstöðu við lónið og var byggingartími áætlaður um
það bil eitt ár.
Þann 15. október var undirritað samkomulag Hitaveitu Suðurnesja við Hafnarfjarðarbæ,
Garðabæ og Bessastaðahrepp, sem Kópavogsbær gerðist síðar þátttakandi í, en tilgangur
þess var að kanna möguleika á víðtæku samstarfi eða samruna fyrirtækja þeirra um
orkuvinnslu og orkudreifingu.
1999
Lokið var að mestu við endurbyggingu elsta hluta orkuversins, og mun framleiðsla
hefjast í orkuveri 5 hinn 3. nóvember.
Gufuholurnar fjórar, sem boraðar voru 1998, voru tengdar orkuverinu.
Lokið var við borun háhitaholu á Reykjanesi og varð hún 2.054 m að dýpt og heildar-
kostnaður á árinu um 95 milljónir króna.
Byggð var aðveitustöð við radarstöð varnarliðsins við Grindavík og hún tengd almennu
dreifikerfi hitaveitunnar, en stöðin var áður tengd Keflavíkurflugvelli með sérstakri línu,
sem nú hefur verið fjarlægð.
Endurnýjuð var stofnæð hitaveitu frá Fitjum að Innri-Njarðvík til að auka flutningsgetu,
og einnig var lögð ný aðveituæð í Helguvík og það svæði tengt hitaveitukerfinu.
„Gjáin", sem er um 120 m2 svæði undir Eldborgarhúsinu, verður formlega opnuð í
nóvember. Þar hefur verið komið fyrir öflugri og áhugaverðri kynningu á Hitaveitu
Suðurnesja, virkjunarsvæðinu, jarðsögunni, jarðhitavinnslunni ofl. og er þar nýtt öll
nýjasta tækni á sviði kynningar og margmiðlunar.
Þann 15. júlí var formlega opnuð ný og glæsileg aðstaða Bláa lónsins hf., en Hitaveita
Suðurnesja átti þar 44% eignarhlut. Er það samdóma álit manna að einstaklega vel hafi
tekist til um alla hönnun og byggingu og mannvirkin séu öllum sem að byggingu þeirra
hafa komið til mikils sóma.
Keypt var á árinu jörðin Þórustaðir á Vatnsleysuströnd og viðbót við athafnasvæði fyrir-
tækisins við Svartsengi. Loks var keypt jarðhitasvæðið á Reykjanesi af sveitarfélögunum
á svæðinu. Heildarkostnaður við þessi kaup á landi og hitaréttindum var um 100 m.kr.
1 3 01 Árbók VFÍ/TFl 2002